Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

Þjms 921

Skoða myndir

Niðurstigningarsaga

Nafn
Páll Pálsson ; stúdent 
Fæddur
9. mars 1806 
Dáinn
20. mars 1877 
Starf
Skrifari; Bókbindari á Landsbókasafni ca. 1850-1870 
Hlutverk
Eigandi; Höfundur; Skrifari; Safnari; Bréfritari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir 
Fædd
1997 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Aths.
Brot.
Tungumál textans
Latína

Innihald

1(1r-1v)
Niðurstigningarsaga
1.1(1r)
Upphaf

... reddidit vuivum. Tum ego scio quia ille homo qui hoc potuit facere ...

Niðurlag

„ ... Quis es tu qui domino nostro sathan adversaris ... “

Efnisorð

1.2(1v)
Upphaf

... Quis es tu qui sine aliqua corruptione condempnas potestatem ...

Niðurlag

„ ... per lignum preuaricationis. nunc ... “

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
1 blað (298 mm x 202 mm).
Ástand
Skorið af jöðrum en lesmál óskert. Hefur verið haft í band. E.k. viðgerð hefur farið fram á vinstri jaðri bl. 1v og ger hefur verið við með skinni. Bl. 1r hefur staðið út og er því aðeins máð, sér í lagi fyrir miðju. Annars er ásigkomulag afar gott, skinn er slétt og nokkuð ljóst og skrift mjög skýr og læsileg.
Umbrot

Tvídálka. 35 línur í hverjum dálki.

Leturflötur er 221 mm x 73-78 mm.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Skreytingar

Sama blek er notað alls staðar. Upphafsstafir eru hástafir sem eru örlítið flúraðir en ekki mikið stærri en aðrir stafir.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Lóðrétt á jaðri bl. 1v stendur „Herodotus“ og lengra til vinstri á sama stað standa nokkrir stórir stafir, e.t.v. fangamark. [L/I?][?]K og fleiri stafir fyrir neðan.

Uppruni og ferill

Ferill
Kom til Þjóðminjasafns 13/3/1873 frá Páli Pálssyni stúdent. Þjóðminjasafn afhenti Stofnun Árna Magnússonar til varðveislu 11/5/2011.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

SHH skráði 22. júlí 2021.

« »