Skráningarfærsla handrits
AM 122 b fol.
Skoða myndirSturlunga saga Árna saga biskups Guðmundar saga biskups; Ísland, 1375-1399
Innihald
Nítján brot.
„… sýna hversu mikið göfugmenni …“
„ … og hið mesta stórmenni í skapi …“
Um helmingur ytri dálks er skorinn burt.
„… [giftu]maður og mun oft verða þinnar …“
„… þá er hann gekk inn í búðina …“
Nokkrir bókstafir meðfram jaðri innri spássíu eru skornir burt.
Blaðið er í plastvasa í bandinu.
„… Sæmundur hinn fróði átti… “
„… Snorri Þórðar[son] var faðir Þórðar…“
Blað 3v er illlæsilegt.
„… Einars fóstbróður …“
„… og spurði því hann gerði honum slíkan …“
Blað 4 er slitið og skemmt, innra horn að ofan er rifið af; það er laust í bandinu.
„… trau[sts] á menn með fégjöfum til liðveislu …“
„… við þeirri konu er Helga hét …“
„… en þá hélt maður á reipi hverju …“
„… hann biður Guðmund fara …“
„… og vildu [nauð]ga hann til sag[na] …“
„… og var heima nokkra stund …“
„… aðra fyrri og lofaði Guðmundur það …“
„… En ég skal velja mann til … “
Blaðið er laust í bandinu.
„… ger[ir] orð Kolbeini …“
„… um myrginn. Þá gengu …“
Einungis efri helmingur blaðs.
„Galt Þórður þá XI tigi .c.“
„Í engum ráðum eður vitorði verið með Ólafi.“
„… drengjum áheyrilig boð …“
„… Þórður Henriksson, Högni Halldórsson bö[ð] …“
Einungis innri dálkur.
„… [Ó]rækja var nú í Vatnsfirði …“
„… og höfðu látið skafa …“
Nokkrir bókstafir meðfram jaðri innri spássíu eru skornir burt.
Blaðið er í plastvasa í bandinu.
„… yfir landinu hafði hafði (!) Hákon konungur …“
„… til búðar. Tók Guðmundur …“
„… þá menn upp teknir …“
„… Eftir þetta fór Þuríður til … “
Einungis hluti innri dálks.
„… tóku þá meðal göngur …“
„… og margt kom við …“
Meginhluti ytri dálks er skorinn burt. Síðustu orðin eru næstum ólæsileg.
„… gengu þeir Þorgeir og Þorgils til laugar …“
„… og bað hann koma …“
„… vetri fyrr en þetta var … “
„… hjó hann með sverði í höfuðið …“
Blaðið er götótt og helmingur ytri dálks skorinn burt.>
„… komu til Þingeyra …“
„… nær LXXX … til ferðar …“
Hér og þar er skorið utan af ytri spássíu á blaði 20.
Einungis tvö brot eru eftir af blaði 21, þau eru í plastvasa í bandinu.
Það vantar rúmlega helming ofan af innri dálki á blaði 22, tæplega helming ofan af ytri dálki. Blaðið er fest á pappaspjald sem laust er í bandinu fyrir aftan plastvasa.
Einungis hluti af innri dálki á blaði 23 er eftir.
Blöð 20r-23v hafa verið notuð sem fatasnið.
„… [fra]man á brjóstið í bardaganum …“
„… vildi hann það eigi. Skildust … “
Einungis efri helmingur blaðs, mjög slitinn og dökkur.
Blaðið er í plastvasa í bandinu.
Þrjú brot.
„… Herra Magnús … hversu þau skildi …“
„… erkibiskups boðskap [Sneri] …“
„… á kistunni en hún var eigi um vættar höfga …“
„… svo að hann gaf eigi upp …“
Næstum allur ytri dálkur er skorinn burt.
„… [M]án[udaginn í] gagndögum lét hann …“
„… sneru öllum sínum lygðum og rang …“
Þrjú brot.
„… Hér fara margar sögur saman …“
„… Mér er svo mikil forvitni á að sjá …“
„… og hafði jafnan síðan hægra ráð en áður …“
„… Þorkell var faðir Barkar …“
Einungis ytri dálkur, vantar neðan af blaðinu.
„… [K]olbeinn átti hrút þann er gersimi var í … “
„… Hákon og Hildibrandur …“
Vantar neðan af blaðinu.
Lýsing á handriti
- Tvídálka.
- Með hendi Benedikts Brynjólfssonar (eða Björns Brynjólfssonar), textaskrift.
- Ein hönd (sbr. Stefán Karlsson: 1970; 2000 s. 120-40; 330-335).
- Spássíugreinar um eigendur og aðföng með hendi Árna Magnússonar á blöðum 4r, 8r, 10v, 17r, 19v og 27r (sjá um feril).
- Áritun um eiganda með hendi „SES“ á neðri spássíu á blaði 8r (sjá um feril). Nafn Steindórs Eggertssonar er á efri spássíu sama blaðs.
- Blaðsíðutöl úr AM 117-118 fol. og ártöl með hendi Árna Magnússonar á stöku stað.
