Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 3713 4to

Sögubók ; Ísland, 1776-1825

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-14v)
Vopnfirðinga saga
Titill í handriti

Sagan af Brodd-Helga Þorgilssyni

Athugasemd

Skrifað eftir handriti með hendi Péturs Jónssonar prentara á Hólum. Á spássíur hefur skrifari skrifað orðamun úr öðru handriti (Mælifellsbók) með hendi séra Eyjólfs Jónssonar á Völlum (samanber Pál Eggert Ólason)

2 (15r)
Um handrit Vopnfirðinga sögu
Titill í handriti

Saga sú sem þessi er skrifuð eftir ...

Athugasemd

Umfjöllun skrifara um handrit Vopnfirðinga sögu

3 (17r-28r)
Gunnars saga Keldugnúpsfífls
Titill í handriti

Sagan af Gunnari Keldugnúpsfífli

Athugasemd

Skrifað eftir handriti með hendi Péturs Jónssonar prentara á Hólum. Á spássíur hefur skrifari skráð orðamun úr öðru handriti með hendi Páls Sveinssonar á Sveinsstöðum (samanber Pál Eggert Ólason)

4 (28r-28v)
Um handrit Gunnars sögu Keldugnúpsfífls
Titill í handriti

Saga þessi er skrifuð eftir eigin hendi prentarans sál. P.Js. ...

Athugasemd

Umfjöllun skrifara um handrit Gunnars sögu Keldugnúpsfífls

5 (29r-32r)
Ölkofra þáttur
Titill í handriti

Ölkofra þáttur

Athugasemd

Skrifað eftir handriti með hendi séra Eyjólfs Jónssonar á Völlum (samanber Pál Eggert Ólason)

6 (32r)
Um handrit Ölkofra þáttar
Titill í handriti

Af því mér barst þessi þáttur í höndur ...

Athugasemd

Umfjöllun skrifara um handrit Ölkofra þáttar

7 (32v-35v)
Þorsteins þáttur stangarhöggs
Titill í handriti

Söguþáttur af Þorsteini stangar-höggi og Víga-Bjarna

Athugasemd

Skrifað eftir "skruddu minni". Á spássíur hefur skrifari skrifað orðamun úr tveimur öðrum handritum með hendi Péturs Jónssonar prentara á Hólum og með hendi séra Péturs Björnssonar að Tjörn á Vatnsnesi (samanber Pál Eggert Ólason)

8 (35v)
Um handrit Þorsteins þáttar stangarhöggs
Titill í handriti

Þátturinn er skrifaður eftir skruddu minni ...

Athugasemd

Umfjöllun skrifara um handrit Þorsteins þáttar stangarhöggs]

9 (37r-48r)
Hænsa-Þóris saga
Titill í handriti

Sagan af Hænsa-Þóri og nokkrum Borgfirðingum

Athugasemd

Skrifað eftir handriti með hendi Gottskálks Þorvaldssonar lögréttumanns á Þorleiksstöðum í Skagafirði. Á spássíur hefur skrifari skrifað orðamun úr tveimur öðrum handritum af sögunni, öðru með hendi Péturs Jónssonar prentara á Hólum (sbr. P.E.Ó.)

10 (48v)
Um handrit Hænsa-Þóris sögu
Titill í handriti

Sagan er skrifuð eftir hendi Gottskálks Þorvaldssonar ...

Athugasemd

Umfjöllun skrifara um handrit Hænsa-Þóris sögu

11 (49r-72r)
Flóamanna saga
Titill í handriti

Flóamanna saga

Athugasemd

Skrifað eftir handriti með hendi Péturs Jónssonar prentara á Hólum. Á spássíur hefur skrifari skrifað orðamun úr öðru handriti með hendi séra Péturs Björnssonar að Tjörn á Vatnsnesi (samanber Pál Eggert Ólason)

12 (72r)
Um handrit Flóamanna sögu
Titill í handriti

Sagan er skrifuð eftir sögubók prentarans sál. P.Js. ...

