Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

Lbs 1568 8vo

Skoða myndir

Sálmasafn; Ísland, 1689

Nafn
Magnús Jónsson ; Digri 
Fæddur
17. september 1637 
Dáinn
23. mars 1702 
Starf
Bóndi 
Hlutverk
Skrifari; Höfundur; Ljóðskáld; Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Stefán Ólafsson 
Fæddur
1619 
Dáinn
29. ágúst 1688 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Þýðandi; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Þorsteinsson 
Starf
 
Hlutverk
Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Hallgrímur Pétursson 
Fæddur
1614 
Dáinn
27. október 1674 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Ljóðskáld; Höfundur; Skrifari; Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Þorláksson 
Fæddur
1643 
Dáinn
1712 
Starf
Sýslumaður 
Hlutverk
Skrifari; Höfundur; Ljóðskáld; Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir 
Fædd
9. júní 1968 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Margrét Eggertsdóttir 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Karl Ó. Ólafsson 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Bragi Þorgrímur Ólafsson 
Fæddur
29. október 1976 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Titilsíða

Musicum Sacrum, það er andlegt hljóðfæri: Aðskiljanlegir lofsöngvar, ágætir sálmar og söngvísur á ýmsum tímum, og eftir tíðarinnar háttalagi fyrir að syngja einum og þrennum ódauðlegum Guði til lofs, æru og dýrðar. Samantekið og skrifað til andlegrar sálarinnar og hjartans skemmtunar sem eftirlætis, handa þeim sömu sem þvílíka fegurðar lofsöngva áforma að iðka og um hönd hafa ásamt englum Guðs í drottins dýrðarríki síðar meir. Árum eftir Jesú Kristí fæðing M DC LXXXIX (1r)

Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1v (2))
Sá eð englum síðar hjá
Upphaf

Sá er englum síðar hjá / syngja vill hallelújá ...

Aths.

1 vísa.

2(1v (2))
Úr 63. Davíðssálmi
Upphaf

Það væri minn hjartans fögnuður og unaðarsemd ...

Aths.

Fjórar línur. Undir þeim stendur: Sálm 63.

Efnisorð
3(1v (2))
112. Davíðssálmur
Upphaf

Laudate pueri dominum ...

Aths.

112. Davíðssálmur allur. Á spássíu við upphafið stendur: Psalm Davidis [0]X[000]

Efnisorð
4(2r-5r (3-9))
Einn Guð skóp allt upphafi í
Titill í handriti

„Ágætur fróðleikssálmur að syngja upp á 12 stundir dagsins frá morgni til aftans. Tón. Vor herra Jesú vissi það.“

Upphaf

Einn Guð skóp allt upphafi í / einn almáttugur stjórnar því ...

Lagboði

Vor herra Jesú vissi það

Aths.

12 erindi. Á spássíur hefur verið bætt við bókaheitum og kaflanúmerum biblíunnar sem texti sálmsins vísar í. Það virðist vera með annarri hendi en aðaltextinn

Efnisorð
5(5r-6r (9-11))
Það stillir sturlanir styggð og neyð
Titill í handriti

„Annar fagur sálmur með sínum tón.“

Upphaf

Láð stillir sturlanir styggð og neyð / ef ég fer einatt hér upp á leið ...

Lagboði

Með sínum tón

Aths.

9 erindi

Efnisorð
6(6v-8v (??-11))
Rís mér hugur við heimi
Titill í handriti

„Viðvörunarvísur að maðurinn kristinn afneiti ekki herranum Kristó í elsku veraldarinnar. Við sinn tón.“

Upphaf

Rís mér hugur við heimi / hatað fæ ég hann ekki þó ...

Lagboði

Við sinn tón

Aths.

15 eirndi. Hér verður rugl í blaðsíðumerkingunni þar sem hlaupið er yfir bl. 6. Líklega hefur það verið á röngum stað þegar blaðsíðuröðin var skrifuð í bókina.

Efnisorð
7(8v-11r)
Ó drottinn mín einkaunaðssemd
Titill í handriti

„Ágæt söngvísa. Ort af Magnúsi Jónssyni undir þýskum tón.“

Upphaf

Ó drottinn mín einkaunaðssemd / athvarf traust hæli huggun von og yndi ...

Lagboði

Undir þýskum tón

Aths.

10 erindi

Efnisorð
8(11r-11v (19-20))
Vakið upp vakið
Titill í handriti

„Andleg eftirlöngun einnrar Kristumelskandi sálar, eftir sínum brúðguma herranum Jesú. Með sínum tón.“

Upphaf

Vakið upp vakið / oss vekur ein raust ...

