Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 265 fol.

Skoða myndir

Alþingisdómur frá 1634; Ísland, 1634

Nafn
Jón Daðason 
Fæddur
1606 
Dáinn
13. janúar 1676 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Höfundur; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þuríður Ósk Sigurbjörnsdóttir 
Fædd
4. apríl 1997 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Drífa Kristín Þrastardóttir 
Fædd
2. júní 1976 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r)
Alþingisdómur frá 1634
Titill í handriti

„Alþingisdómur Anno 1634“

Upphaf

Öllum mönnum sem þetta bréf sjá eður heyra …

Aths.

Bréfið varðar yfirlýsingu um sjálfræði hins 19 ára Hákonar Bjarnasonar í Bakkarholti, en séra Jón Daðason hefur keypt þá jörð síðar eða 1663, sbr. bl. 18r-19r.

Efnisorð
2(2r-3r)
Reglur um jarðakaup
Höfundur
Titill í handriti

„Apologia. Um öll mín jarðakaup. Anno Domini 1665“

Upphaf

Virðulegir herrar, höfðingjar og heiðursmenn …

Efnisorð
3(4r-63r)
Eignaskjalabók séra Jóns Daðasonar
Aths.

Frumrit af dómum, kaupbréfum og fleiri skjölum varðandi jarðaviðskipti Jóns Daðasonar, prests á Arnarbæli, frá árunum 1649-1676.

Registur fyrir bréfunum er á bl. 59v-60r.

Þar fyrir aftan er hjúskaparsáttmáli frá 1676 og lagakaup.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki // Ekkert mótmerki (fastur seðill fremst í handriti, fyrir ÁM).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Stórt skjaldarmerki skipt niður í fjóra hluta, fjaðraskúfur að ofan // Ekkert mótmerki ( 1 , 52-54 , 58-59 ).

Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Þrír smárar með stilkum og bókstöfum DT í tvöföldum hring // Ekkert mótmerki ( 5-7 , 18-20 , 22 , 26-35 , 39 ).

Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Brenninetla // Ekkert mótmerki ( 40-42? , 44 , 61? ).

Vatnsmerki 5. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam 1, fangamark CF? TC? ( 50 , 53 , 56 ) // Mótmerki: Fangamark MPB 1 ( 48 , 51 , 54 , 57 ).

Vatnsmerki 6. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam 2 ( 55 ) // Mótmerki: Fangamark MPB 2 ( 49 ).

(vatnsmerki greinilegt t.d. á bl. 5).
Blaðfjöldi
i + 63 blöð (330 mm x 200 mm). Auð blöð: 1v, 3v, 5r-v, 9v, 15v, 48v, 52v-53r, 57v, 59r, 60v, 62v og 63v.
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar 1-63.

Ástand

Bleksmitun er nokkur og leturflötur hefur sums staðar dökknað.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 255-270 mm x 155-160 mm.
  • Línufjöldi er um 36-40 þar sem blöð eru fullskrifuð.

Skrifarar og skrift

Með hendi Jóns Daðasonar, kansellíbrotaskrift. Bl. 61r-62r eru þó með annarri hendi.

Band

Band frá árunum 1772-1780 (337 mm x 206 mm x 18 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír, blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

Seðill (40 mm x 97) mm límdur framan á saurblað þar sem skrifað stendur: „Þessa bók á ég Árne Magnússon“.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 17. aldar í Katalog I, bls. 240, en skjölin eru dagsett árin 1634-1676.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 12. september 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Jón VestmannFrá Selvogi. Vísur síra Jóns Vestmanns um Strandarkirkju. Kveðnar 1843, ed. Jón Þorkelsson1918-1920; 1: s. 311-345
« »