Skráningarfærsla handrits

Lbs 4495 8vo

Samtíningur ; Ísland, 1800-1930

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Skjöl er varða Helgu Stefánsdóttur og fjölskyldu
Athugasemd

Handrit er varða Helgu Stefánsdóttur og Kristján Ingjaldsson, Mýri í Bárðardal, og afkomendur þeirra. Tengist flest Stephani G. Stephanssyni (sumpart eftir hann) og fjölskyldu, en einkum föður hans Guðmundi Stefánssyni, en hann var bróðir Helgu á Mýri. Meðal annars eru hér ferðasaga Guðmundar Stefánssonar til Helgu systur sinnar, erfiljóð eftir Helgu Stefánsdóttur (1832–1873) og Sigríði Jónsdóttur (d. 1880), sendibréf frá Stephan G. til Ingólfs Kristjánssonar, bréf frá Rósu Stefánsdóttur Stephansson til frænku (Helgu Ingólfsdóttur eða Kristbjargar Ingólfsdóttur?), bréf frá Baldri Sveinssyni til Ingólfs Kristjánssonar, líkræða og húskveðja yfir Helgu Stefánsdóttur og ýmis ljóð og kvæði.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
Margvíslegt brot.
Skrifarar og skrift
Ýmsar hendur ; skrifarar óþekktir.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, á 19. og 20. öld..
Aðföng

Barst þann 13. júlí 1989 um hendur landsbókavarðar frá Helgu Kristjánsdóttur og Arnþrúði Arnórsdóttur. Kom út búi Kristbjargar Ingjaldsdóttur. Með fylgir bréf frá gefendum til skýringar efninu.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 4. nóvember 2019 ; úr óprentaðri handritaskrá.
Lýsigögn
×

Lýsigögn