Skráningarfærsla handrits

SÁM 132

Sögubók ; Ísland, 1872

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-28v (1-56))
Mírmanns saga
Titill í handriti

Sagan af Mírmant jarli Hermannssyni og Sesselju hinni vænu

Upphaf

Á dögum Klements páfa í Róm réð fyrir Frakklandi kóngur sá er Hlöðver hét …

Niðurlag

… og endar svo þessi saga af Mírmant jarli og Sesselju hinni vænu.

Efnisorð
2 (29r-60v (57-120))
Rígabels saga konungs og Alkanus
Titill í handriti

Sagan af Rígabal kóngi Iberussyni

Upphaf

Fyrir Armenía réði sá kóngur forðum er Iberus hét …

Niðurlag

… og endar hér svo sagan af Rígabal kóngi og Alkanus fóstbróður hans.

Efnisorð
3 (61r-67v (121-134))
Faustus saga og Ermenu í Serklandi
Titill í handriti

Sagan af Faustus og Ermenu

Upphaf

Það var á dögum Pólikarpus hins sterka að fyrir Morlandi réði …

Niðurlag

… og endar svo söguna af Faustus og Ermenu.

Efnisorð
4 (68r-87r (135-173))
Friðþjófs saga
Titill í handriti

Sagan af Friðþjófi frækna

Upphaf

Svo byrjar þessa sögu að Beli hét kóngur …

Niðurlag

… og endar hér nú sögu af Friðþjófi frækna.

Skrifaraklausa

Hvítadal 29. mars 1872. Guðbrandur Sturlaugsson. Sagan af Friðþjófi frækna er með ágætustu fornsögum og eru miklar líkur til að hún sé sönn saga. Hefur Friðþjófur verið með ágætustu mönnum í þessum sið og hið merkilegasta göfugmenni.

5 (87v-112v (174-224))
Natons saga Persakonungs
Titill í handriti

Sagan af Natoni persíska

Upphaf

Fyrir Persíalandi réði konungar sá er Sáar hét …

Niðurlag

… endar hér svo söguna af Natoni Persakonungi og Florídá drottningu.

Skrifaraklausa

Endað þann 4. apríl 1782.

Athugasemd

Á bl. 112 eru athugasemdir skrifara um Natons sögu, Adóníus sögu og Hektors sögu.

6 (113r-166v (225-332))
Adónías saga
Titill í handriti

Sagan af Addóníusi kóngi, Marsilíus kóngi og báðum Konstantínusum

Upphaf

Það er lesið í fræðibókum fyrri aldar manna að eftir Nóaflóð …

Niðurlag

… og lúkum vér hér sögunni af Addóníus kóngi.

Skrifaraklausa

Enduð á Hvítadal á sumardaginn fyrsta árið 1872 af Guðbr. Sturlaugssyni.

Efnisorð
7 (167r-204v (333-408))
Ectors saga
Titill í handriti

Hér skrifast sagan af Hektori og köppum hans

Upphaf

Eftir niðurbrot Trojuborgar þá er Grikkir höfðu hana unnið …

Niðurlag

… og lúkum vér svo sögunni af Hektori og köppum hans.

Skrifaraklausa

Enduð á Hvítadal 28. nóvember 1872.

Efnisorð
8 (205r-237r (409-477))
Marons saga sterka
Titill í handriti

Sagan af Marroni sterka

Upphaf

Androníkus er maður nefndur …

Niðurlag

… og endar þannig sagan af Marroni sterka.

9 (237v-238v (378-380))
Natons saga Persakonungs
Titill í handriti

Sagan af Natoni persíska

Upphaf

Fyrir Persíalandi réði sá kóngur er Sóan hét …

Niðurlag

… hafði hann í hendi sér viðar …

Athugasemd

Aðeins upphaf sögunnar.

Efst á bl. 237v: Á þessari bók eru nokkrar sögur og er sagan af Friðþjófi langbest af þeim öllum.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 238 + i(200 mm x 165 mm).
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerkt af skrifara 1-380.

Umbrot

Eindálka.

Leturflötur er 165 mm x 135 mm.

Línufjöldi c. 22-24.

Strikað fyrir leturfleti með blýanti að neðri spássíu undantekinni.

Skrifarar og skrift

Með hendi Guðbrands Sturlaugssonar í Hvítadal, snarhönd.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Registur yfir efni bókarinnar ásamt upplýsingum um skrifara o.fl. á fremra saurblaði.
Band

Band (207 mm x 178 mm x 40 mm). Hörð pappaspjöld klædd brúnleitur marmarapappír. Brúnt leður á kili og hornum. Gilling á kili, munstur og Sögubók þversum. Saurbl. og spjaldblöð græn að lit. Saumað með hamptaumi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi 1852.

Ferill

Skrifari hefur merkt sér handritið með stimpli á bl. 1r: G. Sturlaugsson.

Frá erfingjum Jóns M. Samsonarsonar.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi fékk handritið, ásamt fleiri handritum, afhent til varðveislu 1. október 2014.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði í nóvember og desember 2018.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn