Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

SÁM 72

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Eddukvæði; Ísland, 1743

Nafn
Snorri Sturluson 
Fæddur
1178 
Dáinn
16. september 1241 
Starf
Lögsögumaður 
Hlutverk
Höfundur 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðmundur Andrésson 
Dáinn
1654 
Starf
Málfræðingur; Fræðimaður 
Hlutverk
Skrifari; Höfundur; Ljóðskáld; Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Magnús Ólafsson 
Fæddur
1573 
Dáinn
22. júlí 1636 
Starf
Prestur; Skáld 
Hlutverk
Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Egill Skallagrímsson 
Fæddur
900 
Dáinn
1000 
Starf
Viking 
Hlutverk
Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Böðvarsson 
Fæddur
1713 
Dáinn
1776 
Starf
Skáld 
Hlutverk
Ljóðskáld; Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Titilsíða

Edda Sæmundar prests hins fróða. Nú að nýju skrifuð af Árna Böðvarssyni, anno 1743. Edda Íslendinga. Samanskrifuð af spakvitrum Íslands fræðimeistara, Snorra Sturlusyni, með ágætum formála Guðmundar Andréssonar. Nú að nýju skrifuð af Árna Böðvarssyni, anno 1743.

Aths.
Akrabók

Innihald

1(3r-82v)
EddaSnorra-Edda
Titill í handriti

„Edda Íslendinga“

Aths.

Fyrir aftan Eddu-efnið er viðbótarefni.

1.1(3r-82v)
Fyrri partur Eddu
1.1.1(3r-11v)
Formáli Guðmundar Andréssonar
Titill í handriti

„Formáli Snorra-Eddu samsettur af Guðmundi Andréssyni“

Upphaf

Þrennar finnast meiningar um það hvaðan Eddunafn hafi sín rök …

Niðurlag

„… eftir fyrirsögn og formála sjálfs authoris Eddu, Snorra Sturlusonar“

Efnisorð

1.1.2(12r)
Formáli Magnúsar Ólafssonar
Titill í handriti

„Edda Islandorum Anno Christi M.CC.XV. Primum conscripta per Snorronem Sturlæ. Filium Nomophylacem. Hvað Edda sé“

Upphaf

Edda er íþrótt af forndiktuðum fróðra manna dæmisögum og margfundnum heitum hlutanna, …

Niðurlag

„… birtast með þeim formála eður Pologo sem eftir fylgir.“

Efnisorð

1.1.3(12r-17r)
Prolougus Snorra-Eddu
Upphaf

Almáttugur Guð skapaði í upphafi himin og jörð og alla þá hluti sem þeim fylgja …

Niðurlag

„… að þeirra tunga Asíumanna varð eigin tunga um öll þessi lönd.“

Efnisorð

1.1.4(17r-52r)
Gylfaginning
Titill í handriti

„Gylfaginning kap. 1 eður dæmisaga“

Upphaf

Gylfi kóngur réð þar löndum er nú heitir Svíþjóð …

Niðurlag

„… svo sem sjá má og læra í seinna parti þessarar bókar, sem hér eftir fylgir.“

Aths.

Fyrir neðan hefur verið skrifað með blýanti með seinni tíma hendi (sjá blað 52r).

1.1.5(52v)
Um Snorra Sturluson
Titill í handriti

„Snorre Sturlæ Filius natus eft.“

Upphaf

Anno Christi 1179 …

Niðurlag

„… cui nomen erat Urækia.“

Efnisorð

1.2(53r-77r)
Annar partur Eddu
1.2.1(53r-76r)
Um kenningar
Titill í handriti

„Um kenningar“

Upphaf

Í hinum fyrra partinum voru ritaðar þær frásögur af hvörjum teknar eru að fornu og nýju …

Niðurlag

„… Þang eður þara má kenna gras eður skóg sjóar eður fjöru eður skerja. Item eng sjóar. Fínís. Fínis.“

Skrifaraklausa

„Nú eru kenningar hér skrifaðar en kunni nokkuð til að vanta má síðar inn setja. Enda eg svo þessa bók þann 19. january anno 1743. Árni Böðvarsson.“

Aths.

Skrifaraklausan er á blaði 76r.

1.2.2(76v-77r)
Nokkrar fornvísur
Aths.

