Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 132 fol.

Sögubók, 1330-1370

Athugasemd
Möðruvallabók er sagnahandrit sem inniheldur 11 Íslendingasögur. Hún dregur nafn sitt af spássíuathugasemd sem staðsetur hana á Möðruvöllum í Hörgárdal 3. maí 1628.
Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-61r)
Njáls saga
Upphaf

Mörður hét maður …

Niðurlag

… hefir verið einn hver í þeirri ætt.

Baktitill

og lýk ég þar Brennu-Njáls sögu.

Athugasemd

Upphaf sögunnar er síðari tíma eyðufylling.

2 (62v-99r)
Egils saga Skallagrímssonar
Titill í handriti

Hér hefir upp Egils sögu

Upphaf

Úlfur hét maður son Bjálfa og Hallberu …

Niðurlag

… Skúli hafði átt í víking vij. orrustur.

Athugasemd

Á bl. 99v hefur upphaf Arinbjarnarkviðu verið skrifað með yngri hendi en er nú útmáð.

3 (100r-114r)
Finnboga saga ramma
Upphaf

Ásbjörn hét maður …

Niðurlag

… og þóttu allir mikilhæfir menn

Baktitill

og lýk eg þar Finnboga sögu.

4 (114r-120v)
Bandamanna saga
Titill í handriti

Saga Ófeigs bandakarls

Upphaf

Ófeigur hét maður er bjó vestur i Miðfirði …

Niðurlag

… með góðri frændsemi og lýkur þar þessari sögu.

5 (120v-129r)
Kormáks saga
Titill í handriti

Kormáks saga

Upphaf

Haraldur konungur hinn hárfagri réð fyrir Noregi …

Niðurlag

… og var lengi í víkingu. Og lýkr þar sögu þessi.

6 (129r-141v)
Víga-Glúms saga
Titill í handriti

Hér hefur Víga-Glúms sögu

Upphaf

Ingialdur hét maður son Helga hins magra …

Niðurlag

… hér á landi.

Baktitill

Og lýkur þar sögu Glúms.

7 (141v-147v)
Droplaugarsona saga
Titill í handriti

Af Katli

Upphaf

Ketill hét maður kallaður þrym …

Niðurlag

… er Þangbrandur prestur kom til Íslands fell Helgi Droplaugarson.

8 (147v-149v)
Ölkofra þáttur
Titill í handriti

Ölkofra saga

Upphaf

Þórhallur hét maður …

Niðurlag

… meðan þeir lifðu.

Baktitill

og lýkur þar sögu Ölkofra.

9 (149v-156r)
Hallfreðar saga
Titill í handriti

Hallfreðar saga

Upphaf

Þorvaldur hét maður …

Niðurlag

… er margt manna frá honum komið.

Baktitill

Og lýkur hér sögu Hallfreðar.

10 (156r-198r)
Laxdæla saga
Titill í handriti

Laxdæla saga

Upphaf

Ketill flatnefur hét maður …

Niðurlag

… og höfum vér ei heyrt þá sögu lengri.

11 (198r-201v)
Fóstbræðra saga
Titill í handriti

Saga Þormóðar og Þorgeirs

Upphaf

Á dögum hins helga Ólafs konungs …

Niðurlag

… lagði og …

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 200 + i (335 mm x 240 mm). Bl. 62r upprunalega autt.
Tölusetning blaða

Blaðmerkt er 1-201 á rektósíðum með yngri hendi. Blaðstúfurinn 8bis var ekki talinn með. Hlaupið var yfir bl. 10 og 19. Blað 18 var merkt 20 og bl. 20 var merkt 18. Ekkert bl. vantar á milli 17 og 18, svo blað 20, sem er yngri viðbót á betur heima á eftir bl. 18 en á undan. Enn yngri hendi blaðmerkti með rauðu.

Kveraskipan

Upprunalega voru í Möðruvallabók 26 kver 8 blaða, þ.e. 16 bls. eða 32 dálkar. Fyrsta upprunalega kverið er týnt en í stað þess eru tvö kver frá 17. öld. Í því fyrra eru 5 blöð en af þeim eru aðeins 3 í fólíóstærð (bl. 5, 8, og 9v). Bl. 6 og 7 eru mjórri og hafa aðeins einn dálk. Í kveri IV er bætt við einu blaði (30), í kveri X eru 6 bl. (yzta legg vantar), í kveri XV eru fyrsta og síðasta bl. laus og óvíst hvort þau hafa myndað legg. (Sigurjón P. Ísaksson, Magnús Björnsson og Möðruvallabók (1994) og Andrea de Leeuw van Weenen, A grammar of Möðruvallabók (2000)).

