Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

SÁM 66

Skoða myndir

Melsteðs-Edda; Ísland, 1765-1766

Nafn
Gunnar Pálsson 
Fæddur
2. ágúst 1714 
Dáinn
2. október 1791 
Starf
Prestur; Skáld; Rektor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Ljóðskáld; Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Haukur Þorgeirsson 
Fæddur
1980 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jónas Kristjánsson 
Fæddur
10. apríl 1924 
Dáinn
7. júní 2014 
Starf
Fyrrverandi forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar 
Hlutverk
Gefandi; Milligöngumaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Arngrímur Jónsson Vídalín ; lærði 
Fæddur
1568 
Dáinn
27. júní 1648 
Starf
Prestur; Rektor 
Hlutverk
Fræðimaður; Eigandi; Höfundur; Ljóðskáld; Þýðandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Snorri Sturluson 
Fæddur
1178 
Dáinn
16. september 1241 
Starf
Lögsögumaður 
Hlutverk
Höfundur 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Björn Jónsson 
Fæddur
1574 
Dáinn
28. júní 1655 
Starf
Bóndi; Lögréttumaður 
Hlutverk
Höfundur; Ljóðskáld; Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jakob Sigurðsson 
Fæddur
1727 
Dáinn
1779 
Starf
Skáld 
Hlutverk
Skrifari; Höfundur; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Gísli Gíslason 
Fæddur
1797 
Starf
Bókbindari; Bóndi 
Hlutverk
Eigandi; Bókbindari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Magnús Guðmundsson 
Fæddur
1798 
Starf
Bóndi 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Sigurður Sigurðsson 
Fæddur
1771 
Starf
Bóndi 
Hlutverk
Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Finnbogi Sigurðsson 
Fæddur
1766 
Starf
Skylduhjú 
Hlutverk
Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Ísak Þorsteinsson 
Fæddur
1777 
Starf
Vinnumaður 
Hlutverk
Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Sigurðsson 
Fæddur
17. júní 1811 
Dáinn
7. desember 1879 
Starf
Fræðimaður; Skjalavörður 
Hlutverk
Fræðimaður; Skrifari; Höfundur; Nafn í handriti ; Eigandi; Gefandi; Bréfritari; Viðtakandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kaupmannahöfn 
Svæði
Sjáland 
Land
Danmörk 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Jóakimsson 
Fæddur
1815 
Starf
Hreppstjóri; Prestur 
Hlutverk
Ekki vitað 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kenneth Melsted 
Fæddur
19. júní 1931 
Starf
Óðalsbóndi 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Gísli Sigurðsson 
Fæddur
1959 
Starf
Fræðimaður 
Hlutverk
Ekki vitað 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Benedikt Jónsson 
Fæddur
28. janúar 1846 
Dáinn
1. febrúar 1939 
Starf
Bókavörður; Bóndi 
Hlutverk
Ekki vitað 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Arngrímur Gíslason 
Fæddur
8. janúar 1829 
Dáinn
21. febrúar 1887 
Starf
Málari; Bókbindari 
Hlutverk
Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kristján Eldjárn 
Fæddur
6. desember 1916 
Dáinn
14. september 1982 
Starf
Forseti Íslands; Fornleifafræðingur 
Hlutverk
Fræðimaður; Gefandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Sigurjón Þorgrímsson 
Fæddur
2. maí 1864 
Starf
Vert 
Hlutverk
Ekki vitað 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Elín Sigríður Magnúsdóttir 
Fædd
1832 
Starf
 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jóhannes Magnússon, Frímann Melsted 
Fæddur
1759 
Starf
 
Hlutverk
Ekki vitað 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Leo Melsted 
Starf
Bóndi 
Hlutverk
Ekki vitað 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
St. Petersen 
Starf
 
Hlutverk
Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Haraldur Bessason 
Fæddur
14. apríl 1931 
Dáinn
8. apríl 2009 
Starf
Háskólarektor 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Örn Arnar 
Starf
Ræðismaður Íslands 
Hlutverk
Ekki vitað 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska (aðal); Latína

Innihald

1(1r-72v)
Sæmundar-Edda
Titill í handriti

„Bókin Edda, hvörja samsett hefur Snorri Sturluson lögmaður. Anno Kristi MCCXV. Prentuð í Kaupinhavn í íslensku, dönsku og latínu. Anno domini 1665. En nú að nýju uppskrifuð anno xi MDCCLXV.“

1.1(2r-2v)
Efnisyfirlit
Titill í handriti

„Registur yfir kviðlinga Sæmundar-Eddu“

Upphaf

I. Völuspá, II. Hávamál, III Rúnatalsþáttur …

Niðurlag

„… XXIX. Guðrúnarkviða Gjúkadóttur, XXIX. Guðrúnar lok, XXX. Gunnar(!)slagur.“

1.2(3r-6v)
Völuspá
Titill í handriti

„Völuspá“

Upphaf

Hljóðs bið eg allar helgar …

Niðurlag

„… þá mun hún sökkvast.“

1.3(6v-13r)
Hávamál
Titill í handriti

„Hávamál“

Upphaf

Gáttir allar áður gangi fram …

Niðurlag

„… heilir þeir sem hlýddu.“

1.3.1(13r-14v)
Hávamál
Titill í handriti

„Rúnatalsþáttur Óðins“

Upphaf

Veit eg að eg …

Niðurlag

„… eður mín systir sé.“

Aths.

Þátturinn er hluti af Hávamálum.

1.4(14v-17r)
Vafþrúðnismál
Titill í handriti

„Vafþrúðnismál“

Upphaf

Ráð þú mér nú Frigg …

Niðurlag

„… þú ert æ vísastur vera.“

1.5(17r-21r)
Grímnismál
Titill í handriti

„Grímnismál“

Efnisorð
1.5.1
Grímnismál - prósi
Upphaf

Hrauðungur konungur átti tvo sonu …

Niðurlag

„… en Agnar var þ(!) þar lengi konungur síðan.“

1.5.2
Grímnismál - kvæði
Upphaf

Heitur ertu, hripuður …

Niðurlag

„… allir af einum mér.“

1.6(21r-23r)
Skírnismál
Titill í handriti

„Skírnisför“

1.6.1
Skírnismál - prósi
Upphaf

Freyr sonur Njarðar …

1.6.2
Skírnismál - kvæði
Upphaf

Rístu nú, Skírnir …

Niðurlag

„… en sjá hálf hýnótt. “

1.7(23r-25v)
Hábarðsljóð
Titill í handriti

„Hábarðsljóð“

1.7.1
Hábarðsljóð - prósi
Upphaf

Þór fór nú austurvegi …

1.7.2
Hábarðsljóð - kvæði
Upphaf

Hver er sjá sveinn sveina …

Niðurlag

„… Farðu nú þars þig hafi allir gramir. “

1.8(25v-27v)
Hymiskviða
Titill í handriti

„Hymiskviða“

Upphaf

Ár valtívar veiðar námu …

Niðurlag

„… eitt hörmeitið. “

1.9(27v-31r)
Lokasenna
1.9.1(27v-28r)
Lokasenna - prósi
Titill í handriti

„Ægisdrykkja“

Upphaf

Ægir er öðru nafni hét Gymir …

Niðurlag

„… Loki kvaddi hann. “

1.9.2(28r-31r)
Lokasenna - kvæðið
Titill í handriti

„Lokaglefsa“

Upphaf

Seg þú það Eldir …

Niðurlag

„… og brenni þér á baki.“

1.9.2.1
Niðurlag - prósi
Niðurlag

„… þar eru nú kallaðir landskjálftar. “

1.10(31r-32v)
Þrymskviða
Titill í handriti

„Hamarsheimt“

Upphaf

Reiðir(!) var þá Vingþór …

Niðurlag

„… Svo kom Óðins sonur endur að hamri. “

1.11(33)
Baldurs draumar
Titill í handriti

„Vegtamskviða“

Upphaf

Senn voru æsir allir á þingi …

Niðurlag

„… og ragna rök rjúfendur koma. “

1.12(34r-35r)
Alvíssmál
Titill í handriti

„Alvíssmál“

Upphaf

Bekki breiða …

Niðurlag

„… nú skín sunna í dali. “

1.13(35v-38r)
Völundarkviða
Titill í handriti

„Völundarkviða“

Aths.

Frásögnin er að mestu leyti í bundnu máli en upphaf hennar er í lausu máli.

1.13.1
Völundarkviða - prósi
Upphaf

Níðaður hét kóngur í Svíþjóð …

1.13.2
Völundarkviða - kvæðið
Upphaf

Meyjar flugu sunnan …

Niðurlag

„… vinna máttag. “

1.14(38r-38v)
Grógaldur
Titill í handriti

„Gróu galdur er hún gól syni sínum dauð“

Upphaf

Vaki þú Gróa …

Niðurlag

„… meðan þú mín orð of mant. “

Efnisorð
1.15(38v-40v)
Fjölsvinnsmál
Titill í handriti

„Fjölsvinsmál“

Upphaf

Utan garða hann sá upp um koma …

Niðurlag

„… ævi og aldri saman. “

Aths.

Grógaldur og Fjölsvinsmál eru einu nafni kölluð Svipdagsmál.

Efnisorð
1.16(41r-42v)
Grottasöngur
Efnisorð
1.16(41r-41v)
Grottasöngur - prósi
Titill í handriti

„Grottasöngur. “

Upphaf

Gull er kallað mjöl Fróða. Þar til er saga sjá að Skjöldur hét sonur Óðins …

Niðurlag

„… og þá var þ(!) sær saltur síðan.“

Efnisorð
1.16.1(41v-42v)
Grottasöngur - kvæðið
Titill í handriti

„Grottasöngur. “

Upphaf

Nú erum komnar til kóngs húsa …

Niðurlag

„… hafa fullstaðið fljóð að meldri. “

Efnisorð
1.17(43r-45v)
Hyndluljóð
Titill í handriti

„Hyndluljóð “

Upphaf

Vaki mær meyja …

Niðurlag

„… bið eg Óttari öll goð duga. “

Efnisorð
1.18(45v-49r)
Sólarljóð
Titill í handriti

„Sólarljóð “

Upphaf

Fé og fjörvi …

Niðurlag

„… Drottinn gefi dauðum ró, hinum líkn, sem lifa. “

1.19(49r-51v)
Helgakviða Hundingsbana hin fyrri
Titill í handriti

„Helgakviða Hundingsbana“

Upphaf

Ár var alda …

Niðurlag

„… Þá er sök lokið. “

1.20(52r-55v)
Helgakviða HjörvarðssonarHelgakviða Haddingaskaða
Titill í handriti

„Helgakviða Haddingaskaða“

1.20.1
Helgakviða Hjörvarðssonar - prósi
Upphaf

Hjörvarður hét kóngur …

Niðurlag

„… Helgi og Sváfa er sagt að væri endurborin.“

1.20.2
Helgakviða Hjörvarðssonar - kvæðið
Upphaf

Sástu Sigurlinn Sváfnisdóttur …

Niðurlag

„… þess er buðlungr var bestur und sólu.“

1.21(55v-59r)
Helgakviða Hundingsbana önnur
Titill í handriti

„Frá Völsungum. Helgakviða hundingsbana önnur.“

1.21.1
Helgakviða II - prósi
Upphaf

Sigmundur Völsungsson átti Borghildi …

Niðurlag

„… Hét hann þá Helgi Haddingaskaði en hún Kára Hálfdanardóttir, svo sem kveðið er í Káraljóðum, og var hún valkyrja.“

