Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 3980 4to

Skáldsaga og minnisblöð ; Ísland, 1850-1899

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-61r)
Jón biskup Arason. Söguleg skáldsaga
Athugasemd

Brot, vantar a.m.k. 20 blöð í handritið

Efnisorð
2 (62r-74r)
Minnisblöð
Athugasemd

Með liggja aðdrættir um Jón Vídalín biskup, með hendi Jóns Borgfirðings og Jónatans Þorlákssonar á Þórðarstöðum í Fnjóskadal

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
74 blöð (230 mm x 180 mm). Autt blað: 72.
Tölusetning blaða
Upprunaleg blaðmerking 21-110 (1r-61r) og 2-9 (67v-71r).
Umbrot
Aðeins skrifað á rektósíður: 1r-61r.
Ástand

Það vantar í handritið öll blöð framan við blað sem blaðmerkt er 21.

Skrifarar og skrift
Þrjár hendur ; Skrifarar:

I. 1r-61r: Torfhildur Hólm

II. 62r-62v: Jónatan Þorláksson

III. 63r-74v: Jón Borgfirðingur

Band

Óinnbundið.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1850-1899.
Ferill

Frú Una Þorsteinsdóttir frá Meiðastöðum, nú í Reykjavík, afhenti safninu handrit Torfhildar, en þau höfðu áður verið í vörslu mágkonu Unu, Kristínar Björnsdóttur, sem lengi var ráðskona hjá Torfhildi.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir bætti við skráningu 24. febrúar 2012 ; Sigrún Guðjónsdóttir frumskráði fyrir myndvinnslu, 11. október 2010 ; Handritaskrá, 3. aukab.
Viðgerðarsaga

Athugað fyrir myndatöku 13. október 2010.

Myndað í október 2010.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í október 2010.

Lýsigögn
×

Lýsigögn