Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 156 fol.

Skoða myndir

Sögubók; Ísland, 1625-1672

Nafn
Jón Erlendsson 
Dáinn
1. ágúst 1672 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
LATIN SMALL LETTER O WITH CURLLATIN SMALL LETTER O WITH CURL

[Special character shown similar to its original form.]

Nafn
Jón Þorláksson 
Fæddur
1643 
Dáinn
1712 
Starf
Sýslumaður 
Hlutverk
Skrifari; Höfundur; Ljóðskáld; Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Drífa Kristín Þrastardóttir 
Fædd
2. júní 1976 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þuríður Ósk Sigurbjörnsdóttir 
Fædd
4. apríl 1997 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1v-7v (bls.1-13))
Þorsteins saga hvíta
Titill í handriti

„Saga af Þorsteini hvíta. 1. kapituli.“

Upphaf

Maður hét Ölver hinn hvíti …

Niðurlag

„… og varð úr fullur fjandskapur sem segir í Vopnfirðinga sögu. “

Baktitill

„Og lýkur hér sögu Þorsteins hins hvíta.“

Aths.

 • Krassað hefur verið yfir niðurlag annarrar sögu á blaði 1r. Blað 1bis (1 a) hefur verið límt yfir krassið en síðan losað frá.

2(7v (13))
Þorsteins þáttur Austfirðings
Titill í handriti

„Af Þorsteini Austfirðingi.“

Aths.

Krassað hefur verið yfir upphaf sögunnar á blaði 7v og blaðið 7bis sem áður var límt yfir textann hefur verið losað frá.

3(8r-12v)
Þorsteins þáttur stangarhöggs
Titill í handriti

„Af Þorsteini stangarhögg.“

Upphaf

Maður hét Þórarinn er bjó í Sunnudal, gamall maður og sjónlítill.

Niðurlag

„Og lýkur þar að segja frá Þorsteini stangarhögg.“

Aths.

Krassað er yfir upptalningu neðst á blaði 12v. Blað 12bis, ónúmeraður blaðbútur aftan við blað 12v hefur upphaflega verið límdur yfir krotið en losaður frá.

4(13r-28r)
Hrafnkels saga Freysgoða
Titill í handriti

„Hér byrjar Hrafnkels sögu. 1. kapituli.“

Upphaf

[Þ]að var á dögum Haralds konungs hins hárfagra

Niðurlag

„og þóttu miklir menn fyrir sér og lýkur þar frá Hrafnkeli að segja.“

Aths.

Blað 28v er autt.

5(29r-35v)
Gunnars þáttur Þiðrandabana
Titill í handriti

„Saga Gunnars Þiðrandabana. 1. kapituli.“

Upphaf

Ketill hét maður

Niðurlag

„og var hann í Noregi til elli æfi sinnar.“

Baktitill

„ Og lýkur hér sögu Gunnars Þiðrandabana.“

6(36r-48v)
Gunnars saga Keldugnúpsfífls
Titill í handriti

„Saga af Gunnari Keldugnúpsfífli. 1. kapituli.“

Upphaf

Þorgrímur hét maður og átti tvo sonu

Niðurlag

„Þótti það allt vera miklir menn fyrir sér. Og lýkur þar þessari sögu.“

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Akkeri // Ekkert mótmerki ( 1a , akkerið er á saurblaði fremst í handriti).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Bær með þremur turnum og fangamarki HB // Ekkert mótmerki ( 2 , 4 , 6 , 8 , 10 , 12 , 20-22 , 26 , 29-32 , 40 , 42-43 , 45 , 47 ).

Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Kanna // Ekkert mótmerki ( 14 , 16 , 18 , 24 , 38 , 44 ).

Blaðfjöldi
i + 52 + i blöð (295 mm x 193 mm), þar með talin blöð: 1bis, 7bis og 12bis; blöð 28v og 49 eru auð.
Tölusetning blaða

 • Blaðsíðumerking: 1-93.

 • Síðari tíma blaðmerking með blýanti: 1-49.

Kveraskipan

Sjö kver:

 • Kver I: blöð 1, 1bis-6; 3 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver II: blöð 7, 7bis-12, 12 bis; 2 tvinn + 4 stök blöð.
 • Kver III: blöð 13-20; 3 tvinn.
 • Kver IV: blöð 21-28; 4 tvinn.
 • Kver V: blöð 29-35; 3 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver VI: blöð 36-43; 4 tvinn.
 • Kver VII: blöð 44-49; 3 tvinn.

