Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

Þjms 612

Skoða myndir

Antiphonarium; 1300-1325

Nafn
Björn Halldórsson 
Fæddur
14. nóvember 1823 
Dáinn
19. desember 1882 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Ljóðskáld; Bréfritari; Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir 
Fædd
1997 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Aths.
Historia „Deus omnium“; Historia „In principio deus“; Historia „Si bona“.
Tungumál textans
Latína

Innihald

1(1r-2v)
Antiphonarium
Aths.

Blöðin eru í öfugu broti, þ.e. bl. 2r stendur út og er merkt með safnmarkinu 612.

1.1(1r)
Upphaf

... [ni]mis sed melius est michi ut incidam ...

Niðurlag

„ ... i[s]tam die ac nocte. Respice domine. ... “

Aths.

Historia „Deus omnium“: R Dixit autem david (lok) V Cumque extendisset R Recordare mei V Ut requiescat R Exaudisti domine V Domine qui custodes R Audi domine V Respice domine (upph.)

1.2(1v)
Upphaf

... sanctuario tuo et de excelso celorum habitaculo. Super ...

Niðurlag

„ ... Benedicam te [domine] in vita mea ut viderem vir[tutem] ... “

Aths.

Historia „Deus omnium“ (áfrh.): V Respice domine (lok) R Domine si conversus V Si peccaverit R Factum est dum tolleret V Cumque duo Lofsöngvar: A1 Regnavit dominus Ps Dominus regnavit A2 Sciamus ominis Ps Jubilate A3 Benedicam te (lýkur ekki fyllilega)

1.3(2r)
Upphaf

... tuo. Attende fili mi sapientiam meam et ad ...

Niðurlag

„ ... quia timor quem [time]bam evenit ... “

Aths.

Historia „In principium·: R Prebe fili (einungis síðasta orðið) V Attende fili R Aversio parvulorum V O viri ad vos R Fili mi noli V Audi fili mi disciplinam R Audi fili mi disciplinam V Honora dominum ? Benedictus. (upph.) Historia „Si bona“: R Antequam comedam (upph.)

1.4(2v)
Upphaf

... [vere]bar accidit. Nonne dissimulavi ...

Niðurlag

„ ... sit nomen domini benedictum. In ... “

Aths.

Historia „Si bona“ (áfrh.): R Antequam comedam (lok) V Non multa A Cum audisset job A In omnibus hiis A Quare detraxistis R1 Si bona V In omnibus (einungis fyrsta orðið)

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
2 blöð (Tvinn). (310 mm x 207 mm).
Ástand
Skítugt og blettótt. Skinn er dökkt og máð. Ferningar hafa verið klipptir úr hornum sem skerðir aðeins efstu línu lesmáls. Tvö kringlótt göt á bl. 2 og nokkuð um litlar glufur. Skurðför sýnileg. Hefur verið haft í band en svo virðist sem báðar hliðar hafi á einhverjum tímapunkti staðið út. Aðeins gegnsætt. Bl. 1v er í hvað bestu ásigkomulagi.
Umbrot

Eindálka. 13 línur í hverjum dálki.

Leturflötur er 225 mm x 147-150 mm.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Skreytingar

Dökkrauður upphafsstafur með rauðu flúri á bl. 1v og upphafsstafur í óljósum lit á bl. 2v, einnig með rauðu flúri.

Minni upphafsstafir ritaðir stærri og nokkuð flúraðir, í sama dökka lit og meginmál.

Rauðar fyrirsagnir.

Rauðir nótnastrengir, sem hafa að mestu máðst burt nema á bl. 1v.

Nótur

Nótur fyrir ofan hverja línu.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Dauft spássíukrot neðst á bl. 1r, virðist standa „Eyna[?] b[?]ey[??]“ og runa af stöfum fyrir neðan. EInnig hefur e.k. krúsídúlla verið teiknuð á hægri jaðar bl. 1r. Efst á bl. 1v hefur eitthvað verið skrifað, mögulega nafn þar sem seinna orðið virðist vera „Ari“. Eitthvað hefur einnig verið skrifað á hægri jaðar á bl. 2r.

Uppruni og ferill

Uppruni
Tímasett til upphafs 14. aldar.
Ferill
Kom til Þjóðminjasafns 3/8/1868 frá Birni prófasti Halldórssyni í Laufási. Þjóðminjasafn afhenti Stofnun Árna Magnússonar til varðveislu 11/5/2011.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

SHH skráði 21. júlí 2021.

« »