Skráningarfærsla handrits
SÁM 116a
Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt
Hugvekjur og fleira efni; Ísland, 1840-1876
Innihald
Hugvekjur
Hugvekja
„Hugvekja af síðasta vetrardag“
„Hvörr hann situr undir …“
„ … sem aldrei mun enda taka“
Hugvekja
„Hugvekja af fyrsta sumardag“
„Befala þú drottni þína vegu …“
„ … sem engin tímanna umbreyting verður framar, amen.“
Blöð 12v-21v eru auð (undanskilið: á blað 13v er skrifað „Sveinn Ólafsson á Eystri -Tungum á veskið með réttu“ og á blaði 13r er hringlaga stimpill þar sem á dökkum fleti eru ljósir stafir:„ SÓlafsson“).
Fleira efni
Kostnaðaryfirlit
„Ár 1861 uppskrift [. .....]“
Blöð 24v-25r eru auð.
Skrá yfir móðurarf
„Móðurarfur 1840“
Þrjár ær með lömbum, fjárhús og tunnur eru meðal arfshluta.
Minnisblað
„Minnisblað, ár 1855, hvörja faðir minn gaf okkur bræðrunum öllum eins í lifandi.“
Aftast er laust tvinn, blað 27r er autt (sjá nánar: Spássíugreinar og aðrar viðbætur).
Lýsing á handriti
Eitt kver + 1 laust tvinn:
- Kver I: blöð 1-28, 14 tvinn + 1 laust tvinn (hugsanlega hefur það verið fimmtánda tvinnið í kverinu (sjá þó: Spássíugreinar og aðrar viðbætur)).
- Eitt kver og eitt laust tvinn, laus í kápunni.
- Blöð og kápa eru nokkuð notkunarnúin.
- Eindálka.
- Leturflötur er ca 143-145 mm x 80 mm.
- Línufjöldi er ca 21-26.
Skrifari gæti verið Sveinn Ólafsson (sbr. blöð 13v og 28v (sjá: Spássíugreinar og aðrar viðbætur). Sveinn var faðir Einars Ólafs Sveinssonar og er fimmtán ára 1876 (sbr. Manntalsvef Þjóðskjalasafns Íslands http://www.manntal.is/). Líklegra má telja að faðir hans skrifi handritið þar sem þar segir frá móðurarfi 1840 og í bókinni er minnisblað frá 1855 (sjá: Spássíugreinar og aðrar viðbætur). Skriftin á flestum viðbótunum er þó að mörgu leyti lík þeirri sem er á efni bókarinnar svo hér verður ekki fullyrt um þetta.
- Á blöðum 13v og 28v kemur fyrir nafn Sveins Ólafssonar: á blað 13v er skrifað „Sveinn Ólafsson á Eystrilingum á veskið með réttu“ og er sú staðhæfing endurtekin á blaði 28v; þar kemur að auki fram ártalið 1876. Á blaði 13r er hringlaga stimpill þar sem á dökkum fleti kemur fram með ljósum stöfum:„SÓlafsson“.
Á lausa tvinninu, þ.e. á blöðum 27v-28r er nánari tilvísun í fyrrnefnt „veski“. Blöðin hafa verið innsigluð með rauðu innsigli sem nú er rofið. Þar koma fram eftirfarandi upplýsingar:
- Blað 27v: „Magnús Ásgrímsson á veskið, ég segi satt og gef sem menjagrip Ólafi Sveinssyni á Staðarholti. Til merkis mín hand og segl (?) Magnús Ásgrímsson.“
- „1839. Læt ég …“ (eftirfarandi texti hefur verið máður út að hluta):„ … eiga það sem ég hér nefni sem er: [veskið], kistan og hatturinn og það má aunginn af henni taka. Ólafur Sveinsson.“ Með annarri hendi er ritað: Bundinn Ólafur Sveinsson á Eystrilingum hefur borgað mér sex ríkisdali og búmark sem ég lánaði honum. Ólafur Þ. S
Einungis eitt kver og tvinn - laus í pappakápu.
Handritið liggur í öskju með SÁM 116b-f.
Uppruni og ferill
SÁM 116a-f eru komin á Stofnun Árna Magnússonar úr búi Einars Ólafs Sveinssonar.
Aðrar upplýsingar
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
Manntalsvef Þjóðskjalasafns Íslands http://www.manntal.is/ |