Lagboði

Með sínum tón.

Aths.

3 erindi

Efnisorð
9(11v-13v (20-24))
Hvað morgunstjarnan skín nú skært
Titill í handriti

„Andlegur brúðardiktur trúaðrar sálar að dansa fyrir brúðgumanum Jesú Kristó. Tón: Gæskuríkasti græðari minn.“

Upphaf

Hvað morgunstjarnan skín nú skært / skrýdd náð og drottins sannleik kært ...

Lagboði

Gæskuríkasti græðari minn

Aths.

7 erindi

Efnisorð
10(13v-14v (24-26))
Ei er andvakan góð
Titill í handriti

„Fögur söngvísa ort af S(éra) Stefáni Ólafssyni sál. Við danskan tón.“

Upphaf

Ei er andvakan góð / andvöku fylgir angurværð ...

Lagboði

Við danskan tón

Aths.

8 erindi

Efnisorð
11(15r-17r (27-31))
Upp mitt sinni og sálin bæði
Titill í handriti

„Fagur kvöldsálmur, útlagður úr dönsku. Með sinn tón.“

Upphaf

Upp mitt sinni og sálin bæði / sorg lát fara en hughreyst þig ...

Lagboði

Með sinn tón

Aths.

12 erindi

Efnisorð
12(17r-19v (31-36))
Margt er manna bölið
Titill í handriti

„Vísur nokkrar, ortar af sr Stefáni Ó. s.“

Upphaf

Margt er manna bölið / misjafnt drukkið ölið ...

Aths.

11 erindi. Á eftir bl. 17 hefur verið skotið inn nýju blaði sem geymir erindi 4-7. Merkt er með NB í aðaltextanum á eftir þriðja erindi til að sýna hvar þau erindi eiga að koma.

13(19v-21r)
Heyr snarpan sann
Titill í handriti

„Sá gamli lúrmannssöngur með hvörjum hann dansar sín börn til sængur.“

Upphaf

Heyr snarpan sann / syndir af angist klaga ...

Aths.

14 erindi.

Efnisorð
14(21r-23r (39-43))
Árið hýra nú hið nýja
Titill í handriti

„Ágæt nýársvísa, ort af sr. Hallgrími Péturssyni. Með sínum tón.“

Upphaf

Árið hýra nú hið nýja / náðar góður sendi landi voru Guð ...

Lagboði

Með sínum tón.

Aths.

9 erindi. Á milli 6. og 7. erindis virðist vera hálft aukaerindi sem einnig er í næsta kvæði á eftir og byrjar svo: Blessan vissa blíða góða / blóðið rauða hann að með sér færir nú

Milli 5. og 7. er. er skotið inn erindi úr öðrum nýárssálmi (Fögnuð megnan færi eg dýru) sem kemur næst á eftir í hdr. sbr. Ljóðmæli HP 2,36

15(23r-25r (43-47))
Fögnuð megnan færi ég dýru
Titill í handriti

„Annar nýárssálmur með sama tón.“

Upphaf

Lagboði

Árið hýra nú hið nýja

Aths.

6 erindi

16(25r-26r (47-49))
Himnarós leiðarljós
Titill í handriti

„Eftirlöngun og girnd eftir eilífu lífi. Tón. Árið nýtt“

Upphaf

Himnarós leiðarljós / líf og velferð ...

Lagboði

Árið nýtt gefi gott

Aths.

9 erindi

Efnisorð
17(26r-28v (49-54))
Jesú minn
Titill í handriti

„Merkilegur lofsöngur. Tón Þeir þrír menn.“

Upphaf

Jesú minn / ég bið þig ...

Lagboði

Þeir þrír menn

Aths.

10 erindi

Efnisorð
19(29r-31r (55-59))
Kær Jesú Kriste
Titill í handriti

„Fögur krosskveðja til herrans Jesúm. Samin af sr Stefáni Ólafssyni etc“

Upphaf

Kær Jesú Kriste / kom þú nú til mín ...

Aths.

9 erindi

Efnisorð
20(31r-32r (59-61))
Ó Jesú endurlausnarinn
Titill í handriti

„Vögguljóð kallast þetta.“

Upphaf

Ó Jesú endurlausnarinn / álíttu mig og soninn minn ...

Aths.

