Skráningarfærsla handrits

SÁM 25e

Sögubók (5/6) ; Ísland, 1908-1910

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-14r)
Sagan af Jónunum þremur
Titill í handriti

Sagan af þermur Jónum

Upphaf

Undir Jökli bjuggu einu sinni þrír bræður sem hétu allir Jónar …

Niðurlag

… og átti hana síðar og var [.] gildasti bóndi.

Skrifaraklausa

Helgi Kristjánsson.

Baktitill

Og ljúkum vér hér sögunni af þremur Jónum.

Athugasemd

Undirskriftin er á blaði 14r.

Efnisorð
2 (15v-24r)
Sagan af tólf stúdentum
Titill í handriti

Sagan af tólf stúdentum. Sögur Páls Illugaso(nar). Hadr. H. Kristjánssonar, Leirhöfn.

Upphaf

Einu sinni í fyrndinni voru 12 skólabræður á sama vetri á sama skóla …

Niðurlag

… Nú ertu búinn að halda mér svo lengi hér að ég get ekki gert bónda neitt ónæði í nótt.

Skrifaraklausa

Helga Kristjánssonar, Helgi Ausavalt (?) Kristján[…]

Athugasemd

Nöfnin eru á blaði 24r.

Sagan er einnig í SÁM 25b; ekki er um orðrétt sömu uppskrift að ræða og niðurlag er með öðru móti.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
31 blað (160 mm x 105 mm).
Tölusetning blaða

Blaðsett af skrásetjara með blýanti 1-31.

Blöð 24v-31r eru að mestu auð (Helgi Kristjánsson setur nafn sitt neðst á blað 31r).

Kveraskipan

Eitt kver.

  • Kver I: blöð 1-31, 13 tvinn + fimm stök blöð (blöð 1-5).

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 140-150 mm x 100 mm.
  • Línufjöldi (áprentaðar línur) er 19.

Skrifarar og skrift

Með hendi Helga Kristjánssonar í Leirhöfn (sbr. blað 1r og víðar); snarhönd.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Sjá má nafn Helga Kristjánssonar víða um bókina; hún er líka merkt honum framan á kápu: Helgi Kristjánsson.
  • Á blað 31v skrifar Helgi: Sem lesandi blaðsins 'Norðurlands' óskar undirritaður hér með eftir 1 karlmannsúri af hinum 5000 auglýstu úrum í sama blaði. H. Kristjánsson, Leirhöfn, Sléttu. Neðar á blaðið er skrifað: R. Feith's Uhrelager, Lugano, Hr. Nikulás Od[....]di, Sléttu og endurtekið: R. Feith's Uhrelager, Lugano.

Band

Band (161 mm x 105-106 mm x 3 mm): Kverið er heft innan í rauða pappakápu sem sniðin hefur verið um það. Kápan er sniðin úr samskonar örk og er um SÁM 25 f. Myndræn framsetning og áprentaður texti kápunnar tengist alifuglarækt, en þarna er einnig texti sem inniheldur nýárskveðju frá J. Alexander Dobbie og co. Waverley Poultry Food Specialists og Mills, Leith. N.B. (sjá kápuna að innanverðu).

Handritið liggur í grárri pappaöskju með SÁM 25 a-d og f.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi, 1908-1910 (sbr. blað 1r).

Ferill

Bókin er ein sex lítilla bóka sem Stofnun Árna Magnússonar á í uppskrift Helga Kristjánssonar (sbr. ópr. skrá SÁM).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði 3. nóvember 2010.

Lýsigögn
×

Lýsigögn