- Skinnband frá 1957 (341 mm x 270 mm x 27 mm). Handritið liggur í öskju.
Á milli fremra saurblaðs verso og blaðs 1r í handriti eru átta miðar með upplýsingum um uppruna, feril og innihald. Sjö seðlanna eru með hendi Árna Magnússonar en sá fyrsti er undirritaður: „Guðbrandur.“
- 1) Blár fastur seðill sem festur er á móttak; undirritaður „12. desember. 62. Guðbrandur.“ Efst á seðli er safnmark handritsins.
Seðlar með hendi Árna Magnússonar. Tveir þeir fyrstu eru festir á umslag sem áður var í AM 122 a fol. Umslagið og þeir miðar sem á eftir fara eru fest sér á móttök.
- 2) Fastur seðill (118 mm x 79 mm): „Þetta blað úr Sturlunga sögu fékk ég í Svefneyjum á Breiðafirði um veturinn skammt fyrir jól 1723 meinast frá Flatey komið ásamt bókum fyrir það var utan um fyrir saurblað.“
- 3) Fastur seðill (193 mm x 112 mm): „Sturlunga sögu blöð þessi eru frá Magnúsi Arasyni til mín komin, en hann hefur þau fengið í Bíldudal hjá Árna Guðmundssyni og er þar ekkert meira.“
- 4) Fastur seðill (312 mm x 203 mm); gamalt umslag (1 tvinn) fest á móttak: „Tabula ma[?] fragu[m?] Jslandiæ (Sturlunga sögu) quod maximo Historiæ-Islandicæ damno, aulo auta nostra tempore (imo in pueritia nostra) in occidentali Jslandiam discerptum est et dissipatum. Codex olim fuet Gislasonis Jonæ da Reykjarfirði.“
- 5) Fastur seðill (35 mm x 93 mm), sem festur er á móttak. Á honum stendur: „frá captain Magnúsi Arasyni.“
- 6) Fastur seðill (195 mm x 139 mm, sem festur er á móttak. Á honum er greint frá 4 blöðum sem Árni hefur fengið frá Halldóri Pálssyni í Selárdal: „Úr Sturlunga sögu 4 blöð circiter. Komið til mín 1701 frá séra Halldóri Pálssyni í Selárdal. Eru eigi úr þeirri sem Þórður Steinþórsson átti og nú er hjá mér.“
- 7) Fastur seðill (176 mm x 119 mm), sem festur er á móttak. Á honum eru upplýsingar um hálft annað blað úr Árna sögu biskups: „Hálft annað blað úr Árna biskups sögu Þorlákssonar. Fengið 1715 frá monsieur Árna Daðasyni með hans bréfi dateruðu 1714.“
- 8) Blaðpar, eitt tvinn sem fest er á móttak; aðeins er skrifað fremst á það með hendi Árna Magnússonar en Guðbrandur Vigfússon á þar eina athugasemd.
Uppruni og ferill
Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til ca 1375-1400 (sbr. ONPRegistre, bls. 433), en til um 1400 í Katalog I, bls. 85.
Bókin sem blöðin tilheyrðu var hjá Árna Guðmundssyni á Bíldudal og var þar rifin sundur. Þaðan fékk Magnús Arason nokkur ótilgreind blöð sem Árni Magnússon fékk svo frá honum (sbr. seðil og AM 435 a 4to, blað 63v). Spássíugreinar og seðlar Árna veita upplýsingar um hvaðan hann fékk einstök blöð:
- Blað 4r er komið frá Magnúsi Arasyni frá Haga 1703.
- Blöð 7 og 8 (samföst) eru frá Eggerti Snæbjörnssyni 1708. Neðst á blaði 8r er áritun með hendi „SES“ frá 1705 þar sem Eggerti er merkt rímnasafn sem þessi blöð hafa verið utan um. Á efri spássíu sama blaðs hefur Steindór Eggertsson (sennilega sami og „SES“) skrifað nafn sitt.
- Blað 10 er frá Sigurði Sigurðssyni á Firði 1707.
- Blað 13 er frá Ormi Daðasyni, afhent í Svefneyjum á Breiðafirði 1723, en þangað er það talið komið frá Flatey ásamt bókinni sem það var utan um.
- Blað 14 er frá Magnúsi Arasyni 1724.
- Blöð 16 og 18 (samföst) eru frá Halldóri Pálssyni í Selárdal 1701.
- Blað 17 er frá Magnúsi Jónssyni í Snóksdal 1704.
- Blað 19 er frá Magnúsi Arasyni sem fékk það frá Bíldudal 1703.
- Blöð 25 og 26 eru frá Ormi Daðasyni 1915.
- Blað 27 er frá Eggerti Snæbjörnssyni 1708.
- Blað 29 er frá Þórði Björnssyni 1710; það var áður hjá sr. Ásgeiri Einarssyni.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 27. júní 1973.
Aðrar upplýsingar
Viðgert og bundið eftir 1957.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.
- Svart-hvít ljósmynd af bl. 27r á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.