Skráningarfærsla handrits
AM 171 a fol.
Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt
Sögubók; Ísland, 1650-1699
Innihald
Sörla saga sterka
„Hér byrjast sagan Sörla hins sterka og er svo hljóðandi sem eftir fylgir“
„Í þann tíma sem Hálfdan konungur Brönufóstri …“
„… gjörði hann hertuga.“
„Úti er þessi saga af Sörla hinum sterka.“
Vísa um Sörla sögu
„Saga enduð sýnist mér / af Sörla hinum sterka / lýðir sjá hún lofsverð er / sökum lista frægðarverka.“
Vísan er með hendi skrifara.
Sturlaugs saga starfsama
„Sagan af Sturlaugi hinum starfsama“
„Haraldur hét kóngur einn er réð fyrir Noregi …“
„… en Rögnvaldur varði ríki Sturlaugs.“
„Endast hér sagan af Sturlaugi starfsama.“
Lýsing á handriti
Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með bleki efst í hægra horni 1-18.
Þrjú kver.
- Kver I: bl. 1-6, 3 tvinn.
- Kver II: bl. 7-14, 4 tvinn.
- Kver III: bl. 15-18, 2 tvinn.
Handritið er nokkuð skítugt og blettótt en texti virðist vera óskertur víðast hvar. Þó skerða blettir texta á bl. 15r og 18r.
- Eindálka.
- Leturflötur er ca 265-275 mm x 160-165 mm.
- Línufjöldi er 46-51.
- Síðutitlar.
- Griporð.
Með ýmsum höndum, fljótaskrift.
Pennaflúraðir upphafsstafir á bl. 1r, 8v, 11v (einn blekfylltur og annar með andlitsteikningu, 12r, 12v (með andlitsteikningu), 13v (stærstur og tilkomumestur), 17r, 18r.
Línufyllingar á bl. 2r, 3r-v, 6v, 7r.
Ígildi bókahnúts á bl. 11r.
Spássíugreinar á bl. 15v, líklega með hendi skrifara.
Band frá 1983 (310 mm x 214 mm x 13 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.
Gamalt band frá árunum 1772-1780. Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.
Uppruni og ferill
Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til síðari hluta 17. aldar í Katalog I, bls. 141.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 10. október 1983.
Aðrar upplýsingar
- ÞS skráði samkvæmt TEI P5 6. desember 2009.
- DKÞ færði inn grunnupplýsingar 2. apríl 2001.
- Kålund gekk frá handritinu til skráningar 9. janúar 1886 (sjá Katalog I 1889:141 (nr. 254).).
Viðgert og bundið 1983.
Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling | ed. Kristian Kålund | ||
Silvia V. Hufnagel | Sörla saga sterka : studies in the transmission of a fornaldarsaga | ||
Fornaldar sögur Norðrlanda III. | ed. C. C. Rafn |