Skráningarfærsla handrits

Lbs 1627 8vo

Forskrift og sálmur ; Ísland, 1830

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Forskrift og leturgerðarreglur
Efnisorð
2
Sálmur / Svanasöngur
Titill í handriti

Rauna sálmur sál. síra Stefáns Ólafssonar forðum prófasts í Múlaþingi og prests til Vallaness. Með sínu gamla danska lagi

Upphaf

Margt er manna bölið / misjafnt drukkið ölið / lífs um tæpa tíð ...

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
6 blöð (168 mm x 101 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd að mestu ; skrifari:

Ólafur Jónsson

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, um 1830.
Ferill

Margrét Guðmundsdóttir átti handritið og var það líklega skrifað fyrir hana. Á blaði 4v kemur eftirfarandi fram: Margrét Guðmundsdóttir á blöðin og noti sér til gamans þar til hún fær hjá öðrum betri stafi. Skrifað 10. maí 1835.

Aðföng

Lbs 1622-1670 8vo eru keypt 1911 og höfðu verið í eigu Stefáns Jónssonar alþingismanns á Steinsstöðum.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Arnheiður Steinþórsdóttir frumskráði 2. júlí 2020.

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 2. bindi, bls. 319.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn