Skráningarfærsla handrits

SÁM 96

Rímur ; Ísland, 1850-1899

Titilsíða

Rímur af Hjaðningavígum eður af Högna og Héðinn, orktar af Hjálmari Jónssyni og endurkveðnar af hinum, skrifaðar eftir eiginhandriti skáldsins af Jónasi Jónssyni, 1867. Alexander og Loðvík

Athugasemd
Tveir hlutar.

Tvær handskrifaðar rímur, tvö sjálfstæð hefti sem bundin eru inn í bók með prentuðum rímnaheftum.

Prentuðu rímurnar eru Rímur af Þorsteini uxafæti (f. framan handskrifuðu heftin); Rímur af Flóres og Blanzeflúr og Rímur af Freyvald (f. aftan þau).

Innihald

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Prentuð bók (92 bls.) + 33 blöð + 33 blöð + prentuð bók (168 bls.).
Ástand

Blöð eru nokkuð notkunarnúin.

Band

Band (170 mm x 110 mm x 22 mm). Pappaspjöld eru klædd yrjóttum pappír. Dökkrauður dúkur er á kili og hornum. Handskrifuðu rímurnar eru tvö sjálfstæð hefti (blöð 1-33 + 34-66) bundin inn í bók með prentuðum rímnaheftum. Framan við eru Rímur af Þorsteini uxafæti … prentaðar hjá Louis Klein., 1858 og aftan við eru Rímur af Flóres og Blanzeflúr prentaðar á Akureyri 1858.

Handritið liggur í grárri pappaöskju með SÁM 91, 92, 93, 94, 95, og 97.

Fylgigögn
Afhendingarlisti Kvæðamannafélagsins Iðunnar, dagsettur 15. september 2008. Meðfylgjandi er miði þar sem fram kemur að handritið er ónúmerað á afhendingarlista.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi á síðari hluta nítjándu aldar.

Ferill
Handritið er gjöf frá Kvæðamannafélaginu Iðunni; ónúmerað á afhendingarlista (sjá: Fylgigögn). Það var áður í safni Halldórs Steinmanns Þorsteinssonar.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi fékk handritið, ásamt fleiri handritum, afhent til varðveislu þann 15. september 2008. Formleg afhending handritanna fór fram ári síðar, 15. september 2009, þegar Kvæðamannafélagið Iðunn fagnaði 80 ára afmæli sínu.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði í september 2010.

Hluti I ~ SAM 96 I

Tungumál textans
íslenska
1 (1r-33v)
Rímur af Hjaðningavígum
Titill í handriti

1. ríma, ferskeytt

Upphaf

Langar vökur leiðast mér …

Niðurlag

… grunnt að þagnar leiði. Hjálmar Jónsson.

Athugasemd

Sex rímur; hndr.: Lbs. 453 8vo (ehndr. yngri gerð), Lbs. 977 8vo (ehndr. eldri gerð) (sjá nánar Rímnatal 1966: 228).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
33 blöð (162 mm x 98-103 mm).
Tölusetning blaða
Upprunalegt blaðsíðutal: 97-162. Blaðsett af skrásetjara með blýanti: 1-33.
Kveraskipan

Fjögur kver.

  • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 25-33, 4 tvinn + 1 stakt blað.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 140-143 mm x 75-80 mm.
  • Línufjöldi er ca 20-24.
  • Erindi eru tölusett.

Skrifarar og skrift

Með hendi Jónasar Jónssonar; í fyrri hlutanum er skriftin sprettskrift en í þeim seinni snarhönd.

Skreytingar

Titilsíða er fallega upp sett með flúruðum og fylltum upphafsstöfum.

Fyrirsagnir og fyrsta lína rímu eru m.a. með stærra og settara letri en er á meginmáli (sjá t.d. blöð 1v og 24v).

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi 1867, sbr. titilsíðu.

Hluti II ~ SAM 96 II

Tungumál textans
íslenska
1 (34r-66r)
Rímur af Alexander og Loðvík
Titill í handriti

Fyrsta ríma

Upphaf

Vel sé þeim með góðlátt geð …

Niðurlag

… þá víkur erfiðið, öðlist ríkan himnafrið. Endir.

Athugasemd

Átta rímur rímur; hndr.: Lbs. 1684 4to, Lbs. 2160 4to, Lbs. 540 8vo; JS 579 4to (sjá nánar Rímnatal 1966: 17).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
33 blöð (162 mm x 98-103 mm); blað 34 er innskotsblað (titilsíða; titill að öðru leiti er blaðið autt).
Tölusetning blaða
Upphaflega eru blöð ótölusett. Blaðsett af skrásetjara með blýanti: 34-66.
Kveraskipan

Fjögur kver + innskotsblað.

  • Blað 34 er innskotsblað.
  • Kver I: blöð 35-42, 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 43-50, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 51-58, 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 59-66, 4 tvinn .

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 150 mm x 90-95 mm.
  • Línufjöldi er ca 31-36.
  • Erindi eru tölusett.

Skrifarar og skrift

Skrifari óþekktur; snarhönd.

Skreytingar

Fyrirsagnir og á stundum fyrsta lína rímu eru með stærra og settara letri en er á meginmáli (sjá t.d. blað 51r ).

Undir fyrirsögnum og þar sem skil virðast vera í efni koma fyrir tákn sem líkjast u, yfirleitt endurtekin fjórum sinnum (sjá t.d. sjá t.d. blöð 51r-v ).

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi, sennilega á seinni hluta nítjándu aldar.

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Safn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Safnmark
  • SÁM 96
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn