Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 4209 8vo

Samtíningur ; Ísland, 1700-1799

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-89v)
Samtíningur
Notaskrá

Umfjöllun um handritið er að finna í doktorsritgerð Guðrúnar Ingólfsdóttur: Í hverri bók er mannsandi" : handritasyrpur - bókmenning, þekking og sjálfsmynd karla og kvenna á 18. öld . Reykjavík 2011.

Athugasemd

Kver með ýmsu efni, einkum kveðskap á víð og deif. Kunnir höfundar: Séra Eiríkur Hallsson á Höfða í Höfðahverfi (nokkur erindi úr Cedrasrímum), séra Hallgrímur Pétursson í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd (Samstæður), Jón Eggertsson klausturhaldari á Möðruvöllum (nokkur erindi úr Cedrasrímum), Jón Einarsson í Hraukbæ (Tímaríma, 60 erindi), Jón Illugason (Tímaríma, 58 erindi), séra Ólafur Guðmundsson á Sauðanesi á Langanesi (rímvísur) og séra Stefán Ólafsson í Vallarnesi (Ómennskukvæði). - Hér eru einnig meðal annars árstíðavísa, gátuvísa (Vinnumaðurinn vildi fá), Hávamál, lausavísur messudagavísur, plánetuvísur og vísur um bækur Biblíunnar; - ennfremur ýmsar smágreinir, svo sem um aldur gríss til eikar, um dauðamörk á manni, um Hóladómkirkju-, kóngs- og Skálholtsjarðir, um hæð milli himinds og jarðar, um rím, um tylftir í kringum Ísland, um tölu og nöfn mánaðanna, grafskrift Sverris konungs Sigurðssonar, heilræði, lífgjafar "symbolum", sammæli og "Sierlegustu Greiner Catonis".

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Blaðfjöldi
89 blöð (100 mm x 65 mm)
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Óþekktur skrifari

Band

Í handritaskrá stendur: Bundið í skinnblað með latínulesi. (Það virðist nú vera glatað).

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1700-1799
Ferill

Á blaði (53v) er eigendanafnið Þórey Björnsdóttir ritað rúnum. Á Skinnkápu er nafnið Grímur G. og Grímur endurtekið á blaði (50v).

Aðföng

Keypt 15. apríl 1978 á uppboði Klausturhóla.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Sigríður Hjördís Jörundsdóttir yfirfór skráningu 20. janúar 2012 ; Sigrún Guðjónsdóttir nýskráði 18. júlí 2010 ; Handritaskrá, 4. aukab.

Viðgerðarsaga

Athugað fyrir myndatöku 25. júlí 2011. Nokkur viðkvæm blöð.

Myndað í júlí 2011.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í júlí 2011.

Notaskrá

Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Samtíningur

Lýsigögn