Skráningarfærsla handrits

SÁM 120a-III

Þjóðlagasafn Bjarna Þorsteinssonar

Innihald

1 (349r-502v)
Sr. Bjarni Þorsteinsson. Lög skrifuð upp úr prentuðum heimildum
Athugasemd

Í þessum þriðja hluta fyrsta kafla þjóðlagasafnsins eru sjö nótnahefti og nokkur laus blöð skrifuð af Bjarna Þorsteinssyni; nótnalínur eru ýmist áprentaðar eða handdregnar.

Um hvern hluta er hvít pappírsörk sem á er lýsing Helgu Jóhannsdóttur á innihaldinu og er lýsing hennar víðast fyrirsögn fyrir hvern hluta í eftirfarandi skráningu.

Helga hefur ekki skrifað ítarupplýsingar fyrir þennan hluta safnsins eins og hún gerir í tengslum við hlutana hér á undan.

1.1 (349-429v)
Lög skrifuð úr handritum og örfá skrifuð eftir fólki
Efnisorð
1.1.1 (349-386v)
B. Þorsteinsson. Sálmalög og vísnalög I
Titill í handriti

B. Þorsteinsson. Sálmalög og vísnalög (innlend?) I.

Athugasemd

Utan um heftið er samanbrotið A4-blað þar sem Helga Jóhannsdóttir hefur skrifað svohljóðandi innihaldslýsingu: Lítið stílahefti sem B. Þorsteinsson hefur skrifað.

a) Lög skrifuð upp úr prentuðum heimildum: Lagið Andvarp eftir Jónas Helgason, lagið Man ég þig mey frá de Meza, lög úr Hymnodiu, sum transpóneruð.

b) Lagið Bára blá - - (leiðrétt útg. eftir sýslum. Jóh. Jóh.) [sbr. t.d. Íslensk vikivakalög R. 1929, bls. 40].

Í heftinu er eitt kver:

  • Kver I: blöð 350r-385v; 18 tvinn.
  • Utan um kverið er brúnbleik pappakápa (hér merkt sem blöð 349r og 386r). Á kili eru þrjú göt og er ljós taumur dreginn í gegn um þau til að festa kverið við kápuna. Á fremra kápuspjaldi eru skrautbekkir og framan á kápunni stendur með áprentuðum stöfum: Standard Exercise Book og þar fyrir neðan er skrifaður fyrrnefndur titill: Sálmalög og vísnalög (innlend ?) I. Á aftari hluta kápunnar er prentuð margföldunartaflan frá 2-12.
  • Stærð blaða er ca: 180 mm x 114-116 mm.

Efnisorð
1.1.2 (387r-426v)
B. Þorsteinsson. Sálmalög og vísnalög II..
Titill í handriti

B. Þorsteinsson. Sálmalög og vísnalög (innlend?) II.

Athugasemd

Utan um heftið er samanbrotið A4-blað þar sem Helga Jóhannsdóttir hefur skrifað svohljóðandi innihaldslýsingu: Sálmalög úr Hymnodiu og Grallara ásamt registri yfir sálmalögin í 12. útgáfu Grallarans og athugsemdum Bjarna um þau lög. Uppskriftir laga ekki nákvæmar enda ekki prentað eftir þeim. Skrifað 1895

Lög og textar eru á blöðum 388r- 401r og 415v-425v; blöð 401v-402v og 415r eru auð.

Registur úr 12. útgáfu Grallarans er á blöðum 403r-414v.

Í heftinu eru tvö kver:

  • Kver I: blöð 388r-401v; 7 tvinn.
  • Kver I: blöð 402r-425v; 12 tvinn.
  • Utan um kverið er blá pappakápa (hér merkt sem blöð 387r og 426r). Kápan er límd utan um kverin á kili.
  • Stærð blaða er ca: 175 mm x 112 mm.

Efnisorð
1.1.3 (427r-429v)
B. Þorsteinsson. Sálmalög og vísnalög II..
Titill í handriti

B. Þorsteinsson. Sálmalög og vísnalög (innlend?) II.

Athugasemd

Utan um heftið er samanbrotið A4-blað þar sem Helga Jóhannsdóttir hefur skrifað svohljóðandi innihaldslýsingu: Afrit Bjarna af lögum á gömlum blöðum hjá Sigurði L. Jónassyni í Kaupmannahöfn. Þau voru flest skrifuð af Steincke, kaupmanni á Akureyri 1850-1860, sbr. sbr. Íslensk þjóðlög 1906-1909: 523-24.

