Skráningarfærsla handrits

Lbs 4436 8vo

Rímur af barndómi Jesú Krists ; Ísland, 1841

Titilsíða

Rímur af barndómi herrans Kristi. Kveðnar af síra Guðmundi Erlendssyni á Felli í Sléttuhlíð. Skrifaðar árið 1841 af R.K.R. (1r)

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(2r-73v)
Rímur af barndómi Jesú Krists
Athugasemd

10 rímur.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
i + 74 blöð (137 mm x 84 mm). Auð blöð: 1v, 74.
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðsíðumerking 3-144 (2r-72v).

Rifið er af blöðum 1 og 73 þannig að hafi blaðsíðutölurnar 1, 2, 145 og 146 staðið þar eru þær horfnar.

Tíunda hvert blað var merkt við blaðtalningu.

Umbrot

Einn dálkur.

Leturflötur er 114-125 mm x 61-70 mm.

Lóðréttar línur eru dregnar til að afmarka breidd leturflatar og sums staðar ná línur út fyrir strikið hægra megin.

Línufjöldi 19-26.

Griporð á allmörgum blöðum.
Ástand

Af blaði 2 er lítils háttar rifið þannig að örlítið vantar í texta versósíðunnar.

Fremra spjaldblað er laust og smeygt inn í uppábrotna skinnkápuna.

Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Óþekktur skrifari: R. K. R.

Skreytingar

Bókahnútar: 1r, 39r, 73v.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Fremra spjaldblað 1 er úr prentuðu þýsku riti.
Band

Voðfellt skinnband.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1841.
Aðföng
Jón Erlendsson sakadómari gaf 2. nóvember 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Eiríkur Þormóðsson nýskráði 4. júní 2010
Viðgerðarsaga
Viðgert eftir að handritið kom í Landsbókasafn í nóvember 1983.
Lýsigögn
×

Lýsigögn