Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

SÁM 25a

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Sögubók (1/6); Ísland, 1907

Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r-6r (bls. 3-11))
Sagan af Loðinbarða
Upphaf

Það var(!) einu sinni hjón á bæ. Þau áttu sér þrjár dætur …

Niðurlag

„… og Helga fékk góða giftingu. Endir.“

Skrifaraklausa

„Skrifað hefur Helgi Kristjánsson, Leirhöfn.

Aths.

Skrifaraklausan er á blaði 6r; á blaði 6v eru pennaprufur þar sem í hverja línu er skrifað: „Herra Árni Árnason, oddv.“

Efnisorð
2(7r-13v)
Sagan af Jóni og kafteininum
Upphaf

Jón hét maður, ei er getið um föðurnafn hans né ætterni …

Niðurlag

„… Jón þáði það og barnið fékk gott uppeldi. (Endir).“

Skrifaraklausa

„Uppskrifað hefir Helgi Kristjánsson, Leirhöfn. (frá Leirhöfn) HH? (Sléttu), (Anno 1907), (Evrópu), (Ísland)“

Aths.

Skrifaraklausan er á blaði 13v

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
13 blöð (184 mm x 125 mm).
Tölusetning blaða
Upphafleg blaðsíðumerking 3-12. Bls. 8-12 eru ranglega tölusettar - ættu að vera bls. 10-14 þar sem tvær síður á milli bls. 8 og 9 eru ótölusettar. Bls. 15-28 eru ónúmeraðar.

Blöð númeruð af skrásetjara með blýanti: 1-13.

Kveraskipan

Eitt kver.

  • Kver I: blöð1-13, 6 tvinn og eitt stakt blað.

Ástand

  • Handritið er tekið að losna úr pappakápunni og blöð eru blettótt og skítug. Vantar eitt blað framan af handritinu.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 160 mm x 115 mm.
  • Línufjöldi (áprentaður) er 22.

Skrifarar og skrift

Með hendi Helga Kristjánssonar í Leirhöfn (sbr. blöð 6r, 13v og víðar); snarhönd.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Sjá má nafn Helga Kristjánssonar víða um bókina; hún er líka merkt honum framan á kápu á tveimur stöðum: „Helgi Kristjánsson“, „Helgi Kristjánsson, Leirhöfn á þessa bók með öllum rétti“.
  • Nafnið Guðmundur Kristjánsson kemur tvisvar fyrir, þ.e. á blöðum 1r-v.
  • Pennaprufur á blaði 6v.
  • Á aftara kápuspjaldi eru nöfnin„Finnbogi Friðriksson“, „Finnur Árni Jónsson“ og „Sigurður Kristjánsson“.

Band

Glósubók í þunnri pappakápu sem merkt er sem slík með áletrun á kápu: „The Crown Educational Exercise Book.“ Áprentað laufskreyti er í hornum og kóróna sveipuð lárviðargreinum er fyrir miðju á efri hluta kápunnar.

Aftan á kápunni er margföldunartafla; taflan er yfir tölur á bilinu 2-12 sem margfeldi af 1-20.

Bókin liggur í grárri pappaöskju með handritum SÁM 25 b-f.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bókin var skrifuð á Íslandi, 1907 að Leirhöfn, Sléttu (sbr. blað 13v).

Bókin var skrifuð á Íslandi, 1907 að Leirhöfn, Sléttu (sbr. blað 13v).

Ferill

Hún er ein sex lítilla bóka sem Stofnun Árna Magnússonar á í uppskrift Helga Kristjánssonar (sbr. ópr. skrá SÁM).

Aðföng

Bókin er ein sex lítilla bóka sem Stofnun Árna Magnússonar á í uppskrift Helga Kristjánssonar (sbr. ópr. skrá SÁM).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði 2.-5. nóvember 2010.

« »