Umbrot

  • Tvídálka.
  • Línufjöldi er 41-42.
  • Við upphaf 10 af hinum 11 sögum er skorið eins konar bókmerki lóðrétt í skinnið og strimill þræddur í raufarnar gæti gefið til kynna hvar ætti að opna bókina. Á bl. 78 er önnur gerð bókmerkis, þ.e. mjór skinnstrimill er skorinn laus meðfram brún blaðsins og lausa endanum hnýtt í rauf. E.t.v. hefur svo einnig verið á bl. 18 (sjá  Andrea de Leeuw van Weenen, A grammar of Möðruvallabók (2000).

Ástand

  • Handritið er að mestu vel varðveitt. Fremsta og aftasta síða eldri hluta þess eru fremur máðar.
  • Textinn á bl. 18v er útmáður og á bl. 21 mjög máður. Síðustu línur 156r ennfremur máðar.
  • Á bl. 28v hefur verið hresst upp á nokkrar línur með yngra bleki.
  • Ytri dálkar bl. 29 hafa verið skornir af.
  • Bl. 69v og 99v eru ólæsileg, einnig fyrstu fjórar línurnar á bl. 28v. Bl. 91v, 92r og 99r eru torlesin.
  • Rifa á bl. 102 og neðri hluta bl. 150. Bl. 159 og 167 hafa ennfremur rifur og spássía 158 er að hluta rifin af.
  • Letrið víða skýrt upp í Laxdæla sögu og það sem er útmáð sums staðar skrifað á spássíu.

Skrifarar og skrift

Ein aðalhönd óþekkts skrifara, textaskrift undir áhrifum frá léttiskrift. Önnur hönd á vísum í Egils sögu og enn önnur á fyrirsögnum. Óvíst er hvort upphafsstafir eru einnig með þessari hendi eða hvort skrifarinn er e.t.v. sá sami og sá sem skrifaði vísurnar.

Skreytingar

Á bl. 61r er einföld teikning af hengdum manni.

Á bl. 61v og 62r á milli Njálu og Eglu eru nokkrar teikningar og krot.

Á bl. 61v er mynd af tveimur mönnum að berjast og meðfylgjandi texti: Hér berjast þeir Egill Skallagrímsson og Ljótur inn bleiki.

Á bl. 62r er óskýr mynd af manni með atgeir í hendi?.

Á bl. 80r eru rissaðar upp tvær verur.

Á bl. 87v er mynd af litlu mannshöfði hálfsköllóttu með skegg. Sjálfsagt er hér komið höfuð Egils, því myndin er við þann stað í textanum þar sem Egill lýsir útliti sínu.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Fyrstu 11 blöð handritsins og bl. 20 og 30 eru 17. aldar eyðufyllingar á innskotsblöðum.

  • Á bl. 9 og bl. 20 og 30, sem eru sama kyns, er ýmislegt sem einnig er í handritinu sjálfu.
  • Bl. 9v endar á móðir Jórunnar var Álof. 10r (11r) hefst á: [Val]garðar hins grá var Úlfur aurgoði.

    Bl. 18r lýkur á orðunum nú mun eg lá(ta). Þar á eftir kemur bl. 20 úr viðbótinni sem hefst á þar gefið ostur og smjör. Hann beiddist og endar: enn ef yður þykir betra a[ð] vér séum. Bl. 21 hefst aftur með orðinu kost.

  • Af bl. 29 hefur ytri dálkur verið skorinn burt en þess í stað bætt inn blaði úr viðbótinni bl. 30, sem hefst á Rannveig mælti Fyrri munt þú bera hann og endar: svo mun oss þykja sagði jarl [eða hvað]. Bl. 29ra endar: Jarl mælti þú ert og bl. 29vb hefst á lögðu þeir þá að þeim.
  • Á bl. 62r er pennakrot og nokkrar illa dregnar fígúrur.