4 erindi

Efnisorð
21(32r-33v (61-64))
Hvenær mun koma minn herrann sá
Titill í handriti

„Einn harla fagur lofsöngur með sínum tón“

Upphaf

Hvenær mun koma minn herrann sá / hvern ég girnist að sjá ...

Lagboði

Með sínum tón

Aths.

14 erindi

Efnisorð
22(33v-34v (64-66))
Lánið drottins lítum mæta
Titill í handriti

„Drykkjuprýði eðla fögur. Undir sínum tón.“

Upphaf

Lánið drottins lítum mæta / lét hann ölið hjörtun kæta ...

Lagboði

Undir sínum tón

Aths.

6 erindi. Búið er að leiðrétta textann hér og hvar með annarri hendi.

Efnisorð
23(34v-36r (66-69))
Salve Jesú ég syng þinn prís
Titill í handriti

„Einn nákvæmur söngur á nóttunni þá maður getur ekki sofið.“

Upphaf

Salve Jesú ég syng þinn prís / sæti Jesú mín paradís ...

Aths.

10 erindi

Efnisorð
24(36r-37r (69-71))
Guði sé heiður og eilíf þökk
Titill í handriti

„Sálmur eftir máltíð útlagður úr dönsku.“

Upphaf

Guði sé heiður og eilíf þökk / en sorgin fari ...

Aths.

11 erindi. Öll erindin enda á Gloria tibi domine.

Efnisorð
25(37r-39v (71-76))
Þig Guð Jesús grátandi ég bið
Titill í handriti

„Ágætleg bænarvers. Undir þeim tón: Ó Guð minn herra aumka mig.“

Upphaf

Þig Guð Jesús grátandi ég bið / greiðlega veit minn öndu frið ...

Lagboði

Ó Guð minn herra aumka mig

Aths.

9 erindi

Efnisorð
26(39v-41v (76-80))
Árið nýtt nú á
Titill í handriti

„Einn fagur nýárssálmur. Tón: Gleðjum þjóð Guðs menn“

Upphaf

Árið nýtt nú á / í nafni Jesú sæta ...

Lagboði

Gleðjum þjóð Guðs menn

Aths.

13 erindi

27(41v-42r (80-81))
Þá Ísrael út af Egyptalandi dró
Titill í handriti

„Einn fagur sálmur úr saltaranum.“

Upphaf

Þá Ísrael út af Egyptalandi dró / og Jakobshús frá járnofns kvöl við yndi stóð ...

Aths.

Í þrem hlutum.

Efnisorð
28(42r-43v (81-84))
Syrgjum ekki sáluga bræður
Titill í handriti

„Sálmur að syngja í útför framliðinna.“

Upphaf

Syrgjum ekki sáluga bræður / syrgjum ekki feður né mæður ...

Aths.

10 erindi

29(43v-49v (84-96))
Himneski faðir heyrðu mig
Titill í handriti

„Hjartnæmur iðrunarsöngur. Með tón: Einn tíma var sá auðugi m.“

Upphaf

Himneski faðir heyrðu mig / hrópa ég nú í trú á þig ...

Lagboði

Einn tíma var sá auðugi mann

Aths.

30 erindi

30(49v-51r (96-99))
Signust mey og móðir að Kristi
Titill í handriti

„Sorglegar raunir Marju meyjar við krossinn.“

Upphaf

Tignust mey og móðir að Kristi / margtáruð við krossinn gisti ...

Aths.

8 erindi

Efnisorð
31(51r-52r (99-101))
Herra Jesú
Titill í handriti

„Einn nákvæmur sálmur til uppvakningar Tón. Eins og sitt barn.“

Upphaf

Herra Jesú / mín hjálp ertú ...

Lagboði

Eins og sitt barn

Aths.

10 erindi. Upphafsstafir erindanna mynda nafnið Hallgrímur.

Efnisorð
32(52v-56v (102-110))
Ó drottinn ég meðkenni mig
Titill í handriti

„Ein merkileg syndajátning iðrandi manns sem setur sitt trúnaðartraust upp á Jesúm Kristum.“

Upphaf

Ó drottinn ég meðkenni mig / margfaldlega synduga ...

Aths.

23 erindi

33(57r (111))
Sagnafár síst gleður drykkjuborð
Titill í handriti

„Lítið ölvers við drykkjuborð“

Upphaf

Sagnafár síst gleður drykkjuborð / sómi er skár sönglist og fögur orð ...

Aths.

