Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

Lbs fragm 52

Skoða myndir

Davíðs sálmar; Ísland, 1300-1399

Nafn
Wolfgang Hesse 
Fæddur
7. ágúst 1985 
Starf
Skrásetjari 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Latína

Innihald

Davíðs sálmar
Aths.

Davíðs sálmar á latínu. Ps. 130,1-135,20

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
2 blöð samföst innst úr kveri (227 mm x 155 mm).
Ástand
Blöðin skorin á ytri jöðrum og lesmál lítið eitt skert; spássía skorin af að neðan en lesmál óskert.
Umbrot

Tvídálkað lesmál.

Skreytingar

Rauðar fyrirsagnir.

Rauðir og grænir upphafsstafir.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland á 14. öld.
Ferill

Blöðin voru utan um kirkjubók Reykholtskirkju 1755-1782 og komu með henni á Landsskjalasafn; afhent Landsbókasafni 24.7.1902.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Wolfgang Hesse skráði fyrir myndatöku, 25. september 2014.
Viðgerðarsaga

Athugað fyrir myndatöku október 2014.

Myndað í október 2014.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í október 2014.

« »