Á blað 77v sem annars er autt er skrifað: „Þessa bók á eg undirskrifaður með réttu og hún er mér heimiluð af hennar réttum eiganda mr. Jóni Sigurðssyni, Hörðubóli þann 12. júní 1832. […] J. Grímsson.“„Þessa bók Snorra- og Sæmundar-Eddur á eg undirskrifaður, J Grímsson 1832.“

Efnisorð
2(78r-135v)
Sæmundar-EddaSæmundar Edda hins fróða
Titill í handriti

„Edda Sæmundar prests hins fróða“

Aths.

Blað eða blöð virðast hafa glatast á milli blaða 132v-133r

2.1(78r-82r)
Heiti
2.1.1(78r-78v)
Óðinn; heiti hans, ætt og uppruni
Titill í handriti

„Hér segir fyrst um ætt Óðins frá Trojumönnum“

2.1.2(79r-79v)
Ásar og ásynjur
2.1.3(80r)
Nöfn goða og gyðja
2.1.6(81r)
Sverðaheiti
2.1.7(81r-81v)
Skipaheiti
2.1.8(81v)
Sjókenningar
2.1.9(81v-82r)
Sjávarheiti
Titill í handriti

„Þetta eru heiti á sjó“

Skrifaraklausa

„Kenningar má finna í síðari parti Snorra-Eddu. Byrjast því partar eður kvæði þessarar bókar sem eftir fylgja.“

Aths.

(Skrifaraklausan er á blaði 82r).

Heiti Óðins, ása og ásynja, goða og gyðja, nöfn dverga, skipa og sjávarheiti eru upplistuð í ofangreindum köflum; um heitin ásamt kenningum er fjallað í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu.

Svohljóðandi efnisyfirlit er á blaði 82v: „Þetta eru partar eður Capita Sæmundar-Eddu sem eftir fylgja: Völuspá, Hávamál, Vafþrúðnismál, Grímnismál, Skírnisför, Hárbarsljóð [sic], Þór dró Miðgarðsorm eður Hymiskviða, Lokasenna, Þrymskviða eður Hamarsheimt, Alvísmál, Frá Sigurði, Regin og Hnikar, Heilræði Brynhildar við Sigurð, Brynhildur reið Selveg, Frá dauða Fáfnis, Hyndluljóð hin gömlu, Gátur Gests blinda / getspeki Heiðreks kóngs, Gróuljóð, Fjölvinsmál, Bjargbúaþáttur.“

2.2(83r-86v)
Völuspá
Upphaf

Hljóðs bið eg allar helgar kindir …

Niðurlag

„… nú mun hún sökkvast.“

Aths.

Fimmtíu og níu erindi.

2.3(86v-90v)
Völuspá
Titill í handriti

„Vaticinum Volæ [Seu Sibyllinum]“

Upphaf

Sileant omnes, Sanctæ creaturæ …

Niðurlag

„… Níðhöggur funera, nunc ille terra dehiscet.“

Aths.

Fimmtíu og níu erindi Völuspár á latínu.

2.4(91r-106v)
Hávamál
Titill í handriti

„Hávamál en gömlu með þeirra appendice rúnacapitula af sjálfum Óðni kóngi ort og samsett“

Aths.

Alls 165 erindi (138+27 (rúnakapituli)).

2.4.1(91r-106v)
Hávamál
Upphaf

Gáttir allar …

Niðurlag

„… fold skal við flóði taka.“

2.4.2(91r-106v)
Hávamál
Titill í handriti

„Rúnakapituli“

Upphaf

Veit eg at eg hékk …

Niðurlag

„… Heilir þeirs hlýddu.“

2.5(107r-109r)
Vafþrúðnismál
Titill í handriti

„Vafþrúðnismál“

Upphaf

Ráð þú mér nú Frigg …

Niðurlag

„… Þú ert æ vísastur vera.“

2.6(109r-111v)
Grímnismál
Aths.

Lausamálskaflar eru meðfylgjandi kvæðinu í upphafi þess og lok.

2.6.1(109r-111v)
Grímnismál - lausamál
Titill í handriti

„Frá sonum Hrauðungs konungs“

Upphaf

Hrauðungur kóngur átti tvo sonu …

Niðurlag

„… Agnar var þar kóngur lengi síðan.“

2.6.2(109v-111v)
Grímnismál - kvæðið
Upphaf

Heitur ertu hripuður …

Niðurlag

„… allir af einum mér.“

2.7(111v-113r)
SkírnismálFör Skírnis
Titill í handriti

„För Skírnis“

Aths.

Lausamálskaflar eru í upphafi kvæðis og á milli vísna á tveimur - þremur stöðum.