1 erindi

34(57r-59r (111-115))
Eftir það standa engla fjóra
Titill í handriti

„Á allra heilagra messu út af pistlinum. Tón Snú þú nú aftur etc“

Upphaf

Eftir það standa engla fjóra eg nam sjá / heims víðum fjórum hornum á ...

Lagboði

Snú þú nú aftur enn til hvíldar

Aths.

25 erindi

Efnisorð
35(59r (115))
Mitt hljóð skal drottinn dagsins fyrst
Titill í handriti

„Morgunsigning Tón Vor herra Jesús vissi þ“

Upphaf

Mitt hljóð skal drottinn dagsins fyrst / drottinn heyr mig fyrir Jesúm Krist ...

Lagboði

Vor herra Jesús vissi það

Aths.

1 erindi

Efnisorð
36(59v (116))
Enn gefur Jesús yfir mig nótt
Titill í handriti

„Kvöldsigningin. Undir sama tón.“

Upphaf

Enn gefur Jesús yfir mig nótt / ó drottinn Jesú lát mig fljótt ...

Lagboði

Vor herra Jesú vissi það

Aths.

1 erindi

Efnisorð
37(59v-60r (116-117))
Árið nýtt gefi gott
Titill í handriti

„Fögur nýársvísa.“

Upphaf

Árið nýtt gefi gott / Guð af náð oss ...

Aths.

3 erindi

38(60r-61v (117-120))
Þjónn Guðs ef réttur vera vilt
Titill í handriti

„Sálmvísa af nokkrum orðum þess annars kapítula Síraksbókar Tón Jesús Kristur á krossi.“

Upphaf

Þjónn Guðs ef réttur vera vilt / við freistingu þá bú þig stillt ...

Lagboði

Jesús Kristur á krossi var

Aths.

10 erindi

Efnisorð
39(61v-62v (120-1229)
Miskunna þú mér mildi Guð
Titill í handriti

„Sá fimmtugasti og sjöundi sálmur Davíðs Tón: Jesús Kristur að Jórd.“

Upphaf

Miskunna þú mér mildi Guð / mína sál virstu hugga ...

Lagboði

Jesús Kristur að Jórdan kom

Aths.

6 erindi

Efnisorð
40(62v-63v (122-124))
Lofið heiðrið vorn herra
Titill í handriti

„Sálmur Davíðs hundraðasti fertugasti og sjöundi.“

Upphaf

Lofið heiðrið vorn herra / hvað kostulegt er slíkt ...

Aths.

5 erindi

Efnisorð
41(63v-65v (124-128))
Ó Jesú eðla blómi
Titill í handriti

„Sálmvísa séra Stefáns Ólafssonar“

Upphaf

Ó Jesú eðla blómi / einasta vonin mín ...

Aths.

10 erindi

Efnisorð
42(65v-68v (128-134))
Lofið drottin lifandi sáð
Titill í handriti

„Morgunsálmur. Með sinn tón.“

Upphaf

Lofið drottin lifandi sáð / um lög og slétta grund ...

Lagboði

Með sinn tón

Aths.

17 erindi

Efnisorð
43(68v-70v (134-138))
Herra Guð faðir hefur skapt
Titill í handriti

„Kvöldsálmurinn við sama lag.“

Upphaf

Herra Guð faðir hefur skapt / himins og jarðar láð ...

Lagboði

Lofið drottin lifandi sáð

Aths.

12 erindi

Efnisorð
44(70v-72r (138-141))
Síst skarta sönglist má
Höfundur

sr. Ólafur Jónsson

Titill í handriti

„Út af Faðirvor. Bænarsálmur séra Ólafs Jónssonar“

Upphaf

Síst skarta sönglist má / sé þar ekki elskan hjá ...

Aths.

11 erindi

Efnisorð
45(72r-74v (141-146))
Hljómi raustin barna best
Titill í handriti

„Fagur sálmur um dómsdag og eilíft líf. Með sínum tón.“

Upphaf

Hljómi raustin barna best / blíð á þessum degi ...

Lagboði

Með sínum tón

Aths.

16 erindi

Efnisorð
46(74v-76v (146-150))
Heyr þú Jesús læknir lýða
Titill í handriti

„Sálmur séra Stefáns Ólafssonar með sínum tón.“

Upphaf

Heyr þú Jesús læknir lýða / lifandi skjól og vonin mín ...

Lagboði

Með sínum tón

Aths.

