Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 403 I-IV fol.

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Sögubók

Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Drífa Kristín Þrastardóttir 
Fædd
2. júní 1976 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jakobsen, Mette 
Starf
Book conservator 
Hlutverk
Forvörður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Konráð Gíslason 
Fæddur
3. júlí 1808 
Dáinn
4. janúar 1891 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Skrifari; Fræðimaður; Bréfritari; Nafn í handriti ; Viðtakandi; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Aths.
Fjórar uppskriftir gerðar í tengslum við athugun á opinberum bókasöfnum í Stokkhólmi og Uppsölum árið 1841.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii + 126 + i blöð (að milliblöðum meðtöldum).
Band

Band frá 1982 (409 mm x 280 mm x 33 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð og milliblöð tilheyra þessu bandi.

Uppruni og ferill

Ferill

Kom frá Det Kongelige Nordiske Oldskrift-Selskab 1883.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritunum 23. maí 1984.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Mette Jacobsen 1982.

Innihald

Hluti I ~ AM 403 I fol.
(1r-40v)
Bjarnar saga Hítdælakappa
Titill í handriti

„Bjarnar saga Hítdælakappa“

Upphaf

Nú skal segja nokkuð af þeim íslenskum mönnum …

Niðurlag

„… Tekur nú þaðan af að kyrrast um málin og lýkur hér nú frásögn þessi.“

Vensl

Uppskrift eftir AM 157 fol. með lesbrigðum, einkum eftir Stokkhólmshandritinu.

Aths.

Á bl. 40v er listi yfir handrit sem lesbrigði eru tekin úr, en sagan sjálf endar á bl. 39r.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 40 blöð (403 mm x 253 mm). Auð blöð: 39v, 40r og neðri hluti 40v.
Tölusetning blaða

Handritið er blaðmerkt með blýanti 1-40.

Kveraskipan

Fimm kver.

 • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: bl. 9-16, 4 tvinn.
 • Kver III: bl. 17-24, 4 tvinn.
 • Kver IV: bl. 25-32, 4 tvinn.
 • Kver V: bl. 33-40, 4 tvinn.
Tvinnum er ekki raðað að hefðbundnum hætti. Þannig eru blöð 1 og 2 tvinn, 3 og 4 annað tvinn o.s.frv.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 300-320 mm x 150-160 mm.
 • Línufjöldi er ca 30-35.

Skrifarar og skrift

Með hendi Konráðs Gíslasonar, sprettskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Lesbrigði og athugasemdir víða á spássíum, sumt á dönsku.

Uppruni og ferill

Uppruni
Handritið var skrifað í Svíþjóð árið 1841.
Hluti II ~ AM 403 II fol.
(1r-38v)
Gísla saga Súrssonar
Titill í handriti

„Saga af Gísla Súrssyni“

Upphaf

Það er upp á sögu þessi …

Niðurlag

„… og eru menn komnir frá honum.“

Baktitill

„Lúkum vér hér Gísla sögu Súrssonar. Guð gefi alla góða daga utan enda. Amen.“

Vensl

Uppskrift eftir AM 566 a 4to með lesbrigðum, einkum eftir Stokkhólmshandritinu.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii + 38 blöð (355 mm x 220 mm). Mestur hluti blaðs 38v er auður.
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerkt 1-76.

Kveraskipan

Fimm kver.

 • Kver I: bl. 1-6, 3 tvinn.
 • Kver II: bl. 7-14, 4 tvinn.
 • Kver III: bl. 15-22, 4 tvinn.
 • Kver IV: bl. 23-30, 4 tvinn.
 • Kver V: bl. 31-38, 4 tvinn.
Tvinnum er ekki raðað að hefðbundnum hætti. Þannig eru blöð 1 og 2 tvinn, 3 og 4 annað tvinn o.s.frv.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 220 mm x 160 mm.
 • Línufjöldi um 30.
 • Um það bil fjórði hluti hvers blaðs að neðan er fyrir lesbrigði.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, sprettskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Lesbrigði úr öðrum handritum á spássíum en þó einkum neðanmáls.

Uppruni og ferill

Uppruni
Handritið var skrifað í Svíþjóð árið 1841.
Hluti III ~ AM 403 III fol.
(1r-20r)
Króka-Refs saga
Titill í handriti

„Króka-Refs saga“

Upphaf

Á dögum Hákonar konungs Aðalsteinsfóstra …

Niðurlag

„… og er margt göfugra manna frá honum komið.“

Baktitill

„Lúkum vér þar Króka-Refs sögu.“

Vensl

Uppskrift eftir AM 471 4to með lesbrigðum, einkum eftir Stokkhólmshandritinu.

Aths.

Listi yfir skammstafanir í lesbrigðaskrá á bl. 20v.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii + 20 blöð (355 mm x 220 mm). Neðri hluti blaða (u.þ.b. 1/4 hluti hvers blaðs) er að mestu auður. Stór hluti bl. 20er auður.
Tölusetning blaða

Handritið er blaðsíðumerkt 1-39. Aftasta síðan er ómerkt.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 195-215 mm x 145-150 mm.
 • Línufjöldi er um 30.

Skrifarar og skrift

Með hendi Konráðs Gíslasonar, sprettskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Lesbrigði og athugasemdir sums staðar á neðri spássíu, sumt á dönsku.

Uppruni og ferill

Uppruni
Handritið var skrifað í Svíþjóð. árið 1841.
Hluti IV ~ AM 403 IV fol.
(1r-22r)
Gunnlaugs saga ormstungu
Titill í handriti

„Saga þeirra Hrafns og Gunnlaugs ormstungu eftir því sem sagt hefir Ari prestur enn fróði Þorgilsson, er mestur fræðimaður hefir verið á Íslandi á landnámssögur og forna fræði.“

Upphaf

Þorsteinn hét maður. Hann var Egilsson …

Niðurlag

„… þótti öllum mikið fráfall Helgu, sem von var að og lýkur þar nú sögunni.“

Vensl

Uppskrift eftir NKS 1750 4to með samanburði við Stokkhólmshandritið.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii + 22 blöð (400 mm x 250 mm). Bl. 22v er autt.
Tölusetning blaða

Handritið er blaðsíðumerkt 1-43.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 280-305 mm x 160 mm.
 • Línufjöldi er ca 30-34.

Skrifarar og skrift

Með hendi Konráðs Gíslasonar, sprettskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Lesbrigði og athugasemdir á spássíum og neðanmáls, sumt á dönsku.

Uppruni og ferill

Uppruni
Handritið var skrifað í Svíþjóð. árið 1841.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
« »