2.7.1(111v)
Skírnismál - lausamál
Upphaf

Freyr sonur Njarðar …

Niðurlag

„… Freyr stóð úti og kvaddi hann og spurði tíðinda og kvað:“

2.7.2(111v-113r)
Skírnismál - kvæðið
Upphaf

Rístu nú Skírnir …

Niðurlag

„… enn sjá hálf hýnótt.“

2.8(113r-114v)
HárbarðsljóðFör Skírnis
Titill í handriti

„Harbarsljóð“

Aths.

Lausamálskafli er í upphafi kvæðis.

2.8.1(113r)
Hárbarðsljóð - lausamál
Upphaf

Þór fór úr austurvegi …

Niðurlag

„… var ferjukarlinn með skipið. Þór kallaði:“

2.8.2(113r-114v)
Hárbarðsljóð - kvæðið
Upphaf

Hver er sá sveinn sveina …

Niðurlag

„… Far þú nú þars þig hafi allan gramir.“

2.9(114v-116r)
Hymiskviða
Titill í handriti

„Þór dró Miðgarðsorm“

Upphaf

Ár valtívar / veiðar námu …

Niðurlag

„… ægis, eitt hörmeitið.“

2.10(116r-119r)
Lokasenna
Aths.

Lausamálskaflar eru í upphafi og lok kvæðis sem og á milli erinda á þremur stöðum.

2.10.1(116r-119r)
Lokasenna - lausamál
Titill í handriti

„Frá Ægi og goðum“

Upphaf

Ægir er að öðru nafni hét Gymir …

Niðurlag

„… Það eru nú kallaðir landskjálftar.“

2.10.2(116r-119r)
Lokasenna - kvæðið
Titill í handriti

„Lokasenna“

Upphaf

Seg þú það Eldir …

Niðurlag

„…brenni þér á baki.“

2.11(119r-120v)
Þrymskviða
Titill í handriti

„Þrymskviða eður Hamarsheimt“

Upphaf

Reiður var þá Vingþór …

Niðurlag

„… endur að hamri.“

2.12(120v-121v)
Alvíssmál
Titill í handriti

„Alvíssmál“

Upphaf

Bekki breiða / nú skal brúður með mér …

Niðurlag

„… uppi ertu dvergur um dagaður. Nú skín sól í sali.“

2.13(121v-122v)
Reginsmál
Titill í handriti

„Frá Regin og Sigurði Fáfnisbana“

Upphaf

Kominn er hingað sonur Sigmundar…

Niðurlag

„… og Hugin gladdi.“

Aths.

Aðeins hluti kvæðisins, þ.e. erindi 13 og erindi 16-26 (sjá Eddukvæði útgáfa Gísla Sigurðssonar 1999: 202-206). Skrifari hefur aðlagað efnið eða í forriti hans hafa efnistök verið með þeim hætti að lausamáli virðist á sinn hátt ætlað að gefa frekari skýringu á því sem fyrr er frá greint í kvæðinu.

2.14(122v-124r)
Sigurdrífumál
Aths.

Aðeins hluti kvæðisins, hefst í 5. erindi (sbr. Eddukvæði útgáfa Gísla Sigurðssonar 1999: 221-228). Niðurlag í lausu máli.

2.14.1(122v-123v)
Sigurdrífumál - kvæðið
Titill í handriti

„Brynhildarljóð eður heilræði Brynhildar við Sigurð“

Upphaf

Bjór færi eg þér …

Niðurlag

„ … römm eru róg af risin.“

Aths.

Sautján línur af niðurlagi kvæðisins eru ritaðar með annarri hendi á blaði 123v.

2.14.2(122v-123v)
Sigurdrífumál - niðurlag
Upphaf

Svo er sagt að Gjúkasynir sviku Sigurð í tryggðum …

Niðurlag

„ … hún lagði sig sverði til bana.“

2.15(124r-124v)
Helreið Brynhildar
Titill í handriti

„Brynhildur reið Helveg“

2.15.1(124r-124v)
Helreið Brynhildar - lausamál
Upphaf

Eftir dauða Brynhildar …

Niðurlag

„… þar er gýgur nokkur bjó. Gýgurin kvað:“

2.15.2(124r-124v)
Helreið Brynhildar - kvæðið
Upphaf

Skaltu í gögnum ganga eigi …

Niðurlag

„… gýgjar kyn“

2.16(124v-126r)
Guðrúnarkviða I
Titill í handriti

„Guðrúnarkviða“

Aths.

Lausamálskafli er á undan og á eftir kvæðinu.

2.16.1(124v-126r)
Guðrúnarkviða - lausamál
Upphaf

Guðrún sat yfir Sigurði dauðum …

Niðurlag

„… svo sem segir í Sigurðarkviðu inni skömmu.“

2.16.2(124v-126r)
Guðrúnarkviða - kvæðið
Upphaf

Ár var það er Guðrún gerðist að deyja …

Niðurlag

„… er hún sár um leit á Sigurði.“

2.17(126r-126v)
Fáfnismál
Titill í handriti

„Frá dauða Fáfnis“

Skrifaraklausa

„Þetta hefði átt að skrifast fyrri.“

Aths.

Skrifaraklausan er á blaði 126r.

Lausamálskafli er við upphaf kvæðisins. Kvæðið er ekki að fullu upp skrifað. Uppskriftinni lýkur við upphaf 23. erindis (sbr. Eddukvæði útgáfa Gísla Sigurðssonar 1999: 212, en þar eru erindin 44 (bls.208-218). Neðst á blaði 126v er eyða fyrir nokkrar línur.

2.17.1(126r)
Fáfnismál - lausamál
Upphaf

Sigurður hitti slóð Fáfnis á Gnitaheiði …

Niðurlag

„… Sigurður hljóp úr gröfinni og sá hver þeirra annan. Fáfnir kvað:“

2.17.2(126r-126v)
Fáfnismál - kvæðið
Upphaf

Sveinn og sveinn …

Niðurlag

„… Fáfnir muni, þitt var nú meira megin.“

2.18(127r-128v)
Hyndluljóð
Titill í handriti

„Hyndluljóð hin gömlu“

Upphaf

Vaki mér meyja …

Niðurlag

„… bið eg Óttari öll góð duga.“

2.19(128v-131v)
Heiðreks gáturGátur Gestumblinda
2.19.1(128v-129r)
Gátur Gestumblinda - formáli
Titill í handriti

„Formáli að getspeki Heiðreks kóngs“

Upphaf

Heiðrekur hét kóngur ágætur …

Niðurlag

„… Þá mælti Gestur:“

Efnisorð

2.19.2(129r-131v)
Gátur Gestumblinda - kvæðið
Upphaf

Hafa vildak / það í gær hafðak …

Niðurlag

„… því ber hann stýfðan stert.“

2.20(131v-132v)
GrógaldurSvipdagsmál
Titill í handriti

„Gróuljóð er hún gól syni sínum áður en það Óðinn í helju hvarf og hún var dauð“

Upphaf

Vaki þú Gróa / vaki þú góð kona …

Niðurlag

„… meðan þú mín orð of manst.“

Aths.

Fyrri hluti Svipdagsmála; — Fjölsvinnsmál eru talin til síðari hlutans (sjá lið 2.22)

2.21(132v)
Baldurs draumarVegtamskviða
Titill í handriti

„Vegtamskviða“

Upphaf

Senn voru æsir á þingi allir…

Niðurlag

„… Hvað er manna, það mér ókunnra er mér hefir aukið erfitt …“

Aths.

Kvæðið endar hér óheilt og það vantar í kvæðið frá fjórða vísuorði í fimmta erindi og til loka þess (í útgáfu Finns Jónssonar 1905, eru erindin fjórtán (bls. 169-173).

2.22(133r-133v)
FjölsvinnsmálSvipdagsmál
Upphaf

Gífur heitir / en Gere annar …

Niðurlag

„… nú er það satt / að við slíta skulum / ævialdri saman.“

Aths.

Vantar framan af kvæðinu sem hefst skv. útgáfu Finns Jónssonar (1905) í hdr. í fjórtánda erindi (sjá bls. 213-221, Finnur Jónsson).

2.23(134r-135v)
GrottasöngurHörpusöngurinn
Upphaf

Nú erum komnar / til kóngs húsa …

Niðurlag

„… hafa fullstaðið / fljóð að moldri [sic?].“

2.24(136r-137v)
Bergbúaþáttur
Titill í handriti

„Bjargbúaþáttur“

Aths.

Á eftir stuttum inngangskafla í lausu máli er dróttkveðið kvæði, oftast nefnt Hallmundarkviða og fylgja skýringar með. Í annarri gerð þáttarins þar sem vísurnar eru skrifaðar upp án skýringa (sbr. AM 564 a 4to) er lausamálsfrásögn sem er lengri og kvæðið er án skýringa (sjá nánar umfjöllun Þórhalls Vilmundarsonar 1991, Íslenzk fornrit XIII)

2.24.1(136r)
Bergbúaþáttur - Inngangsorð
Upphaf

Það er efni þessarar frásögu …

Niðurlag

„… Hellir þessi fannst aldrei síðan.“

2.24.2(136r-137v)
Bergbúaþáttur - HallmundarkviðaHallmundarkviða
Upphaf

Hrynur að heiða fenri …

Niðurlag

„… ónyt, mikið víti / onyt, mikið víti.“

Aths.

