Skráningarfærsla handrits

Lbs 4984 4to

Bréfasafn, einkaskjöl og skilríki ; Ísland, 1850-1950

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Bréfasafn Sigurðar Sigurðssonar skólastjóra
Athugasemd

Sigurður Sigurðsson skólastjóri Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Bréfasafn, einkaskjöl og skilríki.

Íslenskir bréfritarar: Abelína Guðrún Hjaltalín á Skipalóni í Hörgsdal (1), Ágúst H. Bjarnason prófessor í Reykjavík (2), Anna S. Hjaltalín á Akureyri (1), Anna Magnúsdóttir á Skjaldastöðum í Öxnadal (1), séra Arnljótur Ólafsson í Sauðanesi á Laugarnesi (1), Ástríður Pétursdóttir á Sturlureykjum í Reykholtsdal (1), Bjarni Hjaltalín á Akureyri (1), Björn Bjarnarson sýslumaður á Sauðafelli í Dölum (1), Brynjólfur Jónsson frá Minnanúpi (2), Brynjólfur Þórarinsson á Brekku í Fljótsdal (6), Davíð Jónsson á Litlahamri í Eyjafirði (1), séra Eiríkur Þ. Stefánsson á Torfastöðum í Biskupstungum (1), P. Eyford, Eyford í Norður-Dakota (1), Finnur Jónsson á Gimli í Manitoba (2), Friðrik Friðriksson á Gimli í Manitoba (1), Frímann Guðmundsson kennari á Kjalarlandi á Skagaströnd (2), G. Thorsteinsson í Árósum í Danmörku (1), G. Þórðarson í Kaupmannahöfn (1), Guðbjörg Ingimundardóttir á Brekku í Núpasveit, síðar í Nýjabæ í Kelduhverfi (16), Guðlaug Jónasdóttir á Tjörnum í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði (1), séra Guðmundur Einarsson á Mosfelli í Grímsnesi (4), Guðmundur Guðmundsson í Nýjabæ í Kelduhverfi (1), Guðmundur Þorláksson magister í Kaupmannahöfn (3), Guðrún Guðmundsdóttir á Finnbogastöðum í Víkursveit (3), Guðrún Oddsdóttir, Brekkugötu 7 á Akureyri (2), séra Gunnar Gunnarsson á Svalbarði í Þistilfirði (1), Gunnlaug Margrét Gunnlaugsdóttir, fósturdóttir Þorsteins Daníelssonar á Skipalóni (24), Halldóra Bjarnadóttir ritstjóri á Blönduósi (1), Hanna Jakobsdóttir í Kristnesi í Eyjafirði (1), Helgi Hallgrímsson á Grísará í Eyjafirði (1), Hólmfríður Árnadóttir kennari í Reykjavík (4), Hólmfríður Einarsdóttir í Winnipeg (1), Hólmfríður Halldórsdóttir á Valþjófsstöðum í Núpasveit (1), Hólmfríður Ingimundardóttir í Grenivík (4), Hólmfríður Jónsdóttir á Brekku í Núpasveit (1), Hólmfríður Sigurðardóttir á Valþjófsstöðum í Núpasveit (1), Indíana Tynes á Siglufirði (1), Ingibjörg Jónsdóttir á Hrólfsskála á Seltjarnarnesi (1), Ingibjörg Sigurðardóttir í Laugardælum í Flóa (1), Ingileif Jónsdóttir á Búrfelli í Grímsnesi (1), Ingiríður Þorsteinsdóttir í Þorsteinsstaðakoti í Tungusveit í Skagafirði (2), Ingjaldur Sigurðsson á Lambastöðum á Seltjarnarnesi (1), Jakob Frímannsson kennari á Skúfi í Norðurárdal (4), Jóhanna Þorvaldsdóttir á Akureyri (1), séra Jón Arason á Húsavík (4), Jón Árnason á Ásmundarstöðum á Melrakkasléttu (7), Jón Ingimundarson á Brekku í Núpasveit (7), Jón Chr. Stephánsson skipasmiður á Akureyri (2), Jón Þórarinsson fræðslumálastjóri (1), Jón Þórðarson í Calisle í Pembina í Kanada (1), séra Jónas Björnsson í Sauðlauksdal við Patreksfjörð (1), séra Jónas Jónasson á Hrafnagili í Eyjafirði (1), Jósef J. Björnsson skólastjóri á Hólum (1), séra Kjartan Helgason í Hruna í Hrunamannahreppi (1), Kristín Guðmundsdóttir á Uppsölum í Fáskrúðsfirði (1), Kristján Abrahamsson í Hlíðarhaga í Eyjafirði (1), Kristjana Hallgrímsdóttir á Akureyri (13), Kristmundur Bjarnason á Seyðisfirði (1), Lárus H. Bjarnason prófessor í Reykjavík (1), C. G. P. Lund verslunarstjóri á Raufarhöfn (1), Magnús Benediktsson í Leifshúsum á Svalbarðsströnd (4), séra Magnús Jónsson á Grenjaðarstað í Aðaldal (1), Magnús Pétursson (Petersen), Big Point í Manitoba (1), María Salómonsdóttir í Stykkishólmi (1), P. Nielsen á Eyrarbakka (1), Ólafur Þorvaldsson á Seyðisfirði (1), Óvína Arnljótsdóttir á Bægisá í Öxnadal (1), Pálína M. J. Möller á Stokkseyri (2), Páll Magnússon, vesturfaraagent á Akureyri (1), Pálmi Pálsson magister í Reykjavík (1), Sigríður Kleófasdóttir, móðir Sigurðar (1), Sigríður Valtýsdóttir á Seljamýri í Loðmundarfirði (1), Sigurbjörg Bjarnadóttir á Akureyri (2), Sigurborg Jónsdóttir í Lambhaga (1), Sigurjón Jónsson frá Háreksstöðum á Jökuldal (1), Sigurveig Gunnarsdóttir á Brekku í Fljótsdal (1), Sólmundur Einarsson kennari á Fáskrúðsfirði (2), St. Thorarensen í Reykjavík (1), Stefán Eiríksson tréskeri í Reykjavík (1), Stefán Gíslason í Ráðagerði á Seltjarnarnesi (1), Stefán Sigurðsson skáld í Hvítadal í Dölum (1), Sveinn Oddsson skólastjóri á Akranesi (5), Sæunn Steinsdóttir á Hafsteinsstöðum í Sæmundarhlíð (2), Tómas Jónsson kennari á Eskifirði (1), Valgerður Guttormsdóttir á Ósi í Eyjafirði (4), Þorbergur Þorbergsson í Borgarnesi (2), Þórður Þórðarson Jónasson prestur í Reykholti (1), Þórný Björnsdóttir á Brekku í Mjóafirði (í vist þar) (1), Þorsteinn B. Arnljótsson kaupmaður á Þórshöfn (1), Þórunn Bjarnadóttir á Þingeyri (2), Þórunn Þórarinsdóttir í Vestmannaeyjum (1), Þórunn Guðlaug Þorsteinsdóttir í Þingvalla Nýlendu í Vesturheimi (1), séra Þorvaldur Jónsson á Ísafirði (1).