Band

Bókin er bundin í eikarspjöld (225 mm x 335 mm x 11 mm). Þau eru heldur lítil fyrir handritið og giskað er á að þau séu yngri en það. Bandið er opið í kjölinn. Kverin eru fest á fimm þvengi sem eru festir við spjöldin. Handritið var sett aftur í upprunalegt band af Anker Kyster árið 1928, en í lok 19. aldar var hún bundin í þrjú bindi en kverin lágu þá laus í tréspjöldunum.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var líklega skrifað á Möðruvöllum í Hörgárdal. Stefán Karlsson hefur með samanburðarrannsóknum sýnt fram á að handritið hafi verið skrifað á árunum 1330-1370, en í  Katalog I, bls. 94, er það tímasett til fyrri hluta 14. aldar. Rithönd aðalskrifara hefur fundist á a.m.k. sex öðrum handritum og handritabrotum, sem flest fjalla um kristileg efni. Líkur eru á að þau hafi verið skrifuð á Norðurlandi, e.t.v. helst í Eyjafjarðarsýslu. Þessi handrit eru: AM 642 a I δ 4to, AM 325 XI 2b 4to, AM 240 V fol., AM 573 4to, AM 220 I fol., Lbs frg. 5, AM 173 c 4to, AM 229 II fol.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið eftir Thomas Bartholin 1691, en hann hafði fengið það að gjöf frá Birni Magnússyni sýslumanni 1684 (sjá AM 435 a 4to, bl. 65v). Magnús Björnsson, lögmaður á Munkaþverá ritaði nafn sitt í handritið í stóru baðstofunni á Möðruvöllum á krossmessu vorið 1628 (bl. 18v). Eftir þeirri klausu var bókinni gefið nafn seint á 19. öld.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar tók við handritinu 16. júlí 1974.

Frá 11. nóvember 2024 til febrúar 2025 er handritið ekki aðgengilegt. Það er á sýningunni Heimur í orðum í Eddu.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • Yfirfarið af MJG 21. október 2024.
  • ÞS lagfærði samkvæmt reglum TEIP5 8. október 2009 og síðar.
  • ÓB skráði 31. ágúst 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar í 29. maí 1886 (sjá Katalog I 1889:95-96 (nr. 161)).
Myndir af handritinu

  • Ljósprentuð útgáfa Möðruvallabókar með inngangi efir Einar Ól. Sveinsson kom út hjá Munksgaard í Kaupmannahöfn árið 1933.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á NorS Sprogsamlinger í Kaupmannahöfn. 