Athugasemd

Umfjöllun skrifara um handrit Flóamanna sögu

13 (73r-76v)
Egils þáttur Síðu-Hallssonar
Titill í handriti

Frásögn af Egli Síðu-Hallssyni

Athugasemd

Skrifað eftir handriti með hendi Péturs Jónssonar prentara á Hólum. Á spássíur hefur skrifari skrifað orðamun úr öðru handriti með hendi séra Eyjólfs Jónssonar á Völlum (samanber Pál Eggert Ólason)

14 (77r)
Um handrit Egils þáttar Síðu-Hallssonar
Titill í handriti

Frásögn þessi var á bók prentarans sál. P.Js. skrifuð ...

Athugasemd

Umfjöllun skrifara um handrit Egils þáttar Síðu-Hallssonar

15 (77v-78r)
Óðinn kom til Ólafs konungs með dul og prettum
Titill í handriti

Þáttur úr Ólafs kóngs sögu helga (af Gesti)

Athugasemd

Skrifað eftir handriti með hendi séra Eyjólfs Jónssonar á Völlum (samanber Pál Eggert Ólason)

16 (78r-79v)
Tóka þáttur Tókasonar
Titill í handriti

Annar þáttur úr sömu sögu (af Tóka Tókasyni)

Athugasemd

Skrifað eftir handriti með hendi séra Eyjólfs Jónssonar á Völlum (samanber Pál Eggert Ólason)

17 (79v-80r)
Jóns saga Upplendingakonungs
Titill í handriti

Inntak úr söguþætti af Jóni Upplandakóngi

Athugasemd

Skrifað eftir handriti með hendi séra Eyjólfs Jónssonar á Völlum (samanber Pál Eggert Ólason)

18 (80v-83v)
Ásmundar saga flagðagæfu
Titill í handriti

Inntak úr þætti Ásmundar flagðagæfu

Athugasemd

Skrifað eftir handriti með hendi séra Eyjólfs Jónssonar á Völlum (samanber Pál Eggert Ólason)

Óheil

19 (87r-90r)
Brandkrossa þáttur
Titill í handriti

Brandkrossa þáttur og um uppruna Droplaugarsona

Athugasemd

Skrifað eftir handriti með hendi Péturs Jónssonar prentara á Hólum. Á viðfest blað og spássíur 1. cap. hefur skrifari skrifað orðamun úr öðru handriti af þættinum með hendi séra Eyjólfs Jónssonar á Völlum (sbr. P.E.Ó.)

20 (91r-107r)
Droplaugarsona saga
Titill í handriti

Sagan af Droplaugarsonum og Fljótsdælum

Athugasemd

Skrifað eftir handriti með hendi Péturs Jónssonar prentara á Hólum. Á spássíur hefur skrifari skrifað orðamun úr tveimur öðrum handritum, öðru með hendi séra Eyjólfs Jónssonar á Völlum (þó aðeins í upphafi sögunnar, þar sem handrit séra Eyjólfs náði ekki lengra), hinu með hendi Halldórs Jakobssonar sýslumanns (samanber Pál Eggert Ólason)

21 (107v-108v)
Um handrit Droplaugarsona sögu
Titill í handriti

Framanskrifuð Droplaugarsona saga með Brandkrossa þætti framan við ...

Athugasemd

Umfjöllun skrifara um handrit Droplaugarsona sögu

22 (109r-143v)
Fljótsdæla saga
Titill í handriti

Sagan af þeim Helga og Grími Droplaugarsonum, annars kölluð Njarðvíkinga saga

Athugasemd

Skrifað eftir handriti með hendi Halldórs Jakobssonar sýslumanns; uppskriftinni lýkur með 26. cap., þar sem Fljótsdælu þrýtur í AM 551 c 4to, "úr þessu hefur codex H allt sama og áður er skrifað [þ.e. næst hér á undan eftir handriti Péturs prentara], nenni eg því ekki að skrifa það hér aptur, læt nægja að bera saman, og setja orðamuninn út frá." (samanber Pál Eggert Ólason). Hér er vísað í síðari hluta Droplaugarsona sögu sem er framar í handritinu (96r-107r)

