Skráningarfærsla handrits
AM 163 s fol.
Skoða myndirBandamanna saga; Ísland, 1675-1700
Innihald
Bandamanna saga
„Hér byrjar Bandamanna sögu.“
„Ófeigur hét maður er bjó í Miðfirði …“
„… hélst vinátta þeirra feðga með góðri frændsemi á meðan þeir lifðu báðir.“
„Og lýkur svo Bandamanna sögu, og lýkur svo Bandamanna sögu (!). Endir.“
Niðurlag sögunnar er síðari viðbót; við skiptingu handritsins hefur blaðið sem texti niðurlagsins var á fylgt með upphafshluta næstu sögu (sjá: Uppruni, Spássíugreinar og aðrar viðbætur).
Íslenska
Lýsing á handriti
- Blaðsíðumerking með svörtu bleki (hægra horn efst): 1-13.
- Blaðmerking með rauðu bleki (efst fyrir miðju): 1-7.
Eitt kver. Saurblöð eru hluti af bandinu.
- Kver I: saurblað + blöð 1-7 + saurblað: 4 tvinn + 1 innskotsblað (milli blaðs 6v og aftara saurblaðs).
- Eindálka.
- Leturflötur er ca 250-255 mm x 145-150 mm.
- Línufjöldi ca 39-41.
- Síðutitlar ná yfir eina opnu sbr. t.d. 1v-2r þar sem ritað er „Banda“ á blað 1v og „manna saga“ á blað 3r.
- Með hendi Þórðar Þórðarsonar . Kansellískrift
- Viðbót á blaði 7r með annarri hendi.
Stór skrautstafur (O) á blaði 1r.
- Efri helmingur blaðs 7v er skrifaður síðar fyrir Árna Magnússon.
- Safnmark og upplýsingar um eldri skráningu er skrifað með hendi Kålunds á fremra band verso.
Band (290 mm x 192 mm x 6 mm) er frá 1880-1920.
- Spjöld eru klædd bláyrjóttum pappír. Strigi er á kili og hornum .
Uppruni og ferill
Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til loka 17. aldar í Katalog I, bls. 132. Það var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 159 fol., AM 163 f fol., AM 163 g fol. og líklega AM 164 e fol.
Bókina sem handritið var tekið úr fékk Árni Magnússon frá sr. Guðmundi Jónssyni á Helgafelli (sbr. seðil í t.d. AM 163 f fol.).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 23. október 1974.
Aðrar upplýsingar
Kålund gekk frá handritinu til skráningar 22. desember 1885 í Katalog I; bls. 132 (nr. 221), DKÞ grunnskráði 30. október 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 6. janúar 2009; lagfærði í nóvember 2010.
Bundið á árunum 1880-1920.
- Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling | ed. Kristian Kålund | ||
Bandamannasaga med Oddsþáttr. Ölkofra þáttr, | ed. Finnur Jónsson | 1933; 57 | |
Desmond Slay | The manuscripts of Hrólfs saga kraka, | 1960; XXIV |