1.21.2
Helgakviða II - kvæðið
Upphaf

Seg þú Hemingi að Helgi man …

Niðurlag

„… en um daga sjálfa.“

1.22(59)
GrípisspáSigurðarkviða Fáfnisbana hin fyrsta
Titill í handriti

„Sinfjötlalok“

Upphaf

Sigmundur Völsungsson var kóngur …

Niðurlag

„… og hann kalla menn frægastan allra herkónga sem verið hafa í fornum sögum. “

1.22.1(60r-62r)
Grípisspá
Titill í handriti

„Sigurðarkviða Fáfnisbana eður Grípisspá“

Efnisorð
1.22.1.1
Grípisspá - prósi
Upphaf

Grípir hét sonur Eylima kóngs …

Efnisorð
1.22.1.2
Grípisspá - kvæðið
Upphaf

Hver byggir hér …

Niðurlag

„… mína ævi ef mættir það Grípir. “

Efnisorð
1.23(62v-64v)
ReginsmálSigurðarkviða Fáfnisbana önnur
Titill í handriti

„Sigurðarkviða Fáfnisbana önnur. Um uppruna Fáfnis“

1.23.1
Reginsmál - prósi
Upphaf

Sigurður gekk til stóðs Hjálpreks …

Niðurlag

„… og sá þá hver annan. Fáfnir kvað þá þetta.“

1.23.2
Reginsmál - kvæðið
Upphaf

Hvað er það fiska …

Niðurlag

„… og huginn gladdi.“

1.24(64v-66v)
Fáfnismál
Titill í handriti

„Fáfnismál“

Upphaf

Sveinn og Sveinn …

Niðurlag

„… fór sköpum norna.“

1.24.1
Fáfnismál (niðurlag) - prósi
Niðurlag

„… hann steig á bak hanum. “

1.25(66v-69r)
Sigurdrífumál
Titill í handriti

„Brynhildarkviða Buðladóttur“

1.25.1
Sigurdrífumál - prósi
Upphaf

Sigurður reið upp á Hindarfjall …

Niðurlag

„… konur og karlar að hugga hana en það var eigi auðvelt og er þetta þar um kveðið. “

1.25.2
Sigurdrífumál - kvæðið
Upphaf

Hvað beit brynju …

Aths.

Kviðan endar ekki eins og almennast er í útgáfum.

1.26(69r-71r)
Guðrúnarkviða IGuðrúnarkviða hin fyrsta
Titill í handriti

„Guðrúnarkviða Gjúkadóttur“

Upphaf

Ár var þess Guðrún …

Niðurlag

„… er hún sár um leit á Sigurði. “

1.26.1
Atlakviða
Upphaf

Fullrætt er um þetta …

Niðurlag

„… björt áður sylti.“

Aths.

Niðurlag frásagnarinnar á blöðum 70r (neðst)-71r (efst) er að mestu í lausu máli en þar segir í stuttu máli frá brottför Guðrúnar til Danmerkur og hvernig Brynhildur Buðladóttir tók líf sitt. Einnig er greint frá Gunnari og Högna og Fáfnisarfi, svikráðum Atla og hefnd Guðrúnar. í niðurlagi er síðasta erindi Atlakviðu.

1.27(71r-72r)
Gunnarsslagur
Titill í handriti

„Gunnarsslagur“

Upphaf

Ár var það Gunnar …

Niðurlag

„… hljóðfagra sveigja hörpustrengi. “

Aths.

Sjá Haukur Þorgeirsson 2008: Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku : Eddukvæði frá 18. öld.

Efnisorð
1.28(72r-72v)
Guðrúnarhvöt
Titill í handriti

„Guðrúnarlok“

1.28.1
Guðrúnarhvöt - prósi
Upphaf

Guðrún gekk þá til sævar …

Aths.

Frásögnin hefst eins og almennast er, þ.e. á lausamálskafla en bundna málið hefst hér í þrettánda erindi og lýkur í tuttugasta og öðru erindi (sbr. útgáfu; Finnur Jónsson1905: 447-450 ).

1.28.2
Guðrúnarhvöt - kvæðið
Upphaf

Gekk eg til strandar …

Niðurlag

„… að þetta tregrófum talað verði. “

Skrifaraklausa

„Svo enda eg Sæmundar Eddu Sigfússonar hins fróða þann XXVII. 3cdsyxsl Anno MDCCLXV. A RhXIXMCRC MlsbsXlYÞ2MXЗ: ERVKЗ YEXÞNAY YKH. Nafn Skrifarans er tekið úr Rammvillingi.“

Aths.

Nafn skrifarans ritað með rammvillingsletri hefur Jónas Kristjánsson ráðið (sjá um hendur hér fyrir neðan).

2(73r-80v)
Myndir úr goðakvæðunum
Aths.

Goðsagnaefni Sæmundar-Eddu og Snorra-Eddu táknað myndrænt (sjá nánar í umfjöllun um skreytingar hér fyrir neðan).

Efnisorð
3(81r-161v)
Snorra-Edda
Titill í handriti

„Bókin Edda, hvörja samsett hefur Snorri Sturluson lögmaður. Anno Kristi MCCXV. Prentuð í Kaupinhavn í íslensku, dönsku og latínu. Anno domini 1665, en nú að nýju uppskrifuð anno xi MDCCLXV.“

3.1(81r-105r)
Formálar og athugsemdir
Efnisorð

3.1.1(82r-83r)
Fyrsti formáli
Titill í handriti

„Fyrsti formáli til Eddu“

Upphaf

1. Stutt undirvísun um hennar nafn …

Niðurlag

„… hvör má halda hér um það sjónum sjálfum best fellur og líkar. “

Efnisorð

3.1.2(83r-88v)
Annar formáli
Titill í handriti

„Annar formáli nýgjörður“

Upphaf

Ljóst er mönnum af …

Niðurlag

„… og latínskum diktum ef menn vilja. “

Efnisorð

3.1.2.1(88v-90v)
Notatio de Venere
Titill í handriti

„Notatio de Venere“

Upphaf

Venus ástargyðjan er áður nefnd …

Niðurlag

„… manninum gefur. “

3.1.2.2(90v-92v)
Notatio de Idolomania
Titill í handriti

„Notatio de Idolomania“

Upphaf

Vocabulum …

Niðurlag

„… frá Júpiter eður Saturnó. “

Skrifaraklausa

„Endir þess annars formála bókarinnar Snorra-Eddu.“

3.1.3(93r-94r)
Þriðji formáli
Titill í handriti

„Formáli séra Arngríms Jónssonar að Mel í Miðfirði.“

Upphaf

Það að vorir forfeður hafi iðkað bóklegar listir …

Niðurlag

„… Guð gefi öllum skilning í því hinu góða. Amen. Arngrímur Jónsson.“

Skrifaraklausa

„Endir á formála séra Arngríms Jónssonar að Mel í Miðfirði vestur.