10 erindi

Efnisorð
47(76v-79r (150-155))
Heyr þú Jesús hátt ég kalla
Titill í handriti

„Annar sálmur séra Stefáns. Sami tón.“

Upphaf

Heyr þú Jesús hátt ég kalla / harma burt úr djúpri þrá ...

Lagboði

Heyr þú Jesús læknir lýða

Aths.

15 erindi

Efnisorð
48(79r-79v (155-156))
Jesú minn trúr
Titill í handriti

„Nokkur sálmvers með tón: Heiminn vor Guð“

Upphaf

Jesú minn trúr / Jesú minn trúr ...

Lagboði

Heiminn vor Guð

Aths.

5 erindi

Efnisorð
49(79v-80v (156-158))
Salve sætasti Jesú minn
Titill í handriti

„Fagur sálmur við tón: Hjartað fagnar og hugur.“

Upphaf

Salve sætasti Jesú minn / sætasti endurlausnarinn ...

Lagboði

Hjartað fagnar og hugur minn

Aths.

6 erindi

Efnisorð
50(80v-81r (158-159))
Hæsta guðdómsins heilög mynd
Titill í handriti

„Söngvers fagurt og fáort. Tón. Lífsreglur hollar.“

Upphaf

Hæsta guðdómsins heilög mynd / holdi mannlegu klædd ...

Lagboði

Lífsreglur hollar heyri menn

Aths.

2 erindi

Efnisorð
51(81r-82r (159-161))
Hjartans langan ég hef til þín
Titill í handriti

„Eftirlöngun eilífs lífs trúaðrar sálar.“

Upphaf

Hjartans langan ég hef til þín / jörðu á ...

Aths.

8 erindi

Efnisorð
52(82r-84r (161-165))
Sú er mín girnd í friðnum fús
Titill í handriti

„Annar sálmur sama innihalds. Tón: Eilíft lífið er æskilegt.“

Upphaf

Sú er mín girnd í friðnum fús / fríðri Guðs borg að ná ...

Lagboði

Eilíft lífið er æskilegt

Aths.

6 erindi

Efnisorð
53(84r-85r (165-167))
Ó sæti Jesú mitt sálarlíf
Titill í handriti

„Bænarsálmur. Um guðlega velgjörninga. Við sinn tón.“

Upphaf

Ó sæti Jesú mitt sálarlíf / sálarlíf ....

Lagboði

Við sinn tón.

Aths.

15 erindi

Efnisorð
54(85r-86v (167-170))
Ó Jesú Guðs hinn sanni son
Titill í handriti

„Sálmur séra Stefáns Ólafssonar. Um kraft og verkan Guðs guðdómlega orðs.“

Upphaf

Ó Jesú Guðs hinn sanni son / synduga heyr þú mig ...

Aths.

9 erindi. Athyglisvert er að í fyrsta erindinu virðist ljóðmælandinn vera kvenkyns!

Efnisorð
55(86v-88v (170-174))
Lýðir Guðs lof margfaldi
Titill í handriti

„Lofsöngur í inngöngu sumars. Ortur af séra Jóni Þorsteini í Vestmannaeyjum“

Upphaf

Lýðir Guðs lof margfaldi / liðinn er veturinn kaldi ...

Aths.

17 erindi

Efnisorð
56(88v-92v (174-182))
Gef ég mig alla á Guðs míns náð
Titill í handriti

„Sálmur séra Hallgríms Péturssonar, um dómsdag og upprisu framliðinna.“

Upphaf

Gef ég mig alla á Guðs míns náð / geymi hann allt mitt efni og ráð ...

Aths.

33 erindi. Athyglisvert er að í fyrsta erindinu virðist ljóðmælandinn vera kvenkyns!

Efnisorð
57(92v-94r (182-185))
Brúðhjón ung blessuð og ágætleg
Titill í handriti

„Brtúðkaupssálmur í hjónavígslunni að syngja. Tón Jesú minn ég bið etc.“

Upphaf

Brúðhjón ung blessuð og ágætleg / sálmasöng ávarpa yður ég ...

Lagboði

Jesú minn ég bið þig heyr mig nú

Aths.

4 erindi

Efnisorð
58(94r-94v (185-186))
Einn Guð kann
Titill í handriti

„Yfir hjónaskálinni.“

Upphaf

Einn Guð kann / allskonar blessan tjá ...

Aths.

2 erindi

Efnisorð
59(94v-95v (181-183))
Blessaði brúðguminn
Titill í handriti

„Annar sálmur sama innihalds. Tón: Sæll ertu sem þinn Guð.“

Upphaf

Blessaði brúðguminn / blessaði Jesús ...

