Skráningarfærsla handrits

SÁM 141

Kvæðabók ; Ísland, 1910-1999

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-4v)
Heillaóskakvæði til Háskóla Íslands
Titill í handriti

Kvæðaflokkur sunginn við setningu Háskóla Íslands 17. júní 1910

Upphaf

Þú ljóssins Guð, á líknsemd þína …

Athugasemd

Kvæðið er í tveimur köflum.

Undir kvæðinu er nafn höfundar: Þorsteinn Gíslason.

2 (5r-6v)
Hljóðaklettur
Upphaf

Frítt er og vítt er um fjallaslóð …

Athugasemd

8 erindi.

Undir stendur: (E. Ben.)

3 (7r)
Samkvæmisvísur
Titill í handriti

Brot

Upphaf

Ekki er hollt að hafa ból …

Athugasemd

Fyrsta erindi í Samkvæmisvísum.

Titill í handriti á einnig við næstu vísu á eftir.

Vísan hefur einnig gengið sem lausavísa.

4 (7r)
Erfiljóð um Guðrúnu Stephensen
Titill í handriti

Brot

Upphaf

Þá eik í stormi hrynur háa …

Athugasemd

Fyrsta erindi í erfiljóði um Guðrúnu Stephensen d. 1832.

Titill í handritinu á við báðar vísurnar.

Undir stendur með annarri hendi: Bjarni Thorarensen.

5 (7v-8r)
Til Íslands um aldamótin 1900
Titill í handriti

Til Íslands um aldamótin

Upphaf

Þú ert móðir vor kær …

Athugasemd

4 erindi.

Undir stendur: Þorst. Erlingsson.

Bl. 8v autt.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
(167 mm x 100 mm). Bl. 8v autt.
Tölusetning blaða
Handritið er ótölusett.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur ca 150 mm x 95 mm.
  • Línufjöldi ca 18-20.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, snarhönd.

Band

Óinnbundin örk úr reikningsbók.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi á tuttugustu öld.

Ferill

Handrit frá Ólafi Pálssyni, Brekkugerði 4, sem skrifar aftan á umslag: Fann þetta í gömlu rusli heima hjá mér.

Aðföng
Móttekið af Sigurgeiri Steingrímssyni 8. september 2008.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði í apríl 2019.

Lýsigögn
×

Lýsigögn