Skráningarfærsla handrits

SÁM 81

Samtíningur ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-8v)
Rímur af Tístran og Indíönu
Upphaf

Langt er síðan leyfði eg mér / ljóðmæringa að spyrja …

Niðurlag

… tildragandi ljúfa geð …

Athugasemd

Titilsíða er glötuð.

Vantar aftan af. Rímurnar enda í 42. erindi annarrar rímu.

Erindi tölusett.

Rímurnar voru ortar 1844 (sbr. Rímnatal, bls. 471)

Efnisorð
2 (9r-50r)
Agnars konungs ævi Hróarssonar
Upphaf

Hér skal brjóta Biflinds rann …

Athugasemd

Nafn skálds kemur fram í næstöftustu vísu: Árni Böðvars arfi í ljóð / Agnars sögu sneri …

Ártalið 1770 kemur fram í vísunni.

Vantar framan af. Rímurnar hefjast á 52. erindi fyrstu rímu.

Efnisorð
3 (51r-56v)
Tíðavísur
Titill í handriti

Tíðavísur árið 1812. Skrifaðar 1824

Upphaf

Tíða skriði þótt ei þurði / þokar mundum stjörnu hvolf …

Athugasemd

Ókunnur höfundur.

4 (57r-83v)
Rímur af Otúel frækna
Titill í handriti

Rímur af Otúel, kveðnar af sál. Guðmundi Bergþórssyni

Upphaf

Fjölnis læt eg flæðar gamm / í flegðu veðri skríða …

Athugasemd

Blöð hafa glatast innanúr, virðist vanta í fjórðu rímu (bls. 25-28 vantar) og ef til vill víðar.

Efnisorð
5 (84r-95v)
Viðreisn Íslands
Upphaf

… so sem því verður ei neitað né móti mælt …

Athugasemd

Líklega brot úr riti um viðreisn Íslands. Vísað m.a. í Pál Vídalín á bl. 85v og Baron Holberg á bl. 93r.

Vantar bæði framan og aftan af.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
95 blöð (162-164 mm x 96-100 mm).
Tölusetning blaða

Blöð 1-8 eru blaðsíðumerkt 11-26

Blöð 9-56 eru ótölusett.

Bl. 57-83 eru blaðsíðumerkt.

Bl. 84-95 eru ótölusett.

Umbrot

  • Eindálka.

Ástand
Blöð hafa glatast framan af handritinu og innanúr og bæði framan og aftan af aftasta efnisþætti.
Skrifarar og skrift
A.m.k. fjórar hendur.

Bl. 1-8 með óþekktri hendi, snarhönd.

Bl. 9-56 með óþekktri hendi, snarhönd.

Bl. 57-83 með óþekktri hendi, snarhönd.

Bl. 84-95 með óþekktri hendi, fljótaskrift.

Skreytingar

Tveir bókahnútar á bl. 56v og einn á bl. 83v.

Skrautræma fyrir ofan titil á bl. 57r.

Fyrirsagnir og upphafslína með stærra letri og fylltum stöfum á bl. 1r og 6v.

Fyrirsögn flúruð á bl. 57r.

Flúraður upphafsstafur á bl. 51r, 57r, 60v, 64r, 66v, 69r, 72v, 75v, 79v.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á bl. 50v: Nöfnin Jón og Gísli eru krotuð á blaðið. Neðst stendur: Bjarni Bjarnason á rímurnar.

Band

Gamalt band úr skinni fylgir í öskju (156 mm x 120 mm). Leifar af hamptaumum og pappírsræmum.

Fylgigögn
Blað úr þýskri bók fylgir handritinu.

Uppruni og ferill

Uppruni
Handritið var skrifað á Íslandi á 19. öld nema bl. 84-95 á s.hl. 18. aldar.
Ferill
Handritið kom frá Kanada.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi eignaðist handritið 10. janúar 2007.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
ÞS skráði 5.-11. maí 2020.

Notaskrá

Höfundur: Finnur Sigmundsson
Titill: Rímnatal
Lýsigögn
×

Lýsigögn