Skráningarfærsla handrits

Lbs 3583 8vo

Rímnabók ; Ísland, 1926

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-73v)
Rímur af Vilmundi viðutan
Titill í handriti

Rímur af Vilmundi viðutan ortar af Guðna Jónssyni á Sleggjulæk

Upphaf

Vísivaldur hilmir hét, / hulinn linna sýki …

Athugasemd

10 rímur. Vantar mansöngva.

Efnisorð
2 (74r-76r)
Ævivísur Gísla Sigurðssonar
Titill í handriti

Æviríma (hringhenda) Gísla Sigurðssonar, Ósi, kveðin af honum sjálfum

Upphaf

Mála kvörnin mín er treg, / minnsta vörn sem gefur …

Athugasemd

21 erindi.

3 (76v-88r)
Ríma um hrakning Björns Björnssonar
Titill í handriti

Ríma af hrakning Bjarnar Bjarnarsonar 1858, ort af Bjarna Guðmundssyni

Upphaf

Dvínar njóla, dagað er, / drótt á ról því stillir …

Athugasemd

112 erindi.

Efnisorð
4 (88v-91r)
Vísur út af svari Hjálmars hugumstóra til Örvar-Odds
Athugasemd

Ýmsir höfundar.

Efnisorð
5 (91v-92v)
Vísur
Athugasemd

Ýmsir höfundar.

Efnisorð
6 (93r-98v)
Ríma af Hjálmari hugumstóra
Titill í handriti

Kviða Hjálmars hugumstóra, ort af Brynjúlfi Oddssyni

Upphaf

Lokið er starfi, lúnar mundir / lengur ei fá valdið skálm …

Athugasemd

46 erindi.

Aftan við eru lausavísur eftir sama höfund.

Efnisorð
7 (99r-119v)
Dátaríma
Titill í handriti

Ríma [af] hermönnum hinum dönsku í Reykjavík, ort af Brynjúlfi Oddssyni

Upphaf

Þá minnst varði sveit í svip / sást atburður slíkur …

Athugasemd

200 erindi.

Efnisorð
8 (120r-133v)
Ríma af Þorsteini Austfirðingi
Titill í handriti

Ríma [af] Þorsteini suðurfara, ort af sr. Snorra Bjarnarsyni

Upphaf

Jörmungrunda hvíta hrafna / heyrði ég gala …

Athugasemd

126 erindi.

Efnisorð
9 (134r-144v)
Máldagaríma
Titill í handriti

Máldagaríma

Athugasemd

133 erindi.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
i + 146 + i blöð (176 mm x 109 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Þorleifur Jóhannesson

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1926.
Aðföng

Lbs 3570-3588 8vo, gjöf til Þjóðminjasafns úr dánarbúi Þorleifs J. Jóhannessonar, en Þjóðminjasafn afhenti Landsbókasafni til varðveislu. Vélrituð afhendingarskrá liggur í Lbs 3963 4to.

Sbr. Lbs 3963-3966 4to.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 20. janúar 2017 ; Handritaskrá, 3. aukabindi, bls. 152.

Lýsigögn