Skráningarfærsla handrits
AM 181 d fol.
Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt
Ectors saga; Ísland, 1640-1660
Innihald
Ectors saga
„Hier Byriar He|ctors saugu ok hanz | kappa“
Bl. 9r skilið eftir autt að mestu til að tákna eyðu í texta.
Lýsing á handriti
Pappír með vatnsmerkjum.
Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð með 7 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir // Ekkert mótmerki (fastur seðill fremst í handriti).
Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Skjaldarmerki með sverðlilju og kórónu efst // Ekkert mótmerki ( 1-3 , 8-9 , 11 , 14 ).
Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Óflokkanlegt vatnsmerki // Ekkert mótmerki ( 15 ).
Upprunaleg blaðmerking 402-416.
- Tvídálka.
- Eyður fyrir upphafsstafi.
Athugasemd með hendi Árna Magnússonar á efri spássíu bl. 1r: „Scripta olim ex Membrana qvæ hodie [1692] ſervatur penes Arnam Magnæum.“
Band frá 1982.
Seðill með hendi Árna Magnússonar.
Uppruni og ferill
Tímasett til um 1650 í Katalog I, bls. 151. Var áður hluti af stærri bók sem samkvæmt Jóni Sigurðssyni var skrifuð um 1640-1650 og innihélt einnig AM 181 a-c fol., AM 181 e-h fol. og AM 181 k-l fol. (sbr. JS 409 4to). Að auki voru í bókinni Elis saga, Flóvents saga og Jarlmanns saga, sem ekki er nú að finna í neinu þessara handrita (sbr. AM 477 fol.).
Bókin sem handritið tilheyrði var í eigu Þorsteins Björnssonar prests á Útskálum og síðar Sigurðs Björnssonar lögmanns (sbr. JS 409 4to).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 5. október 1995.
Aðrar upplýsingar
Viðgert og bundið í mars til júní 1982. Eldra band fylgir. Lýsing á ljósmyndun og viðgerð ásamt skrá um kveraskiptingu fylgdi frá Kaupmannahöfn.
Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling | ed. Kristian Kålund | ||
Hemings þáttr Áslákssonar, | ed. Gillian Fellows Jensen | 1962; 3 | |
Agnete Loth | „Småstykker 6-8“, | s. 363-366 | |
Agnete Loth | „Introduction“, Fornaldarsagas and late medieval romances AM 586 4to and AM 589 a-f 4to, Early Icelandic manuscripts in facsimile | 1977; 11 | |
Peter Springborg | Antiqvæ Historiæ Lepores - om renæssancen i den islandske håndskriftproduktion i 1600-tallet, | 1977; 8: s. 53-89 |