Skráningarfærsla handrits
Lbs 4433 XI 8vo
Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt
Samtíningur; Ísland
Innihald
Vinnsla gulls og silfurs
„ … langur tími að halda gullinu og kvikasilfrinu glóandi á eldinum …“
Vantar framan af.
Viðauki um gerð bora og skráarfjaðra
„Lítill viðauki“
„endað 3. apríl 1881 (3r)“
„16. apríl 1882 (3v)“
Úttektir á Borðeyri
Virðing á eftirleitarfé
„Virðing á eftirleitarfé“
Lýsing á handriti
Blað eða blöð vantar framan af handritinu og hugsanlega aftan af ef farið hefur forgörðum tvinn um þau blöð sem varðveitt eru.
Handritið er tvö tvinn og eru blöð annars þeirra nær rifin sundur hvort frá öðru.
Blað 4r er lítið eitt bleksmitað rauðum lit frá blaði 3v.
Einn dálkur.
Leturflötur er 142-162 mm x 95-111 mm.
Línufjöldi 22-28.
Tvær hendur ; Skrifarar:
I. 1r–3v: Óþekktur skrifari.
II. 3v-4v: Óþekktur skrifari.
Tveir lausir tvíblöðungar.
Uppruni og ferill
Oddný Ingvarsdóttir fékk handritið frá föðurbróður sínum, Gunnari Ingvarssyni í Laugardalshólum í Laugardal (d. 1934), en kona hans var Steinvör Eggertsdóttir frá Stóru-Ásgeirsá í Víðidal, dóttir Eggerts Jónssonar á Kleifum, og frá henni er handritið komið.