Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

NKS 1898 4to

Gimsteinn ; Danmörk, 1750-1799

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-28r)
Gimsteinn
Titill í handriti

Kvæðið Gimsteinn

Upphaf

Heyri skínandi hjartans yndi / himna blómi og sálma sómi ...

Niðurlag

... í öllum áttum eiginlega framar en segjum.

Baktitill

Endir Gimsteins.

Athugasemd

Á bl. 9v-10r segir: Nú byrjast síðari partur Gimsteins sem nokkrir segja hann hafi kveðið eftir það hann hafði legið í andvana 3 nætur, og skuli Eysteinn author kvæðisins, hafa uppsest og skrifað þetta sem eftir fylgir.

160 erindi.

Jón Helgason segir röð erinda þá sömu og í AM 104 8vo (Jón Helgason, Íslensk miðaldakvæði, I. bindi 2. hefti, s. 300).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
Blaðfjöldi
28 (211 mm x 168 mm). Blað 28v autt.
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðsíðumerking 1-55 með bleki á efri spássíu.

Kveraskipan

Sjö kver:

  • Kver I: bl. 1-4, 2 tvinn.
  • Kver II: bl. 5-8, 2 tvinn.
  • Kver III: bl. 9-12, 2 tvinn.
  • Kver IV: bl. 13-16, 2 tvinn.
  • Kver V: bl. 17-20, 2 tvinn.
  • Kver VI: bl. 21-24, 2 tvinn.
  • Kver VII: bl. 25-28, 2 tvinn.

Umbrot
  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 155-165 mm x 100-110 mm.
  • Línufjöldi er 16-19 línur.
  • Leturflötur afmarkast með broti í blaði.

Ástand
  • Pappírinn er vel með farinn, ljós og hvergi rifið út úr honum.
  • Smá blettir á blöðum og við kjöl, en skerðir ekki texta, (t.d. bl. 22v-23r).
  • Ytri jaðar blaða aðeins dekkri og bylgjaður.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, ein hönd, snarhönd.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Band

Upprunalegt band frá seinni hluta 18. aldar (212 mm x 166-167 mm x 5 mm).

Bundið í ljósbrúnan pappír. Kjölur lítillega upphleyptur á uppistöðum.

Handritið er í öskju (231 mm x 183 mm x 21 mm). Límmiði á kili með safnmarki.

Kápan er smáblettótt og dekkri við kjöl og jaðar.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett til seinni hluta 18. aldar í Katalog over de oldnorsk-islandske håndskrifte nr. 810.

Jón Helgason segir um aldur handritsins: Skrevet af en af de islandske afskrivere, der i det 18. aarhs. sidste fjerdedel virkede i København. Jón taldi því að handritið hefði verið skrifað upp í Kaupmannahöfn af íslenskum skrifara á síðasta fjórðungi 18. aldar. (Jón Helgason, Íslenzk miðaldakvæði, I. bindi 2. hefti, s. 300).

Í The Saints in Old Norse and Early Modern Icelandic Poetry, s. 71, kemur fram að handritið sé ca frá 1775-1800.

Ferill

Jón Helgason telur að handritið hafi verið í eigu Peter Fredriks Suhms, sjá (Jón Helgason, Íslenzk miðaldakvæði, I. bindi 2. hefti, s. 300).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritnu 9. apríl 1997.

Áður í safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

OP skráði handritið apríl 2023.

BS aðlagaði kóðann samkvæmt TEI P5 reglum 2. maí 2023.

MJG uppfærði upplýsingar 12. september 2023 og síðar.

Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter i Det store kongelige Bibliotek og i Universitetsbiblioteket, bls. 262.

Viðgerðarsaga

>Morten Grønbech gerði við handritið í febrúar til apríl 1993. Ekkert var hreyft við bandi en handritið er í nýju hylki. Nákvæm lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi með.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Gimsteinn

Lýsigögn