Fyrir neðan lokavísuna, eins og aðrar vísur kviðunnar, er útlegging hennar.

Efnisorð
2.25(137v-138v)
Sonatorrek
Titill í handriti

„Kvæði Egils Skallagrímssonar er hann kallaði Sonartorrek [sic]“

Upphaf

Mjög erum tregt / tungu að hræra …

Niðurlag

„… og óhryggur / heljar bíða.“

Efnisorð
2.26(138v-141r)
Höfuðlausn
Titill í handriti

„Kvæði Egils Skallagrímssonar nær hann leysti höfuð sitt á Norðymbralandi, anno 934. Eyrekur blóðöx og hirð hans heyrði á.“

Upphaf

Vestur fór eg um ver…

Niðurlag

„… vagna vára / eður vili tára.“

Skrifaraklausa

„Drápan er skrifuð eftir Runica Wormi.“

Aths.

(Skrifaraklausan er á blaði 141r).

Efnisorð
2.27(141r-144v)
Krákumál
Titill í handriti

„Ragnars kviða loðbrókar, skrifuð eftir Runica Wormi.“

Upphaf

Hjuggum vér með hjörvi …

Niðurlag

„… læjandi skal eg deyja.“

Skrifaraklausa

„Endir Loðbrókarkviðu“

Aths.

(Skrifaraklausan er á blaði 144v). Fyrir neðan skrifaraklausuna stendur með annarri hendi: „Þessi kviða kallast réttar Krákumál.

Efnisorð
2.28(144r-144v)
Ýmis kvæði
Aths.

Efst á blaði 144r má hugsanlega lesa „Úr sögu Hákons konungs gamla“. Þetta er þó illlæsilegt þar sem fyrirsögn er skert vegna afskurðar blaðsins. Meðal þess sem þarna er að finna er kveðskapur Sturlu Þórðarsonar um hernað Hákons í Vermalandi, kvæði úr Orkneyingasögu o.fl.

Efnisorð
2.29(146r)
Rúnastafróf
Titill í handriti

„Gamalt alfabet“

2.30(146v-148v)
Nokkrar deilur
Titill í handriti

„Deilur nokkrar“

Skrifaraklausa

„Þessar deilur skrifaði eg eftir gamalli skræðu en veit ei hvert að öllu réttar eru. Anno 1748 A: B: S:“

Aths.
Efnið virðist tengjast merkingu rúnanna.

(Skrifararklausan er á blaði 148v).

2.31(149r-149v)
Þórnaldarþula
Titill í handriti

„Þornaddarþula“

Upphaf

Hlýði fólk fræði mínu á meðan ég set sök mína í sleða …

Niðurlag

„… vinstra fæti, fótur úr feitleika. Fallið höfuð úr tönn.“

Aths.

Eitt elsta þekkta hdr. þulunnar (sbr. Einar G. Pétursson, Gripla XVIII)

Efnisorð
2.32(150r-153v)
Sólarljóð
Titill í handriti

„Sólarljóð Sæmundar prests hins fróða“

Upphaf

Óvinum þínum trú þú aldreigi …

Niðurlag

„… hinum líkn en lifa.“

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii +153 + ii blöð (190-192 mm x 145-150 mm).
Tölusetning blaða
Blöð handritsins voru ótölusett en merkt með blýanti af skrásetjara, 1-153. Leifar af fyrri blaðsíðumerkingu (bls. 1-25) má sjá á blöðum 78r-90r.
Kveraskipan

Tuttugu og þrjú kver. Blöð 1 og 2 (titilsíður) eru stök.