Efnisorð

3.1.4(94v-105r)
Fjórði formáli
Titill í handriti

„Formáli authoris um það hvað Edda sé“

Upphaf

Edda er íþrótt af forndiktuðum fróðra manna dæmisögum …

Niðurlag

„… þar töluð um öll lönd, þessi áður sögð.“

Efnisorð

3.2(105r-137v)
Fyrsti partur Snorra-Eddu
Titill í handriti

„I. dæmisaga. Gylfaginning, Hás lygi“

Upphaf

Gylfi réð þar löndum er nú heitir Svíþjóð …

Niðurlag

„… læra má í hinum seinna parti þessarar bókar.“

3.3(138r-161v)
Annar partur Snorra-Eddu
Titill í handriti

„Annar partur Snorra-Eddu sem eru nöfn og kenningar eftir stafrófi. A. Ásaheiti“

Upphaf

Baldur … Bragi, Forseti…

Niðurlag

„… minnkunn, æska, ungdómur, örvesi, æviþrot.“

Skrifaraklausa

„Endir þess annars parts Snorra-Eddu.Tɛλos.“

4(162r-169v)
Stafróf og rúnir
Titill í handriti

„Stafróf og rúnir.“

Upphaf

Alphabetum Græckum; Alpabetum hebreum

Niðurlag

„… kann það að ske með Guðs hjálp í framtíðinni. Finis.“

Tungumál textans

Íslenska (aðal); Latína

5(170r-211v)
Tímatalsfræði
Tungumál textans

Íslenska (aðal); Latína

5.1(170r-203v)
Rímfræði
Titill í handriti

„Calendarium sem er það íslenska rím sem sýnir þá gömlu tíma og þann mismun sem varð á því gamla og nýja tímatali. Saman tekið af vel aðla biskupinum yfir Skálholtsstifti M. Þórði Þorlákssyni loflegrar minningar. Prentuð í Skálholti. Anno MDCLXIII“

Upphaf

Januarius …

Niðurlag

„… Hér með endast þetta calendarium.“

Aths.

Samantektin hefst á annál sem nær frá janúar fram í desember. Þar greinir m.a. frá sólargangi í tengslum við stjörnumerkin (í janúar „þá sól gengur í Vatnsberamerki“), hvenær sólin kemur upp og hve lengi hún er á lofti (í janúar er sólar-„uppkoma kl. 9.2. avart undirg.: kl. 2.2“).

5.2(203-210r)
Rímfræðiviðbætur
Titill í handriti

„Lítilvæg appendix eður viðbætur þessa ríms. 1. Um fjóra parta ársins og þeirra tempran item um vinda og veðráttufar“

Upphaf

Ár skiptist í fjórðunga sem áður er um getið …

Niðurlag

„… hvort oss hjáli(!) vor gæskuríki Guð í Jesúnafni, amen. Tantum.“

Aths.

Í viðbótunum er m.a. auk tímatalsfræða fjallað um „böð, blóðtökur og lækningar“ og „um heilsu- og vanheilsuteikn á manneskjunni.“

5.3(211v)
Tafla Pyþagorusar
Titill í handriti

„Mensa Pythagoræ.“

Upphaf

Þessa undirsetta töflu lét sá nafnfrægi reikningsmeisari Pyþagoras vera frammi fyrir sér alla daga á sínu borði í sínu húsi, þar eð hann hafði sitt aðsetur.

Aths.

Fyrir neðan er tafla Pyþagorusar, „Taflan“ (níu ferningar langsum og þversum, í hverjum ein tala frá 1-81).

Efnisorð

6(212r-217v)
Reikningskúnst
Titill í handriti

„Lítið ágrip um þær fjórar species í reikningskúnstinni þá undan eru gengin. Numeratio eður talan. 1. Additio eður tillagstalan, 2. subtractio eður afdráttartalan, 3. multiplicatio, margfjölganditalan, 4. divisio, skipta- eður sundurdeilingartalan. Handa bændum og börnum að komast fyrst í þá stöfun og til mikillrar nytsemdar ef iðka sig í því sama sérdeilis í kaupum og sölum. Í hvorjum additio og subtractio helstir brúkast. Innréttuð það næst hefur orðið komist. Eftir E. Hatton. Reikningskúnst eður arithmetica. Skrifað anno 1766 in January.“

Upphaf

Fyrst er aðgætandi að þessar eftirfylgjandi 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 …

Niðurlag

„… með útlendum bókum, kann það að ske með Guðs hjálp í framtíðinni. Finis.“

Aths.

Fyrir ofan meginmálið er tafla: Numeratio Tala.

