Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

Þjms 241

Skoða myndir

Veróníkubæn; 1300

Nafn
Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir 
Fædd
1997 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Aths.
Myndskreytt brot.
Tungumál textans
Latína

Innihald

1(1r-1v)
Veróníkubæn og mynd
Aths.

Veróníkubænin er eignuð Innocentiusi III páfa

1.1(1r)
Mynd
1.2(1v)
Niðurlag

„ ... per omnia secula(?) seculorum do ... “

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
1 blað (200 mm x 145 mm).
Umbrot

Eindálka. 12 línur á bl. 1v.

Leturflötur er 95 mm x 135 mm.

Myndflötur er 200 mm x 140 mm.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Skreytingar

Myndin sýnir Krist í tignarsæti almættisins. Hann situr í e.k. hásæti með grænbláum ramma í kring. Hann er berfættur en í grænbláum kyrtli og undir honum í flík með rauðum ermum. Sætið er einnig rautt að hluta. Yfir honum er rauðleitur oddbogi sem gengur yfir og undir grænbláa rammann. Oddboginn hvílir í súlnahöfðum í hliðum rammans. Kristur er ungur og skegglaus með (uppsett?) hár og geislabaug. Í geislabaugnum eru mögulega leifar af skelgulli (e. shell gold). Myndinni svipar til Kristsmyndar AM 679.

Uppruni og ferill

Uppruni
Tímasett til um 1300.
Ferill
Kom til Þjóðminjasafns 15/7/1865 frá Jóni Borgfirðingi. Þjóðminjasafn afhenti Stofnun Árna Magnússonar til varðveislu 11/5/2011.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

SHH skráði 19. júlí 2021.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
« »