Skráningarfærsla handrits

SÁM 12

Kvæða- og rímnasafn ; Ísland, 1848

Athugasemd
Handritið inniheldur tvö kvæða- og rímnasöfn. Fyrra kverið er líklega skrifað eftir prentaðri útgáfu: Nockur Gaman-Kvædi orkt af Ymsum Skáldum á 18du Øld .
Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-24v)
Kvæða- og rímnasafn I
Athugasemd

Vantar framan af.

1.1 (1r-4v)
Tímaríma
Upphaf

… sögum / fengu ei til sveitar sig …

Niðurlag

… bindur skyndi-enda á / allir lifi í friði.

Athugasemd

Vantar framan af. Rímurnar hefjast í 136. erindi.

Á bl. 24v eru skrifuð erindi 28 og 160 með þessari yfirskrift: Hér skrifast tvö erindi sem vanta í Tímarímu sem er það 28. og 160.

Efnisorð
1.2 (5r-8r)
Skipafregn
Titill í handriti

Skipafregn ort af Árna Böðvarssyni

Upphaf

Vorið langt / verður oft Dönunum …

Niðurlag

… við skulum skjala að skuli mál / skipafregn heita.

Athugasemd

Kvæðið er hér eignað Árna Böðvarssyni.

18 erindi alls.

1.3 (8r-12r)
Hrakfallabálkur
Titill í handriti

Hrakfalla bálkur ortur af presti síra Bjarna Gissurarsyni á Múla í Skriðdal

Upphaf

Hjöluðu tveir í húsi forðum …

Niðurlag

… Maður er tíðum manni í nauð.

Athugasemd

41 erindi.

1.4 (12r-14r)
Lákakvæði
Titill í handriti

Láka-kvæði ort af Guðmundi Bergþórssyni

Upphaf

Hér er sagan harma kauna …

Viðlag

Sá ég siglufáka / sveima höfnum frá. / Legillinn hans Láka / lagði framhjá.

Niðurlag

… sem geta nærri má.

Athugasemd

27 erindi auk viðlags.

1.5 (14r-15v)
Einbúavísur
Titill í handriti

Einbúa-vísur eignaðar síra Benidikt Jónssyni á Bjarnarnesi

Upphaf

Karl ógiftur einn réð á …

Niðurlag

… kljáð til þagnar lykta.

Athugasemd

25 erindi.

1.6 (15v-21v)
Bóndakonuríma
Titill í handriti

Ríma af einni bóndakonu

Upphaf

Dvalins læt ég dælu jór …

Niðurlag

… þénustubúinn, sælir.

Athugasemd

Hefur verið eignuð Jóni Þorsteinssyni (sbr. Rímnatal 1966:86 ).

105 erindi.

Efnisorð
1.7 (22r-24v)
Esópískar dæmisögur
Titill í handriti

Asópiskar dæmisögur ortar af P.J. Vídalín sýslumanni í Dalasýslu

Upphaf

Um hanann sem fann gimstein …

Niðurlag

… oft er flagð í fögru skinni, forðastu það.

Skrifaraklausa

Endir á þessu kveri sem skrifað er anno 1848 (bl. 24v).

Athugasemd

Á eftir fara tvö erindi úr Tímarímu (sbr. athugasemdir við 1.1).

2 (25r-49v)
Kvæðasafn II
Athugasemd

Hér skrifast nú annað safn af ýmsum gömlum kvæðum sem af ýmislegum gömlum skáldum eru ort útaf margvíslegu efni þeirra.

2.1 (26r-27v)
Kvæði af Konstantínus keisara
Titill í handriti

Kvæði af Konstantínus keisara

Upphaf

Konstantínus keisarinn eini …

Niðurlag

… grafinn í æru velút-hafinn.

2.2 (27v-28v)
Ekkjukvæði
Titill í handriti

Ekkjukvæði

Upphaf

Hvör sem setur son Guðs á sína trú …

Niðurlag

… því krossinn hans að bera.

2.3 (28v-32r)
Tötradúðakvæði
Titill í handriti

Tötradúðakvæði

Upphaf

Skikkju gulls ég skenkja vil …

Niðurlag

… og úr máta barinn.

2.4 (32r-33v)
Hugbót
Titill í handriti

Hugbót

Upphaf

Kristinn maður þenktu þrátt …

Niðurlag

… eignist gleði nægð.

Efnisorð
2.5 (34r-44r)
Vinaspegill
Titill í handriti

Hér skrifast Vina spegill

Upphaf

Forðum tíð einn brjótur brands …

Niðurlag

… vil ég láta vísnaskrá / vinaspegil kalla.

Skrifaraklausa

Endir á Vinaspegli.

2.6 (44v-48v)
Heimspekingaskóli
Titill í handriti

Kvæðið Heimspekingaskóli ort af Guðmundi Bergþórssyni. Lag er: Dægrastytting skemmta skal

Upphaf

Þegar fólki er þannin vart …

Lagboði

Dægrastytting skemmta skal

Niðurlag

… hjartað um dauðann …

Athugasemd

Vantar aftan af.

2.7 (49r-v)
Draumur konu Pílatusar
Titill í handriti

Pílatí kvinnu draumur

Upphaf

… að faðmar lærðir segja …

Niðurlag

… græðarinn vor hinn góði …

Athugasemd

Brot. Vantar bæði framan og aftan af.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
49 blöð (171 mm x 114 mm).
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðmerking með blýanti.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Línufjöldi er ca 20-30.

Ástand

  • Blöð hafa týnst framan og aftan af handritinu.
  • Nokkur fremstu og öftustu blöðin hafa verið límd á sýrulausan pappír.
  • Fremsta blaðið er skítugt og skriftin máð og illlæsileg.
  • Blettir yfir texta á bl. 21v-22r, 32r, 34r, 36v. Dökkir blettir á neðri spássíum bl. 30-47.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, snarhönd.

Skreytingar

Lítill bekkur í lok efnis á bl. 4v, 12r, 14r, 15v, 27v, 28v, 32r, 33v, 44r.

Bókahnútur á bl. 24v

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á bl. 25v er krot, m.a. nafnið Þorsteinn Jónsson.
  • Á neðri spássíu bl. 33v hefur verið krotað nafnið Jón.
  • Á neðri spássíu bl. 44r standa nöfnin Jónas og Jóhannes Jóhannesarson o.fl.

Band

Handritið er óinnbundið en því er pakkað inn í umbúðapappír og hörð pappaspjöld fest utan um með hvítum borðum.

Fylgigögn

Laus seðill með vélrituðu efnisyfirliti öðru megin og handskrifuðum skilaboðum frá gefanda hinum megin: Þessa kvæðabók sendi ég Handritastofnun Íslands að gjöf. Arnarstöðum 18/8 1969.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Fyrri partur þess um 1848 (sbr. bl. 24v) og hinn síðari líklega um svipað leyti.

Ferill

Síðasti eigandi handritsins á undan Handritastofnun Íslands var Stefán Kr. Vigfússon á Arnarstöðum í Norður-Þingeyjarsýslu.

Aðföng

Stefán Kr. Vigfússon sendi Handritastofnun Íslands að gjöf 18. ágúst 1969.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði 29. júlí 2008 og 25. maí 2010.

Viðgerðarsaga

Gert var við handritið eftir 18. ágúst 1969.

Lýsigögn