Efnisorð

7(218r-235r)
Völuspárútlegging Björns á Skarðsá og ættartala Óðins
7.1(218r-234r)
Völuspárútlegging Björns á Skarðsá
Titill í handriti

„Útlegging Björns Jónssonar á Skarðsá í Skagafirði yfir Völuspá. Fyrsti kapituli.“

Upphaf

Tvær bækur eru þær hér á Íslandi er menn nefna almennilega hvörja fyrir sig Eddu …

Niðurlag

„… höfuðkóngur Trojuborgar og Eddu dæmisögur sagða(!) Gylfa kóngi. Finis.“

7.2(234v-235r)
Ættartala Óðins
Titill í handriti

„Ættartala Óðins. Frá Adam til biskups Jóns Arasonar á Hólum.“

Upphaf

Adam …

Niðurlag

„… Jón Arason Hólabiskup.“

Skrifaraklausa

„Hér endar ættartölu Óðins frá Adam.“

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
ii + 235 + ii blöð (182-184 mm x 145 mm). Blöð 1v, 81v og 235v eru auð.
Tölusetning blaða

Handritið skiptist í sjö misstóra hluta (sjá: Innihald) og hafa þeir flestir sitt upphaflega blaðsíðutal sem sjá má leifar af en sums staðar er það alveg horfið, hugsanlega vegna afskurðar blaða. Síðara blaðtal er með tvennu móti. Það nær annars vegar yfir handritið í heild og blöð eru þar merkt með blýanti 1, 5, 10, 15, 20, … …230, 235. Hins vegar bera blöð 162-218 jafnframt blaðsíðutalið 1-57.

Blaðtal er því með eftirfarandi hætti. Fyrsti til þriðji hluti (blöð 1-161):

 • Fyrsti hluti (blöð 1-72): bls. 1-160; titilsíða og efnisyfirlit eru án upphaflegrar síðumerkingar.
 • Annar hluti (blöð 73-80): Sextán myndir (sem eru merktar síðar (bls. 2-18)).
 • Þriðji hluti (blöð 81-161): bls. 1- 158.

Fjórði til sjöundi hluti (blöð 162-235):

 • Fjórði hluti (blöð 162-169 (blöð 1-8)): Eldri merking er einungis greinanleg á fyrstu síðu „1“.
 • Fimmti hluti (blöð 170-211 (blöð 9-50): Leifar af eldri merkingu er efst í horni ytri spássíu blaða.
 • Sjötti hluti (blöð 212-217 (blöð 51-56)): Leifar blaðsíðumerkingar gefa til kynna að blaðsíður hafi verið merktar 1-12.
 • Sjöundi hluti (blöð 218-235 (blað 218 er einnig merkt 57)): bls. 1-34.

Kveraskipan

Þrjátíu kver.

 • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
 • Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn.
 • Kver IV: blöð. 25-32, 4 tvinn.
 • Kver V: blöð 33-40, 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 41-48, 4 tvinn.
 • Kver VII: blöð 49-56, 4 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 57-64, 4 tvinn.
 • Kver IX: blöð 65-72, 4 tvinn.
 • Kver X: blöð 73-80, 3 tvinn + 2 stök blöð.
 • Kver XI: blöð 81-88, 4 tvinn.
 • Kver XII: blöð 89-96, 4 tvinn.
 • Kver XIII: blöð. 97-104, 4 tvinn.
 • Kver XIV: blöð 105-113, 4 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver XV: blöð 114-121, 4 tvinn.
 • Kver XVI: blöð 122-129, 4 tvinn.
 • Kver XVII: blöð 130-137, 4 tvinn.
 • Kver XVIII: blöð 138-145, 4 tvinn.
 • Kver XIX: blöð 146-153, 4 tvinn.
 • Kver XX: blöð 154-161, 4 tvinn.
 • Kver XXI: blöð 162-169, 4 tvinn.
 • Kver XXII: blöð 170-177, 4 tvinn.
 • Kver XXIII: blöð. 178-185, 4 tvinn.
 • Kver XXIV: blöð 186-193, 4 tvinn.
 • Kver XXV: blöð 194-201, 4 tvinn.
 • Kver XXVI: blöð 202-209, 4 tvinn.
 • Kver XXVII: blöð 210-217, 4 tvinn.
 • Kver XXVII: blöð 218-225, 4 tvinn.
 • Kver XXIX: blöð 226-233, 4 tvinn.
 • Kver XXX: blöð 234-235, 1 tvinn.

Ástand

 • Morknað hefur úr jöðrum stöku blaða (sjá t.d. blöð 1, 73 og 74). Einnig hefur morknað úr blöðum á tvinnmótum, þ.e. við innri spássíur (sjá t.d. blöð 75-81 og blað 88).

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 150-160 mm x 110-125 mm
 • Línufjöldi er ca 25-30.
 • Efnistengdar titilsíður eru fjórar en handritið skiptist í sjö misstóra hluta.
 • Kaflaskipting - ónúmeruð í fyrsta hluta bókarinnar en dæmisögurnar eru númeraðar I-LXXIV (sjá blöð 81r-161v). Sömuleiðis er kaflaskipting tímatalsfræðinnar númeruð I-XXI (sjá blöð 170-203v) og útlegging Björns Jónssonar á Skarðsá á Völuspá er í nítján köflum (I-XIX, sjá blöð 218r-234r) . Í öðrum parti Snorra-Eddu eru nöfn og heiti í stafrófsröð (sjá blöð 137r-161v).
 • Síðutitlar.
 • Griporð eru á stöku stað (sjá t.d. blöð 6v og 229v) og þá oftast á verso-hlið blaða.
 • Frásögnin endar á stundum í totu (sjá t.d. blöð 161v og 234r).

Skrifarar og skrift

Bókin er fallega skrifuð og upp sett með hendi Jakobs Sigurðssonar í Vopnafirði. Jónas Kristjánsson réð nafn skrifarans úr rammvillingsletri (sjá Gísli Sigurðsson 2002: 179).

 • Blöð 1-80 og 137-182, kansellískrift.

 • Blöð 81-136 og 183-235, fljótaskrift. Kansellískrift er á fyrisögnum og fyrstu línu eftir kaflaskil (sjá t.d. blað 222v). Inn á milli í texta bregður einnig fyrir kanasellískrift, sbr. t.d. á blaði 223r.

