Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

Þjms 1799

Skoða myndir

Davíðssálmar; um 1200.

Nafn
Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir 
Fædd
1997 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Aths.
Brot.
Tungumál textans
Latína

Innihald

1(1r-1v)
Davíðssálmar (Davíðssálmur 79, upphaf 80)
1.1(1r)
Davíðssálmur 79.2-79.16
Upphaf

... qui deducis velut ovem ioseph. Qui sedes super cherbin manifestare ...

Niðurlag

„ ... [E]t perfice eam quam plantavit ... “

Efnisorð
1.2(1v)
Davíðssálmur 79.16-80.7
Upphaf

... tibi. Incensa igni et suffossa. ab increpatione vultus tui ...

Niðurlag

„ ... Divertit ab honeribus dorsum eius: manus eius in cho ... “

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
1 blað (213 mm x 181 mm).
Ástand
Hefur verið haft í band. Blaðið er skert að ofan og neðan. Efsta lína lesmálsins hefur glatast við skerðinguna. Bl. 1r hefur snúið út og er nokkuð dökkt en letur er að skýrt þótt það sé sums staðar nokkuð máð. Á bl. 1v er fögur litmynd og texti, bæði vel varðveitt og skinn ljóst.
Umbrot

Eindálka. 22 línur á bl. 1r. 15 línur á blaði 1v, þar sem myndskreyting þekur miðju blaðsins. Efsta línan á bl. 1v er að mestu skorin burt.

Leturflötur er 203-205 mm x 132 mm.

Myndflötur er 74 mm x 143 mm.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Skreytingar

Myndin sýnir konurnar við gröf Krists. Rauður, hvítur, blár og gull. Mjóar svartar línur. Grænn bakgrunnur. Selma Jónsdóttir bendir á að þetta sé einhver elsta mynd sem hefur fundist í handriti á Íslandi hingað til (bls. 446). Tvær konur standa til vinstri en gröfin er til hægri. Á henni situr engill á hellu sem liggur á ská yfir viðamikla gröfina. Hann réttir hægri höndina til kvennanna og hallar höfðinu í átt að þeim. Gröfin er gerð úr hellum og opnum bogum í miðju. Engillinn hefur vinstri höndina á vinstra hne. Hann er í bláum kyrtli og með rauða skykkju. Kyrtillinn er rauður að innann. Hann er með vængi sem eru hvítir og grænir. Hann er með geislabaug úr gulli. Fremri konan stendur bein og er í blárri skykkju yfir rauðum kyrtli. Bæði er með gylltum faldi. Aftari konan er í grænni skikkju yfir hvítum kyrtli. Fremri er með bláan höfuðdúk, sú aftari með ljósbleikan. Þær eru báðar með gyllta geislabauga. Þær halda á stórum reykelsiskerum úr gulli. Fyrir ítarlegri lýsingu má sjá Selmu Jónsdóttur (1976).

Stórt E, mjög skreytt. Laufamynstur. Grænn, blár og hvítur. Gull í bakgrunni. Mjóar svartar línur. Næstum hringlaga. Selma Jónsdóttir bendir á að það sé óvenjulegt að myndin sem tilheyri skreytingunni við upphaf nýs sálmar sé utan við upphafsstafinn (bls. 446). Sjá ítarlegri lýsingu á E-inu hjá Selmu Jónsdóttur (1976).

Rauðir, bláir og grænir upphafsstafir

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Íslenskar glósur hafa verið skrifaðar fyrir ofan latnesku línurnar um 1500.

Uppruni og ferill

Uppruni
Tímasett til um 1200. Úr norsku eða íslensku saltarabroti. Selma Jónsdóttir uppgötvaði að Lbs. 54 og 56 væru skrifað með sömu hendi. Einnig 4 skinnblöð í Árnasafni í Kaupmannahöfn, AM Acc. 7d. Líklega einnig AM 249b.
Ferill
Kom til Þjóðminjasafns 18/5/1880 frá Fornleifafélaginu. Þjóðminjasafn afhenti Stofnun Árna Magnússonar til varðveislu 11/5/2011.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

SHH skráði 26. júlí 2021.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
« »