Skráningarfærsla handrits
AM 157 c fol.
Skoða myndirBárðar saga Snæfellsáss; NO, 1690-1697
Innihald
Bárðar saga Snæfellsáss
„Sagan af Bárði Snæfellsás“
„Dumbur hefur kóngur heitið …“
„… Ei er getið að Gestur hafi nokkurt barn átt.“
„Lýkur þar sögu Bárðar Snæfellsáss og Gests sonar hans.“
Lýsing á handriti
- Upprunaleg blaðsíðumerking 1-44.
Þrjú kver.
- Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
- Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
- Kver III: blöð 17-22, 3 tvinn.
- Með hendi Ásgeirs Jónssonar; kansellískrift.
- Skreyttur upphafsstafur í fyrirsögn og í upphafi texta á blaði 1r.
- Spássíugreinar og leiðréttingar Þormóðs Torfasonar og Jóns Sigurðssonar (sbr. blöð 5v og 6r og á fleiri blöðum).
Pappaband (320 mm x 217 mm x 8 mm) frá 1772-1780. Blár safnmarksmiði á kili.
Innanverð spjaldblöð eru klædd blöðum úr prentaðri bók.
Uppruni og ferill
Handritið var skrifað í Noregi (Stangarlandi) og er tímasett frá ársbyrjun 1690 til vors 1697 í umfjöllun Más Jónssonar um skrifarann Ásgeir Jónsson (sbr. Már Jónsson 2009: 282-297) en til um 1700 í Katalog I, bls. 109. Virkt skriftartímabil skrifara var ca 1686-1707.
Það er uppskrift eftir pappírshandriti í Konungsbókhlöðu (sbr. AM 435 b 4to, blað 7r).
Handritið var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 149 fol., AM 157 g fol., AM 157 a fol., AM 154 fol., AM 140 fol., AM 157 e fol., AM 164 k fol., AM 150 fol., AM 770 a 4to og AM 157 d fol. (sbr. AM 435 b 4to, blöð 6v-7r).
Bókin sem handritið tilheyrði var nr. XIV fol. í safni Þormóðs Torfasonar. Árni Magnússon fékk hana frá ekkju Þormóðs árið 1720 og tók í sundur (sbr. AM 435 b 4to, blöð 6v-7r).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 2. apríl 1974.
Aðrar upplýsingar
Kålund gekk frá handritinu til skráningar 3. desember 1885, Katalog I; bls. 109 (nr. 188), DKÞ skráði 28. september 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 2. desember 2008; lagfærði í nóvember 2010.
Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780.
- Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling | ed. Kristian Kålund | ||
Már Jónsson | „Skrifarinn Ásgeir Jónsson frá Gullberaströnd í Lundarreykjadal“, Heimtur: Ritgerðir til heiðurs Gunnari Karlssyni sjötugum | ed. Guðmundur Jónsson, ed. Helgi Skúli Kjartansson, ed. Vésteinn Ólason | 2009; s. 282-297 |