 • Kver I: blöð 3-9, 3 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver II: blöð 10-17, 4 tvinn.
 • Kver III: blöð 18-25, 4 tvinn.
 • Kver IV: blöð 26-33, 4 tvinn.
 • Kver V: blöð 34-41, 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 42-49, 4 tvinn.
 • Kver VII: blöð 50-57, 4 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 58-65, 4 tvinn.
 • Kver IX: blöð 66-73, 4 tvinn.
 • Kver X: blöð 74-77, 2 tvinn.
 • Kver XI: blöð 78-81, 2 tvinn.
 • Kver XII: blöð 82-90, 4 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver XIII: blöð 91-98, 4 tvinn.
 • Kver XIV: blöð 99-106, 4 tvinn.
 • Kver XV: blöð 107-114, 4 tvinn.
 • Kver XVI: blöð 115-122, 4 tvinn.
 • Kver XVII: blöð 123-128, 3 tvinn.
 • Kver XVIII: blöð 129-132, 2 tvinn.
 • Kver XIX: blöð 133-135, 1 tvinn + 1 stakt blað..
 • Kver XX: blöð 136-139, 2 tvinn.
 • Kver XXI: blöð 140-144, 2 tvinn + 1 stakt blað..
 • Kver XXII: blöð 145-149, 2 tvinn + 1 stakt blað..
 • Kver XXIII: blöð 150-153, 2 tvinn.

Ástand

 • Blað eða blöð virðast hafa glatast á milli blaða 132v-133r.
 • Blöð eru skítug og notkunarnúin.
 • Texti hefur skerst lítillega, t.d. á blöðum 145 og 149 vegna afskurðar blaða.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 165 mm x 125 mm.
 • Línufjöldi er ca 20-30.
 • Leturflötur er afmarkaður
 • Griporð eru víða.

Skrifarar og skrift

Að mestu með hendi Árna Böðvarssonar, fljótaskrift og kansellískrift. Á blöðum 150r-153v er þó hugsanlega önnur hönd.

Skreytingar

Rauður rammi er um leturflöt og tvöfaldur um titilsíður.

Fyrirsagnir eru með blekfylltum stöfum og upphafsstafir eru einnig blekfylltir (sbr. 3r).

Bókahnútur eða ígildi bókahnúts, þ.e. skreyting við niðurlag texta (sjá t.d. blöð 52v og 106v).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Nöfn fyrri eigenda má sjá á blöðum 1r-3r, 77v og á blaði 153v. Eitthvert krot er á blöðum 1v og 148v og viðbætur eru víða (sjá t.d. 99r).
Band

Band (205 mm x 165 mm x 43 mm) er nýlegt, klætt grænu leðri. Kjölur er þrykktur. Saurblöð eru ný, tvö hvoru megin, (annað tveggja úr japanspappír).

Fylgigögn

Seðill með upplýsingum um gefanda og feril.

Uppruni og ferill

Uppruni
Handritið var skrifað á Íslandi árið 1743.
Ferill

Upplýsingar um fyrri eigendur má fá í handriti: Á blaði 2v stendur: „Þessa bók heimila eg Mr. Jóni Grímssyni til eignar þann 12. júní 1832. Til merkis mitt nafn Jón Sigurðsson.“ Fyrir neðan hefur „J.Grímsson“ að því er virðist, kvittað fyrir móttöku. Á blað 77v er skrifað: „Þessa bók á ég undirskrifaður með réttu og hún er mér heimiluð af hennar réttum eiganda mr. Jóni Sigurðssyni, Hörðubóli þann 12. júní 1832. Testerar J. Grímsson.“ Og örlítið neðar á sama blaði: Þessa bók Snorra og Sæmdundar-Eddur á ég undirskrifaður J. Grímsson. Á blað 152v er skrifað: „Sölvason frá Löngumýri gefur Daníel Kristjáni þessa bók 1898.“

Að því er fram kemur á seðli hefur handritið verið keypt af bóksala í Ísrael af gefanda handritsins Erni Arnar ræðismanni og fjölskyldu hans.

Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar eignaðist handritið 2003 (sbr. seðil).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
VH skráði handritið í ágúst 2010

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Harðar sagaed. Bjarni Vilhjálmsson, ed. Þórhallur Vilmundarson1991; XIII
Einar G. Pétursson„Akrabók. Handrit að Eddum með hendi Árna Böðvarssonar á Ökrum og hugleiðingar um handritarannsóknir á Eddunum“, Gripla2007; 18: s. 133-152
Einar G. Pétursson„Undarleg örlög vísna“, Viskustykki undin Soffíu Guðnýju Guðmundsdóttur fimmtugri 4. apríl 20142014; s. 16-18
Philip Lavender„Oedipus Industrius Aenigmatum Islandicorum“, Gripla2015; 26: s. 229-273
Katelin Parsons„Albert Jóhannesson and the scribes of Hecla Island : manuscript culture and scribal production in an Icelandic-Canadian settlement“, Gripla2019; 30: s. 7-46
« »