Lagboði

Sæll ertu sem þinn Guð

Aths.

11 erindi

Efnisorð
60(95v-97v (188-192))
Að iðka gott til æru
Titill í handriti

„Kveðja séra Jóns í Vestmannaeyjum til burtsiglandi sonar síns. Við sinn tón.“

Upphaf

Að iðka gott til æru / æðstum kóngi himnum á ...

Lagboði

Við sinn tón

Aths.

15 erindi

Efnisorð
61(97v-98r (192-193))
Heiminn vor Guð
Titill í handriti

„Fögur söngvísa.“

Upphaf

Heiminn vor Guð / heiminn vor Guð ...

Aths.

6 erindi

Efnisorð
62(98r-99r (103-105))
Uppljúk þú drottinn mínum munn
Upphaf

Uppljúk þú drottinn mínum munn / sælunot Sebaoth ...

Aths.

12 erindi. Fyrir þessum sálmi er ekki fyrirsögn heldur kemur hann í beinu framhaldi af undanfarandi sálmi og er einungis auðkenndur með því að fremsti stafur fyrsta vísuorðsins er heldur stærri en upphafsstafir erinda í sálminum á undan.

Efnisorð
63(99r-106r (195-209))
Ó himneski Guð vor herra
Titill í handriti

„Drykkjuskapar óhófssálmur.“

Upphaf

Ó himneski Guð vor herra / hvörs dómur réttvís er ...

Aths.

29 erindi. Þessi sálmur er skrifaður með fljótaskrift (nema fyrsta línan í hverju erindi) en ekki kansellískrift??? eins og aðrir hlutar bókarinnar.???

Efnisorð
64(106r-107r (209-211))
Guð er mín huggun hjálp og traust
Titill í handriti

„Symbolum eður útvalin kjörgrein frú Sofiæ. Guð yfirgefur ekki sína. Tón: Á þig alleina Jesú Kr.“

Upphaf

Guð er mín huggun hjálp og traust / heill mín og vonin tryggva ...

Lagboði

Á þig alleina Jesú Krist

Aths.

4 erindi

Efnisorð
65(107r-108v (211-214))
Velkomin sértu elskan blíð
Titill í handriti

„Af Salamonis lofkvæðis öðrum kapítula. Fagur söngur um andlegan ektaskap herrans Jesú og trúaðrar sálar. Með tón sem Gæskuríkasti græð.“

Upphaf

Velkomin sértu elskan blíð / velkomin sértu árla og síð ...

Lagboði

Gæskuríkasti græðari minn

Aths.

7 erindi

Efnisorð
66(108v-110r (214-217))
Eilífur friðarfaðir
Titill í handriti

„Fagur sálmur ortur af séra Hallgrími Péturssyni. Tón Ó Jesú eðla blómi etc.“

Upphaf

Eilífur friðarfaðir / flýjum vér nú til þín ...

Lagboði

Ó Jesú eðla blómi

Aths.

7 erindi

Efnisorð
67(110r-112v (217-222))
Guð mín hrösun ei þegi þú
Titill í handriti

„Sálmur Davíðs þess konunglega spámannns sá hundraðasti og níundi Tón Má ég ólukku ei móti“

Upphaf

Guð mín hrósun ei þegi þú / þeir hafa nú ...

Lagboði

Má ég ólukku ei móti stá

Aths.

13 erindi

Efnisorð
68(112v-116v (222-230))
Ó Guð faðir þín eilíf náð
Titill í handriti

„Andleg og ágæt syndajátning og samtal syndugs manns og Kristum, og hvörnin sá syndugi öðlast um síðir hann náð og miskunn.“

Upphaf

Ó Guð faðir þín eilíf náð / öll hefur ráð ...

Aths.

Erindin eru til skiptis í orðastað syndarans og Krists og eru merkt þeim með yfirskrift á undan hverju erindi.

Efnisorð
69(230-233))
Herrans hjörð hér um kring
Höfundur

sr. Guðmundur???

Titill í handriti

„Sálmvísa sr. Guðmundar. Tón Jesú minn ég bið.“

Upphaf

Herrans hjörð hér um kring / heyr mig nú ...

Lagboði

Jesú minn ég bið þig

Aths.

4 erindi

Efnisorð
70(118r-119v (233-236))
Heiður sé Guði á himni og jörð
Titill í handriti

„Hjartnæmur kvöldsálmur. Tón Heiðrum vér Guð.“

Upphaf

Heiður sé Guði á himni og jörð / hans sæta nafni þakkargjörð ...

