Skráningarfærsla handrits

Lbs 4551 8vo

Ættartala ; Ísland, 1870

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Ættartala
Athugasemd

Ættartala Guðmundar Guðmundssonar og Guðrúnar Benediktsdóttur á Drangsnesi. Samantekin og skrifuð af Sighvati Grímssyni Borgfirðingi, að tilhlutan dóttur þeirra og fóstru gefanda, Önnu Guðmundsdóttur, Eyjum í Strandasýslu.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
i + 47 + i blað. (158 mm x 100 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Sighvatur Grímsson

Band

Innbundið.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1870.
Ferill

Benedikt Guðlaugsson, garðyrkjumaður, færði handritadeild að gjöf 10. janúar 1991. Guðmundur og Guðrún voru móðurforeldrar hans.

Var bókin í eigu Önnu, en við lát hennar lenti bókin á flakk og um síðir komst hún í hendur gefanda. Hreppstjóri sá er sá um uppboð á eigum Önnu að henni látinni, hélt eftir bókinni, en gaf hana Júlíusi frá Klömbrum, föður Halldórs sýslumanns, er hann var á ferð vestra, en hann var skyldur þessu fólki og var hún í höndum hans fólks þar til hún barst gefanda.

Sett á safnmark í október 2013.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður H. Jörundsdóttir frumskráði 29. október 2013 ; úr óprentaðri handritaskrá.
Viðgerðarsaga

Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Ættartala

Lýsigögn