Skráningarfærsla handrits

Lbs 4923 8vo

Líkræða ; Ísland, 1862-1900

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Líkræða
Athugasemd

Líkræða sem Þorsteinn Þórarinsson hélt yfir sex systkinum er öll dóu úr barnaveiki 1862 og fóru í sömu gröf. Börnin hétu Snjólaug, Vilborg, Guðbjörg, Sigurbjörg, Gunnlaugur og Ingibjörg. Voru þau börn Ingibjargar Erlendsdóttur og Magnúsar Jónssonar búandi á Eyjólfsstöðum í Fossárdal í Berufirði. Auk systkinanna sex dóu á þessum tíma þrjú önnur börn í sókninni, Ingibjörg Jakobsdóttir , Þorbergur Elías Jónsson og Hóseas Höskuldsson. Þann 4. júní voru Guðbjörg og Hóseas litli jörðuð og er líklegt að þá hafi séra Þorsteinn flutt þessa ræðu.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
6 blöð (169 mm x 103 mm)
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Óþekktur skrifari

Band

Óinnbundið.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland eftir 1862.
Ferill

Ragnar Þorvaldsson afhenti 10. febrúar 2003. Hafði móðir hans, Sigurborg Vilbergsdóttir frá Hvalnesi í Stöðvarfirði beðið hann að koma þessu efni á safn.

Nöfn í handriti: Helga Magnúsdóttir, Jónína Þorvaldína Magnúsdóttir og Gísli Erlendsson.

Sett á safnmark í ágúst 2015.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður H. Jörundsdóttir skráði 5. ágúst 2015 ; úr óprentaðri handritaskrá.
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Líkræða

Lýsigögn