Lagboði

Heiðrum vér Guð af hug og sál

Aths.

8 erindi. Fyrir neðan síðasta erindið á bl. 119v er autt svæði.

Efnisorð
71(120r-120v (237-238))
María meyjan skæra
Titill í handriti

„Maríuvísur“

Upphaf

María meyjan skæra / minnið þitt og æra ...

Aths.

6 erindi

Efnisorð
72(120v-122v (238-242))
Heilagi drottinn himnum á
Titill í handriti

„Einn ágætur lofsöngssálmur undir sínum tón.“

Upphaf

Heilagi drottinn himnum á / heiðrað og lofað sé nafnið þitt ...

Lagboði

Með sínum tón

Aths.

18

Efnisorð
73(122v (242))
Ég lifi og veit hvað lengi það er
Titill í handriti

„Harmaklögun heiðinna manna.“

Upphaf

Ég lifi og veit hvað lengi það er / ég dey og veit ei hvert ég fer ...

Aths.

1 erindi

Efnisorð
74(122v (242))
Ég lifi og veit ei hvað lengi það er
Titill í handriti

„Huggun kristinna manna.“

Upphaf

Ég lifi og veit ei hvað lengi það er / ég dey og veit vel hvert ég fer ...

Aths.

1 erindi. Framhald þess sem á undan fór.

Efnisorð
75(123r (243))
Brot úr brúðkaupskvæði
Upphaf

... mína kvað ég vísuna vinir / viðtaka því ber yður.

Aths.

Aðeins tvö vísuorð. Vantar framan af. Á spássíunni stendur: Viðaukinn. Miðað við að uppsetningin hafi verið svipuð og á næsta kvæði vantar næstum allt kvæðið.

76(123r (243))
Konungdóm blíðir beimar
Titill í handriti

„Brúðgumakróksvísan“

Upphaf

Konungdóm blíðir beimar / bæri hlýða með æru ...

Viðlag

Vorum kóngi leggi lið / lofðung himna sveita ...

Aths.

5 erindi og viðlag. Á spássíu eru hlutar kvæðisins merktir með orðunum slæmur, vísan og viðaukinn.

77(123r-123v (243-244))
Kóng Ólafur lengi
Titill í handriti

„Í brúðarkrókinn“

Upphaf

Kóng Ólafur lengi / lystugur fylgdi Kristó ...

Viðlag

Þengill ungur enginn finnst / æðri kóngi vorum ...

Aths.

7 erindi og viðlag. Á spássíu eru hlutar kvæðisins merktir: Slæmur, annar slæmur, þriðji slæmur, vísan, viðaukinn.

78(123v (244))
Græðarans móður Guð nam prýða fríða
Titill í handriti

„Fyrir Maríuminni á sunnudagskvöldið, miðborðsvísan.“

Upphaf

Græðarans móður Guð nam prýða fríða / gleði meður réð í geði kveðja ...

Viðlag

Fyrir bóndann Maríu byrja ég ljóð / og boðsmenn eftir vanda ...

Sæla kalla Maríu má / af meyjunum allra handa ...

Aths.

6 erindi og viðlag. Á spássíu eru hlutar kvæðisins merktir: Slæmur, annar slæmur, viðaukinn.

79(123v-124r (244-245))
María meyja dýrust
Titill í handriti

„Brúðgumakróksvísur“

Upphaf

María meyja dýrust / María fremd í ári ...

Viðlag

Mey María mey varð hrein / mey hana Jósef festi ...

María ein á alla grein / öllum meyjum skærri ...

Aths.

6 erindi og viðlag. Á spássíu eru hlutar kvæðisins merktir: Slæmur, annar slæmur, vísan, viðaukinn.

80(124r (245))
Af eftirdæmum ættu gullasniftir
Titill í handriti

„Brúðakróksvísur“

Upphaf

Af eftirdæmum ættu gullasniftir / ærusamlegt dagfar Maríu læra ...

Viðlag

Mey María meyjablóm / meyja var þá fæddi ...

María hlaut það mesta skraut / mann og Guð þá fæddi ...

Aths.

6 erindi og viðlag. Á spássíu eru hlutar kvæðisins merktir: Slæmur, annar slæmur, vísan, viðaukinn.

81(124v (246))
Náðugur sté Guðs niður
Titill í handriti

„Fyrir Krists minni á mánudaginn fyrir miðju borði.“

Upphaf

Náðugur sté Guðs niður / niður í meyjar iður ...