Ástand

 • Krassað er yfir texta á blöðum 1r, 7v og 12v og yfir krassið hafa verið límd pappírsblöð sem losuð hafa verið frá.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 240 mm x 140 mm.
 • Línufjöldi er ca 25-28.
 • Síðutitlar.
 • Sögurnar eru kaflaskiptar fyrir utan Þorsteins þátt stangarhöggs.
 • Sögur enda í totu (sjá t.d. 12v).
 • Griporð eru á blöðum 6v, 20v og 43v.

Skrifarar og skrift

Nótur

>Nótur á bókfelli í gömlu bandi.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Leiðréttingar Árna Magnússonar á nöfnum o.fl. eru á nokkrum stöðum í Þorsteins sögu hvíta (sjá t.d. 7r) og Gunnars þætti Þiðrandabana (sjá 29r).
 • Lesbrigði með hendi Árna Magnússonar eru á spássíu blaðs 30r.
 • Spássíugrein á blaði 38r, er skert vegna afskurðar.

Band

Band (300 mm x 220 mm x 23 mm) er frá 1970. Spjöld eru klædd fínofnum striga. Grófari strigi er á kili og hornum.

Saurblöð fylgja þessu bandi.

Band frá 1700-1730. Spjöld og kjölur klædd bókfelli úr latnesku helgisiðahandriti með nótum (nú í Acc 7).

Fylgigögn

 • Seðill (202 mm x 129 mm) með hendi Árna Magnússonar: „J þessare bok eru: saga Þorsteins hvita _ _ pag. 1. af Þorsteine stangarhoggs _ _ 14. Hrafnkels saga Freysgoda _ _ 24. Gunnars saga Þidranda bana _ _ 54. Gunnars saga Kelldugnups fifls _ 68. [neðst á seðlinum:] Allar med hendi Sr Jons Erlends sonar i Villinga hollte. Ur bok sem eg feck frä Jone Thorlakssyne.“

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar í Katalog I, bls. 108, en virkt skriftartímabil Jóns Erlendssonar var ca 1625-1672. Það er skrifað eftir skinnhandriti; að mestu er um sama texta að ræða og í AM 144 fol.

Handritið var áður hluti af stærri bók (sbr. seðil). Í þeirri bók voru einnig a.m.k. AM 1 a fol., AM 9 fol., AM 139 fol., AM 169 a fol., AM 169 b fol. og AM 169 d fol., AM 192 fol. og AM 202 b fol.

Ferill

Bókina sem handritið tilheyrði fékk Árni Magnússon frá Jóni Þorlákssyni sýslumanni (sbr.seðill).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 27. júní 1973.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 19. ágúst 1885, Katalog I; bls. 108 (nr. 185), DKÞ færði inn grunnupplýsingar 20. júní 2002, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 27. nóvember 2008; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði 19. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í apríl 1970.

Bundið á árunum 1700-1730.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Merete Geert Andersen„Colligere fragmenta, ne pereant“, s. 1-35
Peter Foote„Skömm er óhófs ævi. On Glaucia, Hrafnkell and others“, Kreddur2005; s. 128-143
Gísli SigurðssonTúlkun Íslendingasagna í ljósi munnlegrar hefðar : tilgáta um aðferð, 2002; 56: s. xvii, 384
Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í HítardalÆttartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Hreinn BenediktssonLinguistic studies, historical and comparative
Austfirðinga sögur, ed. Jakob Jakobsen1902-1903; 29
Kjalnesinga saga. Jökuls þáttr Búasonar. Víglundar saga. Króka-Refs saga. Þórðar saga hreðu. Finnboga saga. Gunnars saga Keldugnúpsfífls, ed. Jóhannes Halldórsson1959; 14
Austfirðinga sögur, ed. Jón Jóhannesson1950; 9
Tommy Kuusela„”Den som rider på Freyfaxi ska dö”. Freyfaxis död och rituell nedstörtning av hästar för stup“, Scripta Islandica2015; 66: s. 77–99
Emily Lethbridge„„Hvorki glansar gull á mér/né glæstir stafir í línum“. : some observations on Íslendingasögur manuscripts and the case of Njáls saga“, Arkiv för nordisk filologi2014; 129: s. 53-89
Stefán Karlsson„Aldur Fljótsdæla sögu“, Sagnaþing helgað Jónasi Kristjánssyni sjötugum 10. apríl 19941994; s. 743-759
Stefán Karlsson„Aldur Fljótsdæla sögu“, Stafkrókar : ritgerðir eftir Stefán Karlsson gefnar út í tilefni sjötugsafmælis hans 2. desember 1998, 2000; 79: s. 119-134
« »