Skráningarfærsla handrits

SÁM 115

Rímur ; Ísland, 1895-1899

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-1r )
Rímur af Sigurði og Smáfríði
Höfundur

Magnús Jónsson í Magnússkógum

Titill í handriti

Rímur af Sigurði kóngi og Smáfríði. Fyrsta ríma

Upphaf

Arabía ríki réð …

Athugasemd

Krotað er yfir upphaf rímunnar en Rímur af Sigurði kóngi og Snjáfríði konungsdóttur eru í heild sinni á blöðum 94r-142v.

Efnisorð
2 (1v-28v)
Rímur af Sigurði turnara
Höfundur

Magnús Jónsson í Magnússkógum

Titill í handriti

Rímur af Sigurði turnara. Fyrsta ríma

Upphaf

Frakka stýra storði réð …

Niðurlag

… Tómur bragur mælskumátt / máist slagur kvæða.

Efnisorð
2.1 (28v-29r)
Nokkur erindi til minnis
Höfundur

Magnús Jónsson í Magnússkógum

Titill í handriti

Hér skrifa ég nokkur erindi til minnis

Upphaf

Ræðu kvarði um þagnar þing …

Niðurlag

… heldur mega hjáverk mín / heita ljóðaklastur.

Skrifaraklausa

Þessar rímur eru kveðnar af Hallgrími Jónssyni læknir.

Athugasemd

Skrifaraklausan er á blaði 29r.

Rímurnar um Sigurð turnara eru eftir Magnús Jónsson í Magnússkógum (sbr. 2) en ekki Hallgrím Jónsson eins og skrifaraklausan gefur til kynna.

Efnisorð
3 (29v)
Boðháttarbragur
Titill í handriti

Boðháttsbragur

Upphaf

Undarlegast böl með baga …

Niðurlag

… mjór við honum bjóða [… …]

4 (30r-32r)
Gamanmál / kímnisögur
Athugasemd

Sex stuttar kímnisögur eða skrítlur. Fyrsta frásögnin er með fyrirsögn Vinirnir tveir og þeirra samtal. Hinar sögurnar koma í framhaldi.

Klippt hefur verið neðan af blaði 32 (ca helmingur); stubbur blaðs 32v er auður.

Blað 33 er autt.

Blöð 34 og 35 eru leifar blaða sem mynduðu tvinn með blöðum 1 og 2.

Fremra saurblaði er smeygt á milli blaða 35 og 36.

5 (36r-58r)
Rímur af Álaflekk
Upphaf

Upphaf byrjar sög[u] seinn …

Niðurlag

… yður gæða biður.

Skrifaraklausa

Rímur af Álaflekk, kveðnar af skáldinu Lýð Jónssyni, árið 1854. Skrifaðar eftir Jakob Gunnarsson á Króki í Garðahverfi árið 1896.

Athugasemd

Skrifaraklausan er á blaði 58r.

Sjö rímur, ortar 1854. Prentaðar á Bessastöðum 1908. Ehndr.: ÍB 766 8vo (Rímnatal 1966: 14).

Efnisorð
6 (58v-93v)
Rímur af Tístran og Indíönu
Titill í handriti

Rímur. Rímur af Tistram og Indiönu. Kveðnar af Sigurði Breiðfjörð. Kaupmannahöfn. Prentaðar hjá bókþrykkjara S.L. Möller 1831. Útgefendur Teitur Finnbogason dýralæknir, Halldór Þórðarson gj[..]lari, Helgi Helgason bókþrykkjara(!), Sveinn

Upphaf

Tíminn sami sem um kveð…

Niðurlag

… fjallgeiguðar núna.

Skrifaraklausa

Skrifaðar eftir Jakob Gunnarsson, Króki Garðahverfi, árið 1895 og var þá fyrst að læra að draga til stafs en var þá orðinn fullorðinn og ekki notið tilsagnar af nokkrum manni, hvorki í skrift eða öðru í skóla né heimahúsum.

Athugasemd

Fyrri skrifaraklausan er á blaði 58v og sú síðari á blaði 93v.

Fjórtán rímur, ortar fyrir Jóhann Björnsson. Prentaðar í Khöfn 1831 og í Rvk 1961 (Rímnatal 1966: 470). Hndr.: Lbs. 2332 4to , Lbs. 458 8vo , Lbs. 465 8vo , Lbs. 1000 8vo , Lbs. 2513 8vo , ÍB 131 8vo (brot) ,ÍB 863 8vo (ehndr.) (sjá Rímnatal 1966: 470).

Efnisorð
7 (94r-142v)
Rímur af Sigurði og Smáfríði
Höfundur

Magnús Jónsson í Magnússkógum

Titill í handriti

Rímur af Sigurði kóngi og Smáfríði konungsdóttir. Fyrsta ríma

Upphaf

Arabía ríki réð …

Niðurlag

… ljúfri góðrar nætur.

Skrifaraklausa

Jakob Gunnarsson hefir skrifað árið átján hundruð níutíu og sjö 1897. Jakob Gunnarsson á Króki í Garðahverfi á þessar rímur og er vel að þeim kominn. Það vitnar Benidikt Jónsson og Ingibjörg Jónsdóttir.