Viðlag

Kristur fæddist, Kristur dó / Kristur reis frá dauðum ...

Aths.

5 erindi og viðlag

82(124v (246))
Hér er minni herrans Kristí borið
Titill í handriti

„Fyrir brúðgumakrók.“

Upphaf

Hér er minni herrans Kristí borið / heiðurinn honum lof og æra greiðist ...

Viðlag

Kristur gisti krossi á / krýndur píndur bæði ...

Aths.

3 erindi og viðlag

83(124v (246))
Jesú lofum minninu með
Titill í handriti

„Fyrir brúðarkrók.“

Upphaf

Jesú lofum minninu með / í máli san[00...00]

Aths.

Einungis fyrstu orðin úr viðlaginu varðveitt. Vantar aftan af. Á spássíunni stendur: Slæmur.

84(125r (247))
Brot úr brúðkaupskvæði
Upphaf

... vernda vorn / vínið er nú á kön[00] ...

Aths.

Óvíst um fjölda erinda. Vantar framan af. Á spássíu má sjá leifar af orðinu viðaukinn.

85(125r (247))
Maríu dyggðir dýrar
Titill í handriti

„Fyrir brúðarkróki.“

Upphaf

Maríu dyggðir dýrar / dæmi ég góðar þó ræmist ...

Lagboði

Blíðum lýðum blíðum með / blíðlegt kemur minni ...

Aths.

1 erindi og viðlag. Á eftir viðlaginu, sem er fremst, stendur: Þennan slæm má hafa og svo fyrir brúðgumakr(ók). og skipta um nöfnin brúður og brúðguma. Fyrir neðan kvæðið er autt pláss. Svo virðist sem skrifarinn hafi ekki skrifað allt kvæðið.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
125 blöð (130 mm x 76 mm). Blað 125v autt, blöð 18v, 119v og 125r auð að hálfu.
Tölusetning blaða
Blaðsíðumerking með blýanti á rektósíðum 1-243, máð og illlæsileg hér og hvar. Blaðmerking með blýanti á 12, 20 og svo á 10 blaða fresti eftir það (nema 110 og 120). Einstaka blað annað er tölusett að auki.
Ástand
 • Einhver blöð hafa týnst úr handritinu milli blaða 122 og 123 og aftur milli 124 og 125.
 • Ástand handritsins er gott. Nokkur blöð fremst og aftast eru þó orðin nokkuð slitin, jafnvel svo að textinn er orðinn ólæsilegur á stöku stað.
 • Nokkur af kverunum hafa losnað úr bandinu og liggja laus.
Skrifarar og skrift

Páll Eggert Ólason telur í Skrá Lbs að handritið sé líklega með hendi Jóns Þorlákssonar sýslumanns í Berunesi. Skriftin er kansellískrift en kvæði blaða 99r-106r er með fljótaskrift að undanskildum fyrstu línum í hverju erindi.

Blöð 18r-18v: Óþekktur skrifari. Eitt blað sem skotið er inn í bókina, kansellískrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
 • Blaði 18 hefur verið bætt við eftirá. Það er með annarri hendi en inniheldur nokkur erindi sem skotið er inn í kvæði á blaði 19r. Merkt er með NB á 19r hvar innskotstextinn passar inní aðaltextann.
 • Á fremra kápublaði má lesa ýmislegt krot, ekkert að því er virðist með hendi handritaskrifarans:

  Jón Þorgrímsson a liber me d[0] Rekte.

  El[00] B D. Með rauðu bleki.

  ...[J]ónsdóttir [00...00]tta kver

Band

Skinnband með tréspjöldum. Þrykkt mynstur í skinninu (138 mm x 76 mm x 30 mm).

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi árið 1689. Ritunartími handritsins kemur fram á titilblaði.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður H. Jörundsdóttir sameinaði skráningar 17. desember 2013 ; Margrét Eggertsdóttir yfirfór skráningu 2013 ; Karl Ó. Ólafsson skráði 2013 ; Bragi Þorgrímur Ólafsson frumskráði fyrir myndvinnslu, 20. október 2009 ; Handritaskrá, 2. b.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katharina Baier, Eevastiina Korri, Ulrike Michalczik, Friederike Richter, Werner Schäfke, Sofie Vanherpen„An Icelandic Christmas Hymn. Hljómi raustin barna best.“, Gripla2014; 25: s. 193-250
« »