Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

NKS 1809 4to

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Sturlunga saga; Ísland, 1751

Nafn
Jón Arason 
Fæddur
19. október 1606 
Dáinn
10. ágúst 1673 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Nafn í handriti ; Ljóðskáld; Þýðandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jakob Eiríksson 
Fæddur
1708 
Dáinn
1767 
Starf
 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-490r)
Sturlunga saga
Aths.

Í 10 þáttum.

1(1r-44v)
Geirmundar þáttur heljarskinnsÞorgils saga og Hafliða
Titill í handriti

„Sturlunga saga. Fyrsti þáttur. Um uppruna og ættir nokkra [!] Íslendinga. Um Hafliða Másson og Þorgils Oddason og þeirra viðskipti, málaferli og sátt.“

Upphaf

Geirmundur heljarskinn var sonur Hjörs kóngs Hálfssonar …

Niðurlag

„… svo lengi sem þeir lifðu.“

2(45r-113v)
ÆttartölurSturlu saga
Titill í handriti

„Annar þáttur Sturlunga sögu. Um ættir Sæmundar fróða, Hvamms-Sturlu, Kolbeins unga, Jóns Sigmundssonar, Rafns Sveinbjarnarsonar, Þorvaldar í Vatnsfirði og Þorgils Oddasonar. Um viðureign Hvamms-Sturlu við Einar Þorgilsson, Þorleif beiskalda og Pál prest Sölvason. Og um ætt Guðmundar Arasonar biskups.“

Upphaf

Sæmundur hinn fróði átti Guðrúnu …

Niðurlag

„… þóttist svo hyggja best af harma eftir hann.“

3(114r-231v)
Prestssaga Guðmundar ArasonarGuðmundar saga dýra
Titill í handriti

„Þriðji þáttur Sturlunga sögu. Um Guðmund Arason, þar til hann varð biskup. Item af Guðmundi dýra, hans gjörningum og mótstöðumannadeilum“

Upphaf

Nú tek ég þar til frásagnar, er Guðmundur góði …

Niðurlag

„… og komst hann svo að þeim.“

3.1(207v-231v)
Viðbætir þess þriðja þátts. Um ættartölur og Guðmund Arason prest.
Titill í handriti

„Viðbætir þess þriðja þátts. Um ættartölur og Guðmund Arason prest.“

Upphaf

Ketilbjörn hét maður norrænn …

Niðurlag

„… og komst hann svo að þeim.“

4(232r-327r)
Hrafns saga Sveinbjarnarsonar
Titill í handriti

„Fjórði þáttur Sturlunga sögu. Um Guðmund biskup og Kolbein Tumason, sem og þeirra viðskipti. Item um deilur þeirra Þorvalds Vatnsfirðings og Rafns Sveinbjarnarsonar“

Upphaf

Þá er Guðmundur biskup kom út …

Niðurlag

„… mælti þá Styrmir prestur fyrir griðum og skildu við það.“

5(327v-409r)
Íslendinga saga
Titill í handriti

„Fimmti þáttur Sturlunga sögu. Hvernig Þorvaldssynir veittu heimsókn og ræntu á Sauðafelli, og sátt þeirra við Sturlu. Af Guðmundi biskupi og hans mótgangi og ofsóknum. Item hvernig Sturla lét drepa Vatnsfirðinga, hans sigling, Rómganga og útkoma aftur. Þræta Sighvats og Kolbeins og þeirra sátt. Sigling Kolbeins og afturkoma. Af yfirgangi Órækju og afdrifum, samt öðrum þrætum og manndrápum er þá til féllu.“

„Hér byrja ég sögu af sonum Þorvalds í Vatnsfirði“

Upphaf

Drottins dag eftir hans brennu …

Niðurlag

„… Flosi múkur Bjarnason og Digur-Helgi.“

Baktitill

„Og þar með endar þann fimmta þátt.“

5.1(409r)
Vísa um Gissur Þorvaldsson
Titill í handriti

„Vísa sr. Jóns Arasonar“

Upphaf

Gissur guð nam blessa …

6(410v-473v)
Íslendinga sagaHaukdæla þáttur
Titill í handriti

„Sjötti partur Sturlungu. Af Sighvati á Grund og Sturlu syni hans og þeirra yfirgangi. Af bardögum Sturlu og aftektum. Item hvernig Kolbeinn ungi, Gissur Þorvaldss(on) og fleiri safna liði. Þeir feðgar í annan stað, með því fleira sem fyrr og síðan gjörðist. Um fall þeirra feðga og annarra á Örlygsstöðum. Kolbeinn ungi gjörðist einvaldsherra fyrir norðan. Sigling Snorra, dráp Klængs og fleira um þann tíma.“

