Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 339 fol.

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Grágás; Ísland, 1640-1660

Nafn
Ormur Daðason 
Fæddur
1. ágúst 1684 
Dáinn
1. júní 1744 
Starf
Sýslumaður 
Hlutverk
Eigandi; Höfundur; Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Hákon Ormsson 
Fæddur
1614 
Dáinn
13. nóvember 1656 
Starf
Sýslumaður 
Hlutverk
Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Drífa Kristín Þrastardóttir 
Fædd
2. júní 1976 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þuríður Ósk Sigurbjörnsdóttir 
Fædd
4. apríl 1997 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar

Innihald

(1r-115v)
Grágás
Aths.

Uppskriftin nær frá Þingskapaþætti til „at tengdum“ í Vígslóða.

Skipting efnisins er óvenjuleg sem og sum kaflaheitin.

Á bl. 1v eru nokkrar athugagreinar um Úlfljót og eldri lögsögumenn.

Á bl. 1 bis er titillinn: „Grä-Gaas“.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Kanna með einu handfangi 1 // Ekkert mótmerki ( 1 , 3-5 , 7-8 , 10 , 12 , 15 , 17 , 25 , 27 , 33 , 37 , 38-39 , 47-48 , 51-53 , 56-57 , 61 , 74 , 82 , 90-91 , 94 , 96 , 105bis , 111-112 ).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Kanna með einu handfangi 2 // Ekkert mótmerki ( 14bis , 16 , 26 , 28-31 , 40 , 55 , 62-63 , 65 , 73 , 75-76 , 81 , 83-84 , 89 , 92 , 98 , 100-102 , 104 , 108 ).

Blaðfjöldi
115 blöð (296 mm x 203 mm).
Tölusetning blaða

Blaðmerkt 2-110, en hlaupið yfir bl. 1-1 ter, 14 bis, 21 bis og 105 bis.

Ástand

Handritið hefur skemmst af raka.

Umbrot

Aðeins skrifað á versósíður, að bl. 102-110 undanteknum.

Skrifarar og skrift
Nótur

Nótur á bókfelli í bandi.

Band

Spjöld og kjölur klædd bókfelli úr latnesku helgisiðahandriti með nótum.

Fylgigögn

  • Bréf (í afriti?) frá Ormi Daðasyni til Árna Magnússonar frá árinu 1727.
  • Einn seðill (159 mm x 104 mm) með hendi Árna Magnússonar: „Þórði Jónssyni tilskrifað (1698) mér hafa í hendur borist frá Íslandi nokkur lemmata yfir bálka nokkra og þeirra capita úr Grágás með þessari notitia þar hjá: Þessi þáttanöfn segist Björn Jónsson [á] Undirfelli hafa uppskrifað 1673 úr þeim blöðum er hann léði Birni sálugum Gíslasyni. Þau hafði skrifað Snorri Þórðarson (úr Kjós) eftir bók Brynjólfs í Lóni. Blöð Björns eru í Bæ ennþá [?] og fannst ei. Um þetta gæti ég gjarnan frekari vissu haft ef fengist.“

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað af Hákoni Ormssyni og tímasett til um 1650 í Katalog I, bls. 277.

Ferill

Ormur Daðason seldi Árna Magnússyni handritið í hendur með bréfi frá 1727, sem fest er fremst í handritið. Hann hafði þá nýlega fundið það í Saurbæ á Rauðasandi.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 6. júlí 1973.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I, bls. 277 (nr. 497). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í janúar 1886. DKÞ skráði 27. ágúst 2001. ÞÓS skráði 8. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gömul viðgerð á fremsta og aftasta blaði.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Merete Geert Andersen„Colligere fragmenta, ne pereant“, s. 1-35
« »