Skreytingar

Á blöðum73r-80v eru sextán frásagnarmyndir tengdar efni handritsins:

 • Mynd á blaði 73r sýnir hvar geitin Heiðrún stendur uppi á Valhöll og bítur barr af greinum trésins Léraðar. Mjöðurinn sem daglega rennur úr spenum Heiðrúnar er svo mikill að hann nægir öllum einherjum í Valhöll.
 • Mynd á blaði 73v sýnir Óðin, Loka og Hæni þar sem þeir eru að matreiða uxa og gengur það erfiðlega. Þjassi jötunn situr á trjágrein fyrir ofan þá í arnarlíki. Það verður að samkomulagi milli þeirra og arnarins að hann sjái um að kjötið sjóði og í staðinn fái hann fylli sína af uxanum. Framhald sögunnar tengist samskiptum Loka og arnarins og hvarfi Iðunnar og yngingareplanna úr Ásgarði. Loki náði bæði eplunum og Iðunni aftur og hefndum að auki.
 • Mynd á blaði 74r sýnir kýrina Auðhumlu og mjólkurárnar fjórar sem runnu úr spenum hennar. Þar má einnig sjá hvernig hún sleikir Búra úr hrímsteini.
 • Mynd á blaði 74v sýnir hvernig Baugi bróðir Suttungs jötuns borar Hnitbjörg með nafrinum Rata. Frásögnin tengist Óðni og tilraun hans til að komast yfir skáldamjöðinn sem geymdur var í Hnitbjörgum. Baugi bróðir Suttungs ásamt Bölverki (Óðni) freistuðu þess að komast sjálfir að miðinum með því að bora í gegnum bjargið.
 • Mynd á blaði 75r tengist tilraun Hermóðar hins hvata sonar Óðins til að heimta Baldur úr Helju. Þá för fór Hermóður á hestinum Sleipni að beiðni Friggjar en í staðinn skyldi hann öðlast alla hennar ást og hylli. Helja sagðist ekki sleppa Baldri nema allir hlutir í heiminum, lifandi og dauðir, grætu hann. Allir gerðu það nema gýgurinn Þökk en hún er talin hafa verið Loki dulbúinn. Baldur var því áfram í Helju. Á myndinni eru Hermóður, Sleipnir og Baldur.
 • Mynd á blaði 75v sýnir hvernig Höður hinn blindi, leggur að undirlagi Loka, mistiltein í gegnum Baldur hinn góða bróður sinn og verður honum þannig að aldurtila.
 • Mynd á blaði 76r sýnir Óðin í arnarham fljúga með Hnitbjargarmjaðarfyllina og hvernig hann spýtir skáldamiðinum í ker ásanna. Óðinn gaf mjöðinn ásunum og þeim mönnum sem kunna að yrkja.
 • Mynd á blaði 76v sýnir Ull son Óðins og Sifjar og stjúpson Þórs. Hann var afburða bogmaður og skíðakappi (sjá blað 109r), fallegur og góður hermaður og því gott að heita á hann í einvígi.
 • Mynd á blaði 77r sýnir Óðin, guð skáldskapar og vígaferla. Hann er eineygður þar sem hann lagði annað auga sitt að veði fyrir drykk úr viskubrunninum (Mímisbrunni). Á myndinni má einnig sjá hrafna Óðins, Hugin og Munin, sitjandi á öxlum hans en þeir flytja honum fréttir um allan heim.
 • Mynd á blaði 77v er af Ása-Þór með sína þrjá kostagripi, hamarinn Mjölni, járnglófa og megingjarðir.
 • Myndin á blaði 78r tengist frásögninni af því þegar Gylfi konungur kemur í dulargervi til Ásgarðs frá Svíþjóð og hittir þar fyrir höfðingjana Háan, Jafnháan og Þriðja. Hann spyr margra spurninga og þeir fræða hann um ýmislegt. Þeir segja honum meðal annars frá sköpun heimsins, norrænni heimsmynd, hlutverki asksins Yggdrasils, brúarinnar Bifrastar og mörgu fleiru.
 • Mynd á blaði 78v sýnir Fenrisúlf fjötraðan. Ásunum hafði tekist að lokka úlfinn með því að leggja hönd Týs að veði. Í látunum við að reyna að leysa fjöturinn beit úlfurinn hönd Týs af og heitir sá hluti handarinnar síðan úlfliður en Týr var einhendur upp frá því. Fjöturinn hélt.
 • Mynd á blaði 79r sýnir Loka Laufeyjarson með netið sitt en æsir sóttu að honum.
 • Mynd á blaði 79v sýnir Þór á sjó með jötninum Hymi og dregur hér Miðgarðsorm.
 • Mynd á blaði 80r sýnir Heimdall og hornið hans en þegar hann blæs í hornið heyrist það um allan heim. Hann er sendiboði guðanna og er með vængi á höfði og á fótum.
 • Mynd á blaði 80v sýnir Sleipni hest Óðins. Hann er bestur hesta ásanna og hefur átta fætur. Hann kom undir þegar æsirnir léku á borgarsmiðinn sem samið hafði um það við þá að byggja svo góða borg á þremur misserum að held væri fyrir bergrisum og hrímþursum. Að launum vildi smiðurinn eignast gyðjuna Freyju, sólina og mánann. Þegar dró að verklokum fengu goðin Loka til að tefja verkið. Loki breytti sér í meri sem fór til fundar við Svaðilfara sem var hestur smiðsins og honum til aðstoðar. Ráðagerðin heppnaðist, æsirnir héldu Freyju, sól og mána. Merin (Loki) varð hins vegar fylfull og ól folaldið Sleipni í fyllingu tímans.

Skýringarmyndir, töflur og ýmsar upplistanir eru í seinni hluta handritsins. Þar tengjast umfjöllunarefnin stafrófi og rúnum, tímatalsfræði, læknisfræði og reikningskúnstum:

Skreyttar titilsíður.

 • Fjórar skreyttar titilsíður (sjá blöð 1r, 81r, 170r og 212r).

 • Flúraðir upphafsstafir (sá t.d. blöð 31r og 62v).