Erlendir bréfritarar: H. H. Baumgarten, Nyhusene pr. Hilleröd í Danmörku (5), Jakob Bergqvist í Lundi í Svíþjóð (2), B. J. Bergqvist í Lundi í Svíþjóð (6), I. P. Broust í Þrándheimi í Noregi (1), L. Enbow, Ikalis í Finnlandi (2), Anna Eriksson í Stokkhólmi (3), N. Feilberg á Helsingjaeyri í Danmörku (22), H. Kreiser, Milvaukee í Wisconsin (1), Marie Ljunggren í Lundi (1), Henriette Lund í Kaupmannahöfn (2), Nils Lundahl í Lundi (1), S. Marensen í Kaupmannahöfn (1), Magdelene Möller, Baaning (1), Nils Norén í Helsingjaborg (1), Ragnar Norén í Helsingjaborg (1), Charlotte Olsen, Villingeröd Skole í Danmörku (8), Karl Olsen, Villingeröd Skole (3), Frans Rodenstam, Hudiksvall í Svíþjóð (1), Dr. Th. Schweitzer, Weimar (4), Franziska Schweitzer, Weimar (1), K. F. Söderwall í Lundi (2), Leonhard Tang í Kaupmannahöfn (6), Erik Torp, Egeland (1), Wilhelmine Tónnesen, Sandöen (2), Ernst Westberg, Hudiksvall í Svíþjóð (8).

Hér er meðal annars einnig að finna: a) Ýmis vottorð og meðmæli, er Sigurð varða. b) Æviágrip og frásögn af 7. kennarafundi Norðurlanda í Stokkhólmi 1895. c) Þakkarbréf frá Lestrarfélagi Seltjarnarness 1890 og Framfarafélagi Seltirninga 1887-1892, sem og prentað kvæði fyrir minni Mýrarhúsaskóla, Sigurðar kennara og Steingríms Thorsteinssonar skálds, sem ort hefur sum kvæðanna, frá árabilinu 1883-1903. d) Leiðbeiningar, m.a. um greinarmerki frá 1878 og stafsetningarreglur, prentaðar sem handrit fyrir Blaðamannafélagið íslenska 1898. e) Eftirrit af skuldabréfi Unu Gísladóttur (í Unuhúsi), Garðastræti 4, Reykjavík, frá 1906.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
Margvíslegt brot.
Skrifarar og skrift
Ýmsar hendur.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar.
Aðföng

Gjöf 29. janúar 1983 frá Jóni Friðrikssyni, starfsmanni Hafrannsóknarstofnunar.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 11. janúar 2019 ; úr óprentaðri handritaskrá.

Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Bréfasafn Sigurðar Sigurðssonar skólastjóra

Lýsigögn