Upphaf

Gissur Þorvaldsson bjó að Reykjum í Ölfusi …

Niðurlag

„…og var hægt að draga saman vináttu þeirra frænda.“

7(474r-552r)
Þórðar saga kakalaSvínfellinga saga
Titill í handriti

„Sjöundi þáttur af Íslendingum. Af útkomu Þórðar Sighv(ats)s(onar) kakala og utanferð Gissurar og Órækju. Af liðsdrætti Þórðar S(ighvats)s(onar) kakala og hans fylgjara. Af Kolbeini unga og viðskiptum þeirra Þórðar, deilum, manndrápum, óróa, orustum, af þeirra bardaga á Flóanum. Kolbeinn ungi andast ári seinna. Þórður sest á Grund nær goðorðum og eignum þeim er faðir hans átti. Brandur Kolbeinsson gjörist höfðingi yfir Skagafirði og Fljótum. Gissur kemur út. Órækja andast í Noregi. Bardagi Þórðar á Hauksnesi og fall Brands. Þórður og Gissur leggja öll sín mál undir kóngdóm og sigla. Kóngur skipar Þórð yfir landið. Hann kemur út, er hér nokkur ár. Kóngur boðar hann utan. Af Ormssonum. Rómgöngu Gissurar Þorvaldssonar, og öðru fleira.“

Upphaf

Einum vetri eftir lát Snorra Sturlusonar …

Niðurlag

„… komu og allir heilir aftur til Noregs.“

8(552v-587v)
Þorgils saga skarða
Titill í handriti

„Áttundi þáttur Íslendinga. Af útkomu Þorgils Böðvarssonar, Gissurar Þorval(ds)s(onar) og annarra Íslendinga. Skikkun Hákonar kóngs um eign Snorra og annað hér á landi. Rafn Oddss(on) og Sturla Þórðarson gjöra heimsókn í Stafholti. Þorgils lofar að vera þeim meðfylgjandi í aðförum að Gissuri, en það bregst, hann ríður til Hóla. Rafn og Sturla snúa aftur vegna veðráttu. Gissur gjörist höfðingi í Skagafirði. Rafn, Sturla og hann sættust með öðru fleira sem þar að hnígur.“

Upphaf

Böðvar son Þórðar Sturlusonar bjó að Stað …

Niðurlag

„… Rafn var boðsmaður Gissurar.“

Skrifaraklausa

„Skrifað af Þorkeli Sigurðssyni anno 1751.“

9(590r-681v)
Þorgils saga skarða
Titill í handriti

„Níundi þáttur Sturlunga sögu. Af Eyjólfi Þorsteinssyni, hans liðsafnaði, brullaupi, og brennu á Flugumýri. Gissur kemst af undarlega, fær sér lið, drepur brennumenn hvar hann kann. Setur Odd Þórarinsson yfir hérað, en siglir sjálfur. Eyjólfur safnar liði, fer að Oddi. Oddur fellur en verst þó drengilega. Nokkuð seinna hefnir Þorvarður Oddsson bróður síns með hjálp og styrk Þorgils og Sturlu svo Eyjólfur fellur. Rafn og Ásgrímur flýja. Biskup bannsyngur Þorgils og Þorvarð. Þorgils verður höfðingi yfir Skagafirði móti biskups vilja. Rafn, Sturla og Þorgils sættast. Item biskup og Þorgils. Biskup siglir, andast í Noregi. Af óvinskap og viðskiptum Rafns og Sturlu að nýju og þeirra sátt. Einnig af drápi Þorgils.“

Upphaf

Um sumarið áður en brullaupið var um haustið á Flugumýri …

Niðurlag

„… dróst fundur undan og varð enginn á því sumri.“

10(682r-705r)
Sturlu þáttur
Titill í handriti

„Tíundi þáttur Sturlunga sögu. Gissur Þorvaldsson kemur út með jarls nafn. Kaupir Stað á Reynisnesi, gjörist höfðingi norðanlands. Sturla Þórðarson giftir tvær dætur sínar. Ásgrímur og jarlinn sættast. Ásgrímur fer til Róm, kemur út með Hallvarði gullskó. Íslendingar játa hlýðni og skatti Hákoni kóngi. Gissur jarl í háska. Þórður Andrésson aftekinn. Ósamþykki Rafns og Sturlu. Sturla hlýtur að sigla, skipaður síðar til lögmanns, and[að]ist í góðri elli.“

