Skráningarfærsla handrits

SÁM 156

Huldar saga hinnar miklu ; Ísland, 1895

Innihald

(1r-248r)
Huldar saga hinnar miklu
Titill í handriti

Sagan af Huld tröllkonu hinni ríku

Upphaf

Hjörvarður hefur konungur heitið …

Niðurlag

... en eigi verða ættir taldar frá þeim hér á Norðurlöndum.

Skrifaraklausa

Hvítadal 4. desember 1895 Guðbrandur Sturlaugsson (495r).

Baktitill

Endar þannig sagan af Huld drottningu hinni ríku og þeim fóstbræðrum.

Athugasemd

Sama saga er einnig til með hendi Guðbrands í SÁM 46, SÁM 65, SÁM 134 og Lbs 4392 4to. SÁM 65 er elst þessara fjögurra handrita en sami texti er í prentaðri útgáfu sem Skúli Thoroddsen gaf út 1909.

Tungumál textans
íslenska

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii + 248 + i bl. (222 mm x 174 mm).
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðsíðumerking 2-505 (þ.m.t. bls. 367bis og 368bis). Skrifari hefur óvart hlaupið yfir tölur 168-177 og 443-444.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 173-184 mm x 144-148 mm.
  • Línufjöldi er ca 24-28.
  • Leturflötur er afmarkaður með blýanti að neðri spássíu undantekinni.

Ástand
Blað 112 er skaddað.
Skrifarar og skrift

Með einni hendi, skrifari er sbr. blað 495r Guðbrandur Sturlaugsson í Hvítadal.

Skreytingar

Á saurblaði er skreyting umhverfis upplýsingar um eiganda, hefur ekki verið upprunalega í handritinu

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Saurblöð eru seinni tíma viðbót, á öðru fremra saurblaðinu eru upplýsingar um eiganda: Andrés Brynjólfsson Bessatungu á þessa bók annó 1900

Band

Band (228 mm x 188 mm x 31 mm): Bókaspjöld úr pappa klædd svörtum pappír með leðurkili og -hornum. Titill handritsins gylltur á kili.

Á innri hlið aftara spjalds er límmiði sem á stendur: F. Beyer A.-S. Bokbinderi Bergen.

Ytri klæðning orðin örlítið slitin.

Fylgigögn

Laus seðill fremst með upplýsingum um hver gaf handritið, dagsettur 15. desember 2014.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Hvítadal á Íslandi árið 1895 (sbr. bl. 495r).

Ferill
Úr eigu Böðvars og Guðrúnar Kvaran.
Aðföng

Guðrún Kvaran afhenti Stofnun Árna Magnússonar handritið til varðveislu 15. desember 2014.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
skráði handritið í nóvember 2015
Lýsigögn
×

Lýsigögn