 • Fyrirsagnir eru með stærra letri en textinn og stafir flúraðir og blekfylltir (sjá t.d. 27v-28r). Fyrsta lína textans er einnig oft með stærri og settari skrift en meginmálið (sbr. t.d. blöð 110r-115r).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Viðbætur úr handriti:

 • Á aftasta blaði í handriti stendur skrifað með snarhönd: „Monsir Gísli Gíslason á Skörðum á með réttu bókina Eddu.“
 • Neðar stendur líklega „St. Petersen“ en á það nafn hafa ekki verið borin kennsl en þar fyrir neðan er nafnið „Magnús Guðmundsson“ líklegast bóndi á Sandi í Aðaldal (sjá nánar Gísli Sigurðsson 2002: 184).

Viðbætur úr eldra bandi:

 • Meðfylgjandi eldra bandi eru tvö saurblöð úr handritinu og á öðru þeirra má greina nöfnin „Sigurður Sigursson,“ „Finnbogi Sigursson“ og „Ísak Þorsteinsson“ (sjá nánar: Ferill)
 • Eftst á blaðinu eru útreikningar og þar fyrir neðan skrifað með öðru bleki „þetta er nóg“, „Edda Edda“ og neðarlega á blaðinu „Skraparets predikun“ og enn neðar nafnið „Magnús“ (o.fl.)
 • Miðar úr ýmsum áttum hafa fóðrað kjölinn (eru nú lausir). Jón Sigurðsson hefur skrifað á í það minnsta þrjá þeirra; á einn hefur hann t.d. skrifað undir fyrir hönd útgefenda (Nýrra félagsrita) í Kaupmannahöfn 17. júlí 1856. Á annan hefur hann skrifað „Hreppstjóri. Séra Jón Jóakimsson á Þverá í Laxárdal.“
 • Einn miðanna geymir rúnaletur eða: „… það forna Malrúnaletur“ og annar hefur verið skorinn af textablaði.

Band

Band (193 mm x 169-170 mm x 45 mm) er frá 1989.

 • Spjöld og kjölur eru klædd ljósbrúnu leðri. Á kápuna framanverða er þrykkt nafnið „Edda“ með dökkbrúnum lit og á kápuna aftanverða er með sama hætti þrykkt ártalið „1765“. Spjöldin framan- og aftanverð eru afmörkuð dökkbrúnum línum með skrauti í hornum.
 • Á aftara spjaldblaði stendur með gylltum stöfum „Ken Melsted“ en það er nafn síðasta eiganda handritsins og við hann er handritið kennt.

Eldra band (190 mm x 145 mm x 60 mm) fylgir. Með bandinu fylgja tvö saurblöð úr handritinu og á öðru þeirra má lesa nöfn og ýmsar pennaprufur. Kjölur hefur verið fóðraður með miðum úr ýmsum áttum (sjá nánar: Spássíugreinar og aðrar viðbætur).

Uppruni og ferill

Uppruni

Bókin er skrifuð á Íslandi á árunum 1765 og 1766. Textarnir byggjast á eldri og þekktum handritum eða prentuðum bókum (sbr. Snorra Edda 1665, Calendarium MDCLXIII. Í formálum Snorra-Eddu (hér) er fylgt megingerðinni sem þekkt er úr Wormsbók Snorra Eddu). Samsetning bókarinnar gefur til kynna að þar sé sams konar hugsun að verki andspænis norrænum goðsögum og þekkt er annars staðar að og greinilegt af því sem þar kemur fram að menn hafa þekkt hvernig goðsögurnar voru notaðar til að fjalla um fyrirbæri himinhvolfsins en goðsögur gegna víða um heim því hlutverki að vera tungumál stjarnfræðinnar. Eddutextarnir eru hér á bók með dagatali þar sem greint er frá stöðu himintungla og reiknifræði sem hvort tveggja er þekking af sama meiði (sjá Gísli Sigurðsson 2002: 183).

Ferill

Gísli Sigurðsson hefur fjallað um feril handritsins (Handritin 2002: 179-185) og er stuðst við þá umfjöllun hér. Í umfjöllun Gísla koma ekki fram síðari rannsóknir hans en þær tengjast eldri kápu bókarinnar (sem ekki er hluti af núverandi bandi). Þessi viðbót Gísla skýrir hugmyndir um feril bókarinnar til muna og verður sömuleiðis til hennar vitnað hér:

 • a) Gamla kápan: Innan á gömlu kápunni á Melsteðs Eddu má lesa nöfn innan um hitt og þetta krot. Gísli Sigurðsson telur ekki ósennilegt að þetta geti lýst ferli bókarinnar úr VopnafirðiSkörðum en vera bókarinnar á Skörðum kemur fram á aftasta blaði bókarinnar eins og Gísli getur um í grein sinni í bókinni Handritin. Nöfnin eru þrjú. Eftirfarandi upplýsingar eru sbr. http://www.manntal.is/:
  • 1) Sigurður Sigurðsson. Samkvæmt manntalinu 1835 var á Ytri-Hlíð í Vopnafirði bóndi með þessu nafni. Hann var þá orðinn 64 ára. Ytri-Hlíð er skammt frá Breiðamýri þar sem Jakob Sigurðsson skrifari bókarinnar lést 1779.
  • 2) Finnbogi Sigurðsson. Samkvæmt manntalinu 1835 var á Flautafelli í Þistilfirði vinnumaður með þessu nafni, þá 69 ára.
  • 3) Ísak Þorsteinsson. Ísak var samkvæmt manntölunum 1835 og 1840 vinnumaður Skarða-Gísla, í Skörðum (1835 er hann 58 ára).
  Gísli telur því ekki ósennilegt, ef þessir menn eru rétt greindir og samkvæmt manntölum koma varla aðrir til greina, að þessi nöfn varði leið handritsins úr Vopnafirði að Skörðum.
 • b) Handritið:
  • Efst á aftasta blaði bókarinnar er nafn Gísla Gíslasonar í Skörðum sem „á með réttu bókina Eddu“. Gísli var uppi 1797-1859 og var bóndi, skáld og bókbindari. Hann bjó um tíma á Auðnum í Laxárdal, hjáleigu Þverár en Þverá tengir handritið óbeint við sjálfstæðisbaráttuna þar sem í band bókarinnar var notað rifrildi úr bréfi Jóns Sigurðssonar forseta til Jóns Jóakimssonar á Þverá, föður Benedikts á Auðnum.