Athugasemd

Fyrirsögnin er tvítekin (skrifuð með fjólubláum lit fyrir ofan upphaflegu fyrirsögninga og síðan krotað yfir)

Skrifaraklausan er á blaði

Ellefu rímur; ortar 1837 fyrir Salbjörgu Einarsdóttur ( Rímnatal 1966: 426). Hndr.: Lbs. 370 4to (ehndr.) , Lbs. 703 4to , Lbs. 988 4to , Lbs. 1661 4to , Lbs. 1939 4to , Lbs. 1978 4to , Lbs. 2593 4to , Lbs. 1072 8vo , Lbs. 2764 8vo ; JS 35 8vo (ehndr.), ÍB 783 8vo , ÍB 887 8vo , ÍBR 49 8vo , ÍBR 131 8vo ( Rímnatal 1966: 426-427)).

Efnisorð
8 (143r-173r)
Rímur af Gesti Bárðarsyni
Titill í handriti

Rímur af Gesti Bárðarsyni

Upphaf

Efnið þannin upp byrjar …

Niðurlag

… góðum ber ei hnjóða.

Skrifaraklausa

Rímur af Gesti Bárðarsyni, ortar af læknir Benidikt Einarssyni 1835. Skrifaðar eftir Jakob Gunnarsson á Króki árið 1896.

Athugasemd

Skrifaraklausan er á blaði 173r.

Átta rímur, ortar 1835, prentaðar á Bessastöðum 1908. Hndr.: ÍB 971 8vo (Rímnatal 1966: 161).

Efnisorð
9 (173r-175r)
Glæsiserfi
Titill í handriti

Glæsiserfi

Upphaf

Óðinn gramur Ása reið …

Niðurlag

… eitthvað fitla skyldi þá.

Skrifaraklausa

Glæsiserfi kveðið af Hjálmari Jónssyni í Bólu í Skagafirði. Skrifað hefir Jakob Gunnarsson í Hraunsholti í Garðahreppi í Kjósar- og Gullbringusýslu, árið 1899. Þessa bók á ég með réttu, hver það sem bannar, hönd mín það sanna[r]. JGS.

Athugasemd

Skrifaraklausan er á blaði 173r.

Tuttugu og fimm erindi.

10 (175r-178v)
Historía af einum málara
Titill í handriti

Historía af einum málara

Upphaf

Í Danmörk bjó einn bóndi út á landinu …

Niðurlag

… en ei er þess getið að hann hafi föður sinn fundið og endar þetta ævintýri.

Skrifaraklausa

Jakob Gunnarsson.

Athugasemd

Nafn skrifarans er á blaði 178v.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii + 178 blöð + ii (177-180 mm x 112-115 mm).
Tölusetning blaða

Upprunalegt blaðsíðutal er í fimm hlutum og háttar því sem hér segir:

  • 1) 1-55 (bls. 56-66 eru ónúmeraðar);
  • 2) 3-46 (bls. 1 og 2 eru ónúmeraðar);
  • 3) 1-69;
  • 4) 1-98;
  • 5) 1-61(bls. 1 og bls. 62-72 eru ónúmeraðar).
  • Blöð tölusett af skrásetjara 1-178.

Kveraskipan

Fimm kver.

  • Kver I: blöð 1-35, 15 tvinn + 3 stök blöð og 2 blaðleifar.
  • Kver II: blöð 36-70, 17 tvinn + 1 stakt blað.
  • Kver III: blöð 71-106, 18 tvinn.
  • Kver IV: blöð 107-142, 18 tvinn.
  • Kver V: blöð 143-178, 18 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 158-160 mm x 110-113 mm.
  • Línufjöldi er ca 22-23.

Ástand
.

Blöð eru víða blettótt og notkunarnúin.

Skrifarar og skrift

Skrifari er Jakob Gunnarsson á Króki. Skriftin er snarhönd.

Skreytingar

Fyrirsagnir eru með stærra og settara letri en annars er á textanum (sjá t.d. blöð 1v og 143r).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Undirskrift skrifara og skriftarár koma víða fram (sjá: Skrifaraklausur).
  • Á aftara fremra saurblaði hefur verið krotað yfir texta:Úttekt hjá Einari Gíslasyni, nú 1909, 6. jan. 4 potta [.........], og á fremra aftara saurblað hefur skrifarinn skrifað nafn sitt og heimilisfang með blýanti: Jakob Gunnarsson, Hraunsholti. Heimilisfang hans er að Króki þar sem það er skrifað annars staðar.

Band

Band (185 mm x 120 mm x 30 mm): Kápuspjöld eru úr pappa og klædd brún-rauðyrjóttum marmarapappír, brúnt leður á kili og spjaldhornum.

Gyllt þrykking á kili: Rímur af Sigurði og Smáfríði o.fl.

Handritið liggur í grárri pappaöskju

Fylgigögn
Miði með nafni skrifara, númeri (hugsanlega gsm.-símanúmeri) og afhendingartíma handrits.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi, í lok nítjándu aldar eða á árunum 1895-1899 .

Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi fékk handritið afhent þann 6. október 2010.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði 8. desember 2010.

Lýsigögn