Eitt tvinn; blöð eru ca: 175 mm x 255 mm.

1.1.3.1 (428r)
Það mælti mín móðir
Titill í handriti

(Það mælti mín móðir)

Skrifaraklausa

Í gömlum blöðum frá Sigurði L. Jónassyni hef ég fengið þessi lög nóteruð (eru þau nót. með blýant, flest; flest a Steinke 1850-60, og flest textalaus, nema 1. vo.

Athugasemd
1.1.3.2 (428r)
MÍna þá mundi eg þenja
Upphaf

Mína þá mundi eg þenja …

Skrifaraklausa

(Textinn frá sr. Þór. Þór. á Valþj. stað 1902)

Athugasemd

Engin fyrirsögn.

Sjá Íslensk þjóðlög 1906-1909: 650.

1.1.3.3 (428r)
Eitt sinn fór ég
Titill í handriti

Eitt sinn fór ég

Athugasemd
1.1.3.4 (428v)
Nú grætur mikinn mög
Titill í handriti

Nú grætur mikinn mög

Athugasemd
1.1.3.5 (428v)
Skjótt hefur sól brugðið sumri
Titill í handriti

Skjótt hefur sól

Athugasemd
1.1.3.6 (428v)
Drag mér af hendi
Titill í handriti

Drag mér (af hendi)

Athugasemd

Enginn texti.

Sjá Íslensk þjóðlög 1906-1909: 644 , sbr. Þá var ég ungur ….

1.1.3.7 (428v-429r)
Drottins hægri hönd
Titill í handriti

Dr. hægri hönd

Athugasemd

Á blaði 429v er strikað yfir nótur.

Enginn texti.

Sjá Íslensk þjóðlög 1906-1909: 554. .

1.1.4 (430v)
Sálmalag skrifað upp úr sálmakveri Sr. Páls Jónssonar í Viðvík.
Athugasemd

sbr. Íslensk þjóðlög 1906-1909: 401.

Blaðstubbur ca: 106 mm x 173 mm.

1.1.4.1 (430v)
Dagur og ljós þú drottinn ert
Titill í handriti

Dagur og ljós þú drottinn ert

Upphaf

Dagur og ljós þú drottinn ert …

Skrifaraklausa

(eftir kveri Guðvarðar, samhljóða Grallaranum)

1.1.5 (431r-495v)
Lög sem B.Þ. skrifar upp erlendis, 1899 eða 1904
1.1.5.1 (431v- 452v)
Lög skrifuð upp úr Melodiu (Rask 98 8vo) og AM 723 b 4to; væntanlega skrifað 1899 eða hugsanlega 1904
Athugasemd

Nótnahefi - 11 sundurlaus tvinn ca: 132 mm x 175 mm.Blað 495v er autt.

1.1.5.2 (453r-471v)
Lög skrifuð upp úr Melódíu (Rask 98 8vo), AM 249 g fol. og úr Jespersøns Graduale 1573. Þetta er framhald af heftinu hér á undan
Athugasemd

Nótnahefri, 5 lausir miðar; 4 með textum, 1 með texta og nótum:

  • Í heftinu eru 7 laus tvinn (blöð 443r-466v) ca:175 mm x 260 mm.
  • >Miðar 467-470 eru ca: 53 mm x 179 mm.
  • Blað 471 er ca:150 mm x 185 mm.

1.1.5.3 (472r-495v)
Þorlákstíðir skrifaðar eftir AM 241 a fol.
Athugasemd

Á þessi blöð er einnig skrifað stef Ráðhúsklukkunnar í Khöfn, hróp fiskikerlingar og lagið Ó Jesú, sjálfs Guðs son úr Rask 98 8vo, sem er þar nr. 200

Blað 495 er autt.

Tvö nótnahefti.

  • Í fyrra heftinu (blöð 472r-483v) eru 6 sundurlaus tvinn ca: 175 mm x 260 mm.
  • Í því síðara (blöð 484r-495v) eru 6 sundurlaus tvinn ca: 173 mm x 255 mm.

1.1.6 (496r-502v)
Lög skrifuð upp úr Hymnodiu og Melodiu
Athugasemd

Sjö laus blöð ca: 230 mm x 184 mm.

Lýsing á handriti

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
VH frumskráði handritið í 15. desember 2010

Notaskrá

Titill: Íslenzk þjóðlög
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Þorsteinsson

Lýsigögn