Notaskrá

Höfundur: Loth, Agnethe
Titill: , Om nogle af Ásgeir Jónssons håndskrifter
Umfang: s. 207-212
Titill: Membrana Regia Deperdita,
Ritstjóri / Útgefandi: Loth, Agnete
Umfang: 5
Höfundur: Kjeldsen, Alex Speed
Titill: Bemærkninger til pronomenet sjá og dets middelalderlige historie, Opuscula XIII
Umfang: s. 243-287
Höfundur: Leeuw van Weenen, Andrea
Titill: A grammar of Möðruvallabók
Höfundur: Hansen, Anne Mette
Titill: , Om AM 687 D 4to : en dokumentationsrapport
Umfang: s. 219-233
Höfundur: Magerøy, Hallvard
Titill: , Studiar i Bandamanna saga: Kring gjerd-problemet
Umfang: XVIII
Höfundur: Kjeldsen, Alex Speed
Titill: Filologiske studier i kongesagahåndskriftet Morkinskinna,
Umfang: Supplementum 8
Titill: Hallfreðar saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Einarsson
Umfang: 64
Höfundur: Bjarni Einarsson
Titill: Litterære forudsætninger for Egils saga,
Umfang: 8
Höfundur: Bjarni Einarsson
Titill: Hallfreðar saga,
Umfang: 15
Höfundur: Bjarni Einarsson
Titill: Um Eglutexta Möðruvallabókar í 17du aldar eftirritum, Gripla
Umfang: 8
Titill: Egils saga Skallagrímssonar. Bind I. A-redaktionen,
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Einarsson
Umfang: 19
Titill: Fóstbræðra saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Björn K. Þórólfsson
Umfang: 49
Höfundur: Björn Karel Þórólfsson
Titill: Droplaugarsonasaga, Festskrift til Finnur Jónsson
Umfang: s. 45-66
Titill: Bevers saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Sanders, Christopher
Umfang: 51
Höfundur: Seip, Didrik Arup
Titill: Nordisk kultur, Palæografi. B. Norge og Island
Umfang: 28:B
Titill: Laxdæla saga. Halldórs þættir Snorrasonar. Stúfs þáttur,
Ritstjóri / Útgefandi: Einar Ól. Sveinsson
Umfang: 5
Höfundur: Einar Ól. Sveinsson
Titill: Skírnir, Um handrit Njálssögu
Umfang: 126
Höfundur: Einar Ól. Sveinsson
Titill: Studies in the manuscript tradition of Njálssaga,
Umfang: 13
Höfundur: Hansen, Finn
Titill: Forstærkende led i norrønt sprog, Arkiv för nordisk filologi
Umfang: 98
Titill: Egils saga Skallagrímssonar, tilligemed Egils större kvad,
Ritstjóri / Útgefandi: Finnur Jónsson
Umfang: 17
Höfundur: Finnur Jónsson
Titill: Versene i Hallfreðar saga, Arkiv för nordisk filologi
Umfang: 18
Höfundur: Finnur Jónsson
Titill: Þormóðr Kolbrúnarskáld,
Umfang: 7
Titill: Bandamannasaga med Oddsþáttr. Ölkofra þáttr,
Ritstjóri / Útgefandi: Finnur Jónsson
Umfang: 57
Höfundur: Finnur Jónsson
Titill: Arkiv för nordisk filologi, Harðar saga Grímkelssonar
Umfang: 51
Höfundur: Scott, Forrest S.
Titill: Eyrbyggja saga. The vellum tradition,
Umfang: 18
Höfundur: Lindblad, Gustaf
Titill: Studier i Codex Regius av äldre eddan
Höfundur: Guðvarður Már Gunnlaugsson
Titill: Sýnisbók íslenskrar skriftar
Höfundur: Guðrún Ingólfsdóttir
Titill: Skáldskaparmál, "Var eg ein um látin". Kvennatal í Laxdælu
Umfang: 4
Titill: Grettis saga Ásmundarsonar. Bandamanna saga. Odds þáttur Ófeigssonar,
Ritstjóri / Útgefandi: Guðni Jónsson
Umfang: 7
Titill: Bandamanna saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Mageröy, Hallvard
Umfang: 67
Höfundur: Haraldur Bernharðsson
Titill: Gripla, Þykkja og þykja. Hljóðbeygingarvíxl einfölduð
Umfang: 15
Höfundur: Haraldur Bernharðsson
Titill: Göróttur er drykkurinn. Fornmálsorð í nútímabúningi, Gripla
Umfang: 17
Titill: Eiríks saga víðförla,
Ritstjóri / Útgefandi: Jensen, Helle
Umfang: 29
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Titill: Brennu-Njáls saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Einar Ólafur Sveinsson
Umfang: XII
Höfundur: Jakob Benediktsson
Titill: Skírnir, Nokkur handritabrot
Umfang: 125
Titill: Austfirðinga sögur,
Ritstjóri / Útgefandi: Jakobsen, Jakob
Umfang: 29
Höfundur: Oresnik, Janes
Titill: Gripla, An Old Icelandic dialect feature: iæ for æ
Umfang: 5
Höfundur: McKinnell, John
Titill: , The reconstruction of Pseudo-Vatnshyrna
Umfang: s. 304-338
Höfundur: Louis-Jensen, Jonna
Titill: , To håndskrifter fra det nordvestlige Island
Umfang: s. 219-253
Höfundur: Jóhannes Bjarni Sigtryggsson
Titill: Hugleiðingar um stafréttar uppskriftir, Gripla
Umfang: 16
Höfundur: Jón Helgason
Titill: , Småstykker 1-10
Umfang: s. 350-361
Höfundur: Jón Helgason
Titill: , Syv sagablade (AM 162 C fol, bl. 1-7)
Umfang: s. 1-97
Höfundur: Jón Helgason
Titill: , Observations on some manuscripts of Egils saga
Umfang: s. 3-47
