Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

Lbs 4435 8vo

Skoða myndir

Rímur af Hrólfi Sturlaugssyni; Ísland, 1833

Nafn
Jón Einarsson ; Skárastaða-Jón 
Fæddur
19. desember 1809 
Dáinn
25. september 1876 
Starf
Skáld; Trésmiður 
Hlutverk
Höfundur 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Skárastaðir 
Sókn
Fremri-Torfastaðahreppur 
Sýsla
Vestur-Húnavatnssýsla 
Svæði
Norðlendingafjórðungur 
Land
Ísland 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jóhann E. Einarsson 
Starf
 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jóhann Jóhannson 
Starf
 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Sveinbjörn Beinteinsson 
Fæddur
4. júlí 1924 
Starf
Allsherjagoði 
Hlutverk
Gefandi; Höfundur; Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Eiríkur Þormóðsson 
Fæddur
27. apríl 1943 
Starf
Handritavörður 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kristjana Kristjánsdóttir 
Fædd
19. ágúst 1936 
Starf
Forvörður 
Hlutverk
Forvörður; Gefandi 
Ítarlegri upplýsingar
Titilsíða

Rímur af Hrólfi Sturlaugssyni. Kveðnar árið 1833. (1r)

Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-111r)
Rímur af Hrólfi Sturlaugssyni
Aths.

20 rímur.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
i + 111 blöð, þar með talinn seðill merktur 80. (186 mm x 112 mm). Auð blöð að mestu: 1v, 74v-75r, 111v.

Skrifari hefur hlaupið yfir opnuna 74v-75r og gerir grein fyrir því á blaði 74v.

Saurblaðið er hluti viðgerðartvinns, áfast blaði 7.

Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðmerking engin en blaðsíðumerking 1-220 (1r-111v) seinni tíma viðbót; seðill merktur 80 þó ekki með í þeirri merkingu.

Tíunda hvert blað var merkt við blaðtalningu.

Ástand

Á örfáum blöðum handritsins er fjólublátt pár eða smáblettir og hefur slíkur litur smitast í gegn á blöð 74r og 75v frá blöðum 74v og 75r.

Á blaði 103 er smágat.

Textablokkin er laus frá bandinu.

Lítils háttar er rifið af blöðum 109-111 svo að kemur ögn niður á texta.

Fremra spjaldblað að mestu laust frá spjaldi.

Umbrot

Einn dálkur.

Leturflötur er 140-150 mm x 85-95 mm.

Línufjöldi 21-24.

Griporð.
Skrifarar og skrift

Ein hönd ; Skrifari:

Jón Einarsson á Skárastöðum?

Skreytingar

Skreyttir ólitaðir upphafsstafir: 1r.

Bókahnútar: 1r, 68v, 80r, 111r.

Fyrsta lína hverrar rímu skrifuð ögn stærra og svolítið íburðarmeira letri en er á meginmáli.

Upphafstafur hverrar rímu svolítið stækkaður og sumir ögn skreyttir en ólitaðir.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blöðum 1v, 74v-75r og 111v er ýmislegt pár, m.a. nafn höfundar og nöfn eigenda handritsins, kveðskapur og teikningar af fuglum og fleiri dýrum.

Á blaði 45v: „Rímur af Göngu Hrólfi“ skrifað fjólubláum lit á efri spássíu.

Á fremra spjaldblaði 1v og aftara spjaldblaði 1r er ýmislegt pár, sumt með fjólubláum lit, annað með bleklit og enn annað skrifað með blýanti.

Band

Textablokkin er laus frá skinnbandi.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1833.
Ferill

Eigendur handrits: Jóhann E. Einarsson (74v), Jóhann Jóhannsson (74v og 111v).

Nöfn í handriti: E. Ólafsson (2r), Jakob Þorsteinsson á Bergsstöðum (fremra spjaldblað 1v og blað 111v).

Aðföng
Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoði gaf 19. október 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Eiríkur Þormóðsson nýskráði 1. júní 2010
Viðgerðarsaga

Viðgert í janúar 1985 af Kristjönu Kristjánsdóttur.

« »