Skráningarfærsla handrits

Lbs 4206 8vo

Rímna- og sálmnakver ; Ísland, 1834

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Rímur af barndómi Jesú Krists
Titill í handriti

Hér skrifast rímur af ungdómi Jesú Christi.

Upphaf

Ei mun gott að austra kýr / uppi ferjan standi ...

Athugasemd

10 rímur. Í efnistali nefndar Maríurímur og sagðar eftir séra Sigurð Jónsson í Presthólum í Núpasveit.

Efnisorð
2
Sálmur
Efnisorð
3
Vikubænir
Athugasemd

Bænirnar eru útlagðar úr þýsku af Þórði Þorlákssyni (vantar laugardags kvöldbæn). Samkvæmt efnistali hafa nokkur kvöldvers átt að fara á eftir vikubænunum en þau vantar nú.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
ij + 142 blaðsíður (168 mm x 103 mm og 170 mm x 103-5 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd að mestu ; skrifari óþekktur.

Band

Skinnband.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1834.
Ferill

Kristín Sigurðardóttir á Núpi átti kverið og einnig Þórður Þorvarðarson, sonur hennar. Nöfn þeirra eru skrifuð á spjaldblað og skjólblað kversins og á bls. 128, ennfremur nafn Sigmundar Pálssonar o.fl.

Aðföng

Keypt 11. mars 1978 á uppboði Klausturhóla.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Arnheiður Steinþórsdóttir frumskráði 19. ágúst 2020.

Handritaskrá, 4. aukabindi, bls. 275.

Lýsigögn
×

Lýsigögn