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Athuganir um nokkur handrit Egils sögu, Nordæla
Umfang: s. 110-148
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Njáls saga the Arna-Magnæan manuscript 468, 4to. (Reykjabók), Introduction
Umfang: s. V-XIX
Titill: Austfirðinga sögur,
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Jóhannesson
Umfang: 9
Titill: Eyfirðinga sögur,
Ritstjóri / Útgefandi: Jónas Kristjánsson
Umfang: 9
Höfundur: Jónas Kristjánsson
Titill: Um Fóstbræðrasögu,
Umfang: 1
Höfundur: Jónas Kristjánsson
Titill: Kveðskapur Egils Skallagrímssonar, Gripla
Umfang: 17
Höfundur: Jónas Kristjánsson
Titill: Tólf álna garn, Sagnalíf : sextán greinar um fornar bókmenntir,
Ritstjóri / Útgefandi: Þórður Ingi Guðjónsson
Umfang: 90
Höfundur: Jónas Kristjánsson
Titill: Kveðskapur Egils Skallagrímssonar, Sagnalíf : sextán greinar um fornar bókmenntir,
Ritstjóri / Útgefandi: Þórður Ingi Guðjónsson
Umfang: 90
Höfundur: Jón Þorkelsson
Titill: Islandske håndskrifter i England og Skotland, Arkiv för nordisk filologi
Umfang: 8 (Ny följd 4)
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Bek-Pedersen, Karen
Titill: Gripla, St Michael and the sons of Síðu-Hallur
Umfang: 23
Titill: Laxdæla saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Umfang: 19
Höfundur: Clunies Ross, Margaret
Titill: Creating the medieval saga, Verse and prose in Egils saga Skallagrímssonar
Umfang: s. 191-211
Höfundur: Margrét Eggertsdóttir
Titill: Góssið hans Árna, Langa Edda. Goð og gyðjur í máli og myndum
Umfang: s. 113-127
Titill: Sigurðar saga þögla. The shorter redaction
Ritstjóri / Útgefandi: Driscoll, Matthew James
Umfang: s. clxvi, 67 p.
Höfundur: Chesnutt, Michael
Titill: Egils saga Skallagrímssonar. Bind III. C- redaktionen,
Umfang: 21
Höfundur: Chesnutt, Michael
Titill: On the structure, format, and preservation of Möðruvallabók, Gripla
Umfang: 21
Höfundur: Males, Mikael
Titill: Egill och Kormákr - tradering och nydikting,
Umfang: 1
Titill: The Saga manuscript 9. 10. Aug. 4to in the Herzog August Library, Wolfenbüttel,
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Umfang: 3
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Gripla, Þetabrot Njálu og Gullskinna : systur eða sama konan?
Umfang: 28
Titill: Færeyinga saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Ólafur Halldórsson
Umfang: 30
Titill: Jóns saga Hólabyskups ens helga,
Ritstjóri / Útgefandi: Foote, Peter
Umfang: 14
Titill: Egils saga Skalla-Grímssonar,
Ritstjóri / Útgefandi: Nordal, Sigurður
Umfang: 2
Höfundur: Sigurgeir Steingrímsson
Titill: Stefán Karlsson dr. phil h.c. 2.12.1928-2.5.2006, Gripla
Umfang: 17
Höfundur: Sigurjón Páll Ísaksson
Titill: Saga, Magnús Björnsson og Möðruvallabók
Umfang: 32
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: , Um Vatnshyrnu
Umfang: s. 279-303
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Introduction, Sagas of Icelandic bishops. Fragments of eight manuscripts
Umfang: s. 9-61
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Gripla, Áttatáknun í Möðruvallabók (Samtíningur)
Umfang: 3
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Fagrlegr-farlegr-fallegr, Orð og tunga
Umfang: 6
Höfundur: Haugen, Susanne
Titill: Scripta Islandica, Kormaks saga
Umfang: 62
Höfundur: Svanhildur Óskarsdóttir-, Zeevaert, Ludger
Titill: Góssið hans Árna, Við upptök Njálu. Þormóðsbók - AM 162 B δ fol
Umfang: s. 161-169
Höfundur: Sverrir Tómasson
Titill: Er nýja textafræðin ný? Þankar um gamla fræðigrein, Gripla
Umfang: 13
Höfundur: Vogt, Walter Heinrich
Titill: Arkiv för nordisk filologi, Die Überlieferung der Hallfreðar saga
Umfang: 41
Höfundur: Heizmann, Wilhelm
Titill: , Kannte der Verfasser der Laxdæla saga Gregors des Großen Moralia in Iob?
Umfang: s. 194-207
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: , Grettisfærsla
Umfang: s. 49-77
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Skírnir, Morgunverk Guðrúnar Ósvífursdóttur
Umfang: 147
Höfundur: Þorbjörg Helgadóttir
Titill: Þrír skrifarar - þrjár mállýskur
Höfundur: Guðvarður Már Gunnlaugsson, Haukur Þorgeirsson, Þorgeir Sigurðsson
Titill: Ofan í sortann : Egils saga í Möðruvallabók, Gripla
Umfang: 24
Höfundur: Þorgeir Sigurðsson
Titill: Són, Arinbjarnarkviða : varðveisla
Umfang: 11
Höfundur: Þorgeir Sigurðsson
Titill: Arinbjarnarkviða, Gripla
Umfang: 25
Höfundur: Þorgeir Sigurðsson
Titill: Són, Hví skal eigi drepa Egil?
Umfang: 16
Lýsigögn
×

Lýsigögn