   Sonur Gísla var Arngrímur Gíslason málari 1829-1887. Melsteðs-Edda var á heimili Arngríms og gæti þannig „hafa leikið merkilegt hlutverk við að koma arfi myndlýsinga í handritum áleiðis inn í nútímamyndlist. Í ævisögu Arngríms eftir Kristján Eldjárn (bls. 83) er þessi frásögn, höfð eftir Sigurjóni Þorgrímssyni frá Hraunkoti, um skeið verti á Húsavík, en hann hafði heyrt Arngrím segja frá þessum fyrstu tilburðum sínum í myndagerð: "Það var að vorlagi, góð tíð, heimilisfólk í Skörðum flest farið til kirkju, en Arngrímur sat heima. Myndabók lá uppi á hillu í baðstofunni. Drengurinn seildist eftir bókinni, hljóp með hana út og upp í Skarðaháls, fór að teikna og gleymdi stund og stað. Þegar fólkið kom heim frá kirkjunni vissi enginn hvað af honum hafði orðið. Var hans leitað og loksins fannst hann, niðursokkinn í fyrstu teikningarnar sem hann bar við að gera." Um það verður ekkert fullyrt hvort Arngrímur litli hafi hér gleymt sér við þær sömu myndir og sjá má hér á síðunum en nógu gaman er þó að gæla við þá hugmynd að hann hafi handleikið þessa bók og myndirnar í henni hafi þá verið hans fyrstu kynni af myndlist.“ (Gísli Sigurðsson 2002: 183-184)

  • Neðst á aftasta blaði stendur nafnið „Magnús Guðmundsson“, og getur þar varla verið um annan að ræða en Magnús Guðmundsson bónda á Sandi í Aðaldal. Dóttir hans Elín Sigríður Magnúsdóttir fluttist með handritið frá Halldórsstöðum í Kinn til Kanada með sex börn sín 1876 og nam land rétt hjá Gimli. Bæ sinn nefndi hún Melstað en Melsted er ættarnafn afkomenda hennar.

   „Eitt þessara barna var Jóhannes Frímann Magnússon Melsted, fæddur á Gvendarstöðum í Kinn 1859. Jóhannes bjó seinna stórbúi að Garðar í Norður Dakota þar til hann fluttist að Wynyard árið 1910. Sonur hans var Leo Melsted, fæddur 1902, bóndi í Wynyard, faðir Kenneth Melsteds, sem fæddist 19. júní 1931 og varð seinna stórbóndi á ættaróðali sínu. Um hann segir í Vesturíslenskum æviskrám (5. b, bls. 180): "Mikill unnandi góðra bóka og á afar sjaldgæfar bækur íslenskar í bókasafni sínu. Hann á einnig mikið og merkilegt frímerkjasafn." Þessi lýsing er varla miklar ýkjur, og hefði getað átt við um Árna Magnússon ef frímerkin hefðu verið til um hans daga, því að á meðal hinna sjaldgæfu bóka var þetta handrit sem nú er komið heim, ekki bara sjaldgæft heldur einstætt verk og svo merkilegt að fyrir 124 árum datt sex barna móður á leið yfir Norður Atlantshaf í leit að betra lífi í ókunnu landi með börnin sín öll ekkert betra í hug en að hafa það með sér í þeim litla farangri sem hún gat borið. Slík bók hlýtur að vera nokkurs verð og er tæpast "af absolut ingen værdi" (Gísli Sigurðsson 2002: 184).“

  • Eitt nafn til má lesa á aftasta blaði en þar er skrifað „St. Petersen“. Engin kennsl hafa verið borin á það nafn.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók formlega við handritinu við athöfn í Þjóðarbókhlöðu 13. febrúar árið 2000. Það hafði þá verið um hríð til rannsóknar á stofnuninni eftir að Haraldur Bessason prófessor í Winnipeg, hafði haft milligöngu um að koma því til Íslands á 8. áratug 20. aldar. Þá komu þeir Leo og Kenneth Melsted með handritið og fólu stofnuninni það til varðveislu.

 • Stofnunin fékk handritið að gjöf frá fjölskyldu ræðismanns Íslands í Minnesota í Bandaríkjunum, Arnar Arnars en handritið keypti fjölskyldan af Kenneth Melsted (sjá: Ferill).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 16. október 2009. VH jók við skráningu í júlí 2011. Við skráningu var einkum stuðst við Gísli Sigurðsson 2002: 179-185.

Myndir af handritinu

 • Myndir

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Haukur ÞorgeirssonGunnarsslagur og Valdagaldur Kráku: Eddukvæði frá 18. öld
Gísli Sigurðsson 2002: 184
Handritin
Gísli Sigurðsson 2002: 183-184
Vesturíslenskum æviskrám
Gísli Sigurðsson 2002: 184
Gísli Sigurðsson 2002: 179-185
Benedikt Gíslason frá Hofteigi„Jakob söguskrifari“, 2010; 36: s. 72-81
Adele Cipolla, Judy Quinn„Introduction“, Studies in the transmission and reception of old Norse literature ; the hyperborean muse in European culture2016; s. 1-18
Haukur Þorgeirsson, Teresa Dröfn Njarðvík„The Last Eddas on vellum“, Scripta Islandica2017; 68: s. 153-188
Silvia V. HufnagelSörla saga sterka : studies in the transmission of a fornaldarsaga
Katelin Parsons„Albert Jóhannesson and the scribes of Hecla Island : manuscript culture and scribal production in an Icelandic-Canadian settlement“, Gripla2019; 30: s. 7-46
« »