Skráningarfærsla handrits

Lbs 3006 8vo

Sálmar og sálmaflokkar ; Ísland, 1699-1701

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r - 206v)
Sálmar og sálmaflokkar
Athugasemd

Meðal efnis: Historía pínunnar og dauðans e. Guðmund Erlendsson, Passíusálmar Hallgríms Péturssonar, úr Davíðssaltara Jóns Þorsteinssonar og Dagleg iðkun guðrækninnar, Hugvekju-, Misseraskipta- og Vikusálmar síra Sigurðar Jónssonar.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
ii + 206 + iv blöð (155 mm x 99 mm).
Tölusetning blaða

Eldra blaðatal 2 - 221 (def. framan og aftan).

Handritið hefur síðar verið blaðsíðumerkt með blýanti.

Skrifarar og skrift
Ein hönd; skrifari:

Sigurður Jónsson

Nótur
Í handritinu eru nótur við átta sálma:
  • Rís upp rétt kristin sála 143r
  • Sál mín elskaðu ekki heitt 167r - 167v
  • Ó kristin sál umhuga fyrst 172r
  • Hver kristin sál það hugleiði 177v
  • Ó guð minn herra aumka mig 182v - 183r
  • Bæn mína heyr þú herra kær 184r
  • Þann signaða dag vér sjáum nú einn 193r
  • Sá ljósi dagur liðinn er 196r - 196v
Myndir af sálmalögunum eru á vefnum Ísmús, fyrsta lagið vantar.
Band

Skinnband (með tréspjöldum).

Skjólblöð handritsins sum hafa að geyma brot úr hugvekjum eða prédikunum.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1699-1701.
Ferill

Keypt af Agli Bjarnasyni fornbókasala, en hann keypti frá Englandi. Á álímdum prentuðum miða á skjólblaði handritsins stendur: A. Helgason: Private Library No. B. 45.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2. aukabindi, bls. 122-123.

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði 25. mars 2019.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn