Skráningarfærsla handrits

Lbs 4437 8vo

Kvæðabók ; Ísland, 1861-1888

Titilsíða

Bréf og bréfkaflar frá Eggert Ólafssyni Brím presti til vina og kunningja (1r)

Athugasemd
Kveðskapurinn er af ýmsu tagi s.s. ljóðabréf, erfiljóð, tækifærisljóð o.fl.
Tungumál textans
íslenska (aðal); danska

Innihald

1 (2r-7v)
Kveðskapur 1861-1865
Titill í handriti

Kveðskapur minn 1861-1865

Skrifaraklausa

Þau árin, er ég dvaldi mest á Ísafirði, kvað ég margt. Ekkert var það annað en smákvæði og eitt nokkuð langt, Samsonar kvæði í 7 þáttum (bókum). Fá voru almenns efnis en flest voru eins konar útaustur tilfinninga minna í það og það skiftið (2v)

Athugasemd

Kveðskapurinn er eingöngu ársettur 1864 nema eitt kvæði er óársett. Bendir til að eitthvað hafi glatast eða ekki skilað sér?

Blöð 2 og 8 eru tvinn og kápa utan um kveðskapinn.

2 (9r-10v)
Kveðskapur 1865-1867
Titill í handriti

Kveðskapur minn 1865-1867

Skrifaraklausa

Þau árin, sem ég var á prestaskólanum kvað ég mjög fátt, og flest af því er illa yfir hafandi (9v)

Athugasemd

Kveðskap ársettan 1867 vantar. Bendir til að eitthvað hafi glatast eða ekki skilað sér?

Blöð 9 og 11 eru tvinn og kápa utan um kveðskapinn.

3 (12r-64v)
Kveðskapur 1867-1872
Titill í handriti

Kveðskapur minn 1867-1872

Skrifaraklausa

Síðan ég komst í prestskap og til þess nú (11. maí 1871) hefi ég nær því ekkert kveðið annað en það, sem þessu blaði fylgir, og svo nokkur bréf og bréfkafla til ýmsra. Þessu mun ég og fylgja láta , ef eitthvað bætist við, fyrst um sinn. (12v)

Athugasemd

Blöð 12 og 64 eru tvinn og kápa utan um kveðskapinn.

4 (66r-150r)
Kveðskapur 1873-1888
Athugasemd

Enginn yfirtitill fylgir þessum kveðskap.

5 (151r-191v)
Óársettur kveðskapur
Skrifaraklausa

Fyrsta vísa mín mun vera þessi: Í fyrra morgun eg sá ær/ uppi' á ganga Kömbum,/ búnar voru' að bera þær/ bláhosóttum lömbum. Man eg, að eg sagði hana og lét sem mig hefði dreymt hana. Fátt mun eg hafa kveðið og lítið flíkað kviðlingum, áður en eg fór að lesa undir skóla. Þau árin sem eg var í Laufási á veturna 1852-55 kvað eg allmargt. Hið helsta er eg man eftir var ríma um ferð þeirra Þórs til Útgarða og tíræð drápa dróttkvæð um "Dingul". Upphaf rímunnar var þetta: Það er upphaf þessa máls, að Þór og Loki hófu austur - herma beimar hraustir - för til Jötunheima. En drápan hófst svo: Hefr mærð, hröð skríðr Norðra […] Allt mun hafa verið með rímnaháttum eða fornum háttum […] Á skólaárum 1855-61 mínum kvað eg ýmislegt, flest annaðhvort mjög forneskjulegt eða þá klúrt og klámfengið. Eitthvað þýddi eg úr látínu máli og þótti mér það stirðlega takast. (151)

Athugasemd

Enginn yfirtitill fylgir þessum kveðskap.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
192 blöð (170 mm x 113 mm). Auð blöð: Kápublöðin 8, 11, 65, 192, svo og blað 85r og að mestu 85v, einnig versósíður fjölmargra blaða.

Blað 147 innskotsblað í aðeins minna broti. Blöð 101, 188 og 189 innskotsblöð í miklu stærra broti.

Blað 192 líklega annað blaðið af tvinni sem hefur verið kápa utan um kveðskaparblöð.

Tölusetning blaða
Blöðin voru blaðmerkt við talningu.
Umbrot

Einn dálkur.

Leturflötur er 16-165 mm x 21-95 mm.

Línufjöldi 3-28.

Línufjöldi og stærð leturflatar er afar margbreytilegur, meiri í kvæðunum en í ljóðabréfunum.
Ástand
Mörg blaðanna svolítið rifrildisleg til ytri jaðranna.
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Eggert Briem Ólafsson áHöskuldsstöðum

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Blöð 101, 147, 188 og 189 innskotsblöð.

Á blaði 85v: Framflutt 3/2 75 Höskuldsstöðum - J.P. Þorleifsson. Eftirlátið ekkjunni.

Band

Laus blöð, einblöðungar og tvíblöðungar.

Fylgigögn
Aftast lá blaðsnifsi, e.t.v. kápa, og á því er þessi texti: fertugabréfið og lióðmæli Sira Eggerts Briems.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1861-1888. Sumt af óársetta kveðskapnum kann að vera bæði eldra og yngra en sá sem ársettur er.
Aðföng
Einar Guðjónsson, þá sagnfræðinemi, afhenti 1982.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Eiríkur Þormóðsson nýskráði 24. júní 2010
Lýsigögn
×

Lýsigögn