Upphaf

Nú byrja ég þar frásögu er Gissur Þorvaldsson kemur út …

Niðurlag

„… er hann hafði nær mesta elsku á haft af öllum helgum mönnum.“

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
706 blöð alls. I. bindi: i + 410 blöð, þar með talinn blaðstubbur 334bis (199 mm x 158 mm). II. bindi: i + 180 + i (210 mm x 165 mm). Þar með talið bl. 409bis. III. bindi: i + 116 + i (210 mm x 165 mm). Auð blöð: 84, 334bisv, 409v, 409bis (upprunalega autt), 588r-v, 705v.
Tölusetning blaða

 • Handritið hefur nýlega verið blaðmerkt með blýanti á neðri spássíu, 1-705. Blað 409 hefur óvart verið merkt 408 eins og blaðið næst á undan.
 • Bindi I er blaðsíðumerkt að hluta til, en hlaupið er yfir tölurnar 465-466.

Ástand

 • Blettir eru á bl. 66v, 170v-171r, 182v, 243v, 465v-466v, 514r, 558v-559r en skerða ekki texta. Blettir eru víðar á spássíum.
 • Bleksmitun víða, einkum í þriðja bindi.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 150-155 mm x 120-125 mm (öftustu blöðin í fyrsta bindi hafa örlítið minni leturflöt).
 • Línufjöldi er 19-23 í fyrsta og þriðja bindi en 25-26 í öðru bindi.
 • Síðutitlar á bl. 1r-32v og 321r-409r.
 • Vísuorð eru sér um línu í fyrsta bindi, oftast í tveimur dálkum.
 • Bendistafur („w“) á spássíum til að merkja vísur í texta í öðru bindi.
 • Þáttalok enda ávallt í totu.
 • Griporð í fyrsta og þriðja bindi.

Skrifarar og skrift

Þrjár hendur.

I. bindi er með hendi óþekkts skrifara, fljótaskrift í bland við snarhönd.

II. bindi er með hendi Þorkels Sigurðssonar (sbr. bl. 587v), fljótaskrift.

III. bindi er með hendi óþekkts skrifara, fljótaskrift.

Skreytingar

Bókahnútur á bl. 409r, 681v, 705r og ígildi lítils bókahnúts á bl. 552r og 587v.

Upphafsstafir víða fylltir og örlítið flúraðir.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Sendibréf og brot úr sendibréfum til Jakobs Eiríkssonar á Búðum hafa verið í bandi en eru nú bundin í tvær pappakápur með fínofnum línkili. Ártöl sem koma fyrir eru: 1743, 1746, 1747, 1754.
 • Blöð 83-84 eru innskotsblöð.
 • Leiðréttingar og lesbrigði eru víða á spássíum. Enn fremur ártöl og tilvísanir í annála, Landnámu og Íslendinga sögur.

Band

Handritið var í tveimur bindum (a-b) en öðru bindi hefur verið skipt upp í tvö bindi.

 • I. bindi: Band frá 18. öld, ef til vill upprunalegt (224 mm x 172 mm x 80 mm). Tréspjöld klædd hömruðu skinni, kjölur upphleyptur. Pjötlur af grófofnum hampdúk límdar innan á spjöld. Saurblað fremst yngra.
 • II. bindi: Endurbundið í gamalt skinn (217 mm x 176 mm x 35 mm). Spjaldblöð saumuð í skinnið með hamptaumum og límd. Handritið er saumað með hamptaumum og liggja þræðirnir utan á kili. Saurblöð eru yngri.
 • III. bindi: Þessi hluti hefur líklega upprunalega verið bundinn með öðru bindi en tekinn úr því til að rýmka um blöðin og er nú í nýju bandi (221 mm x 190 mm x 32 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

Uppruni og ferill

Uppruni

 • Handritið var skrifað á Íslandi árið 1751 (sbr. bl. 587v).

Ferill

Aðföng

 • Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 22. og 26. september 1986.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter i Det store kongelige Bibliotek og i Universitetsbiblioteket samt Den Arnamagnænske Samlings tilvækst 1894-1899ed. Kristian Kålund
Úlfhams saga, ed. Aðalheiður Guðmundsdóttir2001; 53
Guðrún Ása Grímsdóttir„Táta í sögubók“, Ægisif : reist Bergljótu Soffíu Kristjánsdóttur fimmtugri 28. september 20002000; s. 39-41
Sturlunga saga efter membranen Króksfjarðarbók. Udfyldt efter Reykjarfjarðarbóked. Kristian Kålund
« »