Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

Lbs 4993 4to

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Bréfasafn Jóhannesar Sigfússonar; Ísland, 1900-1930

Nafn
Jóhannes Sigfússon 
Fæddur
10. ágúst 1853 
Dáinn
19. desember 1930 
Starf
Yfirkennari; Teacher 
Hlutverk
Gefandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Rósa Sigfússon 
Fædd
7. ágúst 1900 
Dáin
13. nóvember 1987 
Starf
Hjúkrunarkona 
Hlutverk
Eigandi; Gefandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Halldóra Kristinsdóttir 
Fædd
28. mars 1983 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar

Innihald

Aths.

Bréfritarar: Séra Árni Jónsson á Skútustöðum við Mývatn (15), séra Arnór Árnason í Hvammi í Laxárdal (1), séra Arnór Þorláksson á Hesti í Andakíl (3), séra Björn Jónsson í Miklabæ í Blönduhlíð (1), séra Einar Thorlacius í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd (6), séra Guðjón Hálfdánarson síðast í Saurbæ í Eyjafirði (1), séra Guttormur Vigfússon í Stöð í Stöðvarfirði (21; með liggur með hendi séra Guttorms afmæliskvæði til séra Magnúsar Bergssonar í Heydölum í Breiðdal eftir séra Pál Pálsson í Þingmúla í Skriðdal og Steingrím Thorsteinsson skáld og jafnframt silfurbrúðkaupskvæði til séra Magnúsar og Ragnheiðar Jónsdóttur konu hans eftir séra Pál), séra Hálfdán Guðjónsson vígslubiskup (18), Helga Jónsdóttir Austmann (síðari kona séra Jóns Jónssonar Austmanns) (4), séra Jón Jónsson Austmann í Stöð í Stöðvarfirði (4), Jón Sigfússon í Leslie, Saskatschewan í Kanada (bróðir Jóhannesar) (3), séra Jón Steingrímsson í Gaulverjabæ í Flóa (3), séra Jónas Jónasson á Hrafnagili í Eyjafirði (17), séra Kjartan Einarsson í Holti undir Eyjafjöllum (1), séra Kristinn Daníelsson á Útskálum í Garði (1), séra Lárus Jóhannesson á Sauðanesi á Langanesi (2), séra Stefán Stephensen á Mosfelli í Grímsnesi (1) og séra Þórarinn Böðvarsson í Görðum á Álftanesi (6).

2
Ávarp til kennaranna við gagnfræðaskólann í Flensborg
Aths.

„Ávarp til kennaranna við gagnfræðaskólann í Flensborg. Flutt þeim af nemendum skólans hinn 30. marz 1895“ og „Meðlimatal í Hinu íslenzka kennarafjelagi 2. júlímánaðar 1893“.

Efnisorð
3
Aðföng æviminningar séra Jóns Austmanns í Stöð
Aths.

Aðföng æviminningar séra Jóns Austmanns í Stöð, sem út kom í Reykjavík 1889 í umsjá Jóhannesar. Sumt er með hendi séra Guttorms Vigfússonar í Stöð, m.a. kaflar úr sendibréfum frá séra Jóni til séra Guttorms.

Efnisorð
4
Bréf
Aths.

Hér eru ennfremur bréf frá Bergvini Bergvinssyni frá Sandvík í Bárðardal (1), Jakobi Hálfdánarsyni kaupstjóra á Húsavík (1) til séra Guttorms og frá Jóni Árnasyni á Arndísarstöðum í Bárðárdal (1) til Jóhannesar Sigfússonar.

5
Útfararræður
Aths.

Útfararræður fluttar eftir séra Jón Austmann í eiginhandarriti höfundanna, séra Bergs Jónssonar í Vallanesi á Völlum (með liggur bréf frá honum til séra Guttorms), Eiríks Magnússonar bókavarðar í Cambridge á Englandi, séra Guttorms Vigfússonar í Stöð (með liggur bréf frá honum til Jóhannesar) og séra Magnúsar Bergssonar í Eydölum, og jafnframt erfiljóð um séra Jón eftir Einar Sigurðsson í Merki í Fáskrúðsfirði og séra Matthías Jochumsson á Akureyri (með liggur bréf frá J. Havsteen á Akureyri til Jóhannesar), í eiginhandarriti þeirra.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
113 blaðsíður (220 mm x 176 mm).
Skrifarar og skrift

Ein hönd ; skrifari:

Jóhannes Sigfússon

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, á fyrri hluta 20. aldar.
Aðföng

Lbs 4992-4993 4to. Afhent 1. febrúar 1972 af Rósu Sigfússon, fósturdóttur Jóhannesar Sigfússonar. - Samanber Lbs 965 fol.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 17. janúar 2019 ; úr óprentaðri handritaskrá.

« »