Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

Þjms 1622

Skoða myndir

Missale; um 1400.

Nafn
Björn Halldórsson 
Fæddur
14. nóvember 1823 
Dáinn
19. desember 1882 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Ljóðskáld; Bréfritari; Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir 
Fædd
1997 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Aths.
Brot. Orationes pro tentatis et tribulatis.
Tungumál textans
Latína

Innihald

1(1r-1v)
Missale
1.1(1r)
Upphaf

... Huius quaesumus domine virtute misteriis et a propriis nos munda ...

Niðurlag

„ ... dignos fieri sempiterna redemptione concede. per ... “

1.2(1v)
Upphaf

... Ecclesie tue quesumus domine preces placatus ...

Niðurlag

„ ... servitutem tuis semper exhibeamus officiis ... “

1.3
Aths.

Viðbót við texta á bl. 1v

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
1 blað (162 mm x 201 mm).
Ástand
Haft í band. Efri hluti blaðs úr Missale. Skorið hefur verið neðan af blaðinu svo hluti lesmáls hefur glatast. Slétt. Skinn er nokkuð skítugt og dökkt á jöðrum en letur er þó vel læsilegt að mestu. Neðstu 6 línurnar á bl. 1v eru þó nokkuð máðar. Blaðið er töluvert gegnsætt og línur sjást í gegn báðum megin.
Umbrot

Eindálka. 17 línur á bl. 1r en 16 línur á bl. 1v.

Leturflötur er 131-144 mm x 152-154 mm.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari. Síðustu sex línurnar á bl. 1v virðast mögulega skrifaðar með annarri hendi.

Skreytingar

Rauðir, dökkrauðir, grænir og bláir upphafsstafir.

Rauðar fyrirsagnir.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Spássíukrot efst á bl. 1, 1 skrifuð lína dauft skrifuð.

Skrifað hefur verið lóðrétt neðst á bl. 1v. Skorið hefur verið af blaðinu svo línurnar sjást ekki í heild. Efstu tvær virðast mögulega vera upphaf á nafni, í þriðju stendur að og í línum 4-6 stendur talan 17 þrisvar. Það virðist mögulega upphafið á ártali, í línu 5 virðist sem standi 175.

Uppruni og ferill

Uppruni
Tímasett til um 1400.
Ferill
Kom til Þjóðminjasafns 31/1/1878 frá Birni Halldórssyni prófasti í Laufási. Þjóðminjasafn afhenti Stofnun Árna Magnússonar til varðveislu 11/5/2011.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

SHH skráði 23. júlí 2021.

« »