23 (145r-146r)
Þorsteins þáttur Austfirðings
Titill í handriti

Söguþáttur af Þórsteini Suðurfara inum austfirðska

Athugasemd

Skrifað eftir handriti með hendi Gottskálks Þorvaldssonar lögréttumanns á Þorleiksstöðum í Skagafirði, "en capitulaskipti tekin úr prentarans sögubók, því Gottskálk hafði þaug engin." (samanber Pál Eggert Ólason)

24 (146v-147r)
Þorsteins þáttur sögufróða
Titill í handriti

Söguþáttur af Þórsteini fróða

Athugasemd

Skrifað eftir handriti með hendi Gottskálks Þorvaldssonar lögréttumanns á Þorleiksstöðum í Skagafirði (samanber Pál Eggert Ólason)

25 (147r)
Bjarnar saga Hítdælakappa
Titill í handriti

Þátturinn er skrifaður eftir hendi Gottskálds Þorvaldssonar ...

Athugasemd

Umfjöllun skrifara um handrit Þorsteins þáttar sögufróða

26 (147v-148v)
Þorsteins þáttur forvitna
Titill í handriti

Söguþáttur af Þórsteini forvitna

Athugasemd

Skrifari gerir ekki grein fyrir heimild sinni að þessum þætti. Á spássíur hefur hann skrifað orðamun úr öðru handriti með hendi séra Jóns Helgasonar á Brúarlandi (samanber Pál Eggert Ólason)

27 (148v)
Um handrit Þorsteins þáttar forvitna
Titill í handriti

Höndin á því sem þetta er skrifað eftir ...

Athugasemd

Umfjöllun skrifara um handrit Þorsteins þáttar forvitna

28 (149r-181r)
Finnboga saga ramma
Titill í handriti

Sagan af Finnboga inum rama

Athugasemd

Skrifað eftir handriti Péturs Jónssonar prentara á Hólum. Á spássíur hefur skrifari skrifað orðamun úr öðru handriti með hendi Sveins Sölvasonar lögmanns (samanber Pál Eggert Ólason)

29 (181r-181v)
Um handrit Finnboga sögu ramma
Titill í handriti

Þar mér í hendur barst ...

Athugasemd

Umfjöllun skrifara um handrit Finnboga sögu ramma

30 (185r-199r)
Hrafnkels saga Freysgoða
Titill í handriti

Sagan af Hrafnkeli Freysgoða

Athugasemd

Skrifað eftir handriti með hendi Péturs Jónssonar prentara á Hólum. Á spássíur hefur skrifari skrifað orðamun úr öðru handriti með hendi séra Péturs Björnssonar að Tjörn á Vatnsnesi (samanber Pál Eggert Ólason)

31 (199v)
Um handrit Hrafnkels sögu
Titill í handriti

Um skrift mína á sögu þessari ...

Athugasemd

Umfjöllun skrifara um handrit Hrafnkels sögu

32 (201r-230r)
Bjarnar saga Hítdælakappa
Titill í handriti

Sagan af Birni Arngeirssyni Hítdælakappa

Athugasemd

Upphaf sögunnar (fram að heimkomu Bjarnar). Skrifað eftir handriti af sögu Ólafs helga með hendi séra Eyjólfs Jónssonar á Völlum, en þaðan er skrifað eftir handriti með hendi Péturs Jónssonar prentara á Hólum. Á spássíur hefur skrifari skrifað orðamun úr enn öðru handriti með hendi Halldórs Jakobssonar sýslumanns og auk þess orðamun úr handriti Péturs prentara við Ólafssögutexta sögunnar (samanber Pál Eggert Ólason)

33 (230v-231v)
Um handrit Bjarna sögu Hítdælakappa
Titill í handriti

Saga þessi er meðal annara fleiri á bók prentarans sál. P.Js. ...

Athugasemd

Umfjöllun skrifara um handrit Bjarnar sögu Hítdælakappa.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1: G:I:OITHAAR undir PROPATRIA/OITHAAR (1-28, 49-78, 87-108 og 149-200.)

Vatnsmerki 2: ADRIAN ROGGE undir blánsandi hval/? (29-36, 79-86 og 201-232.)

Vatnsmerki 3: TH undir PROPATRIA/TH (37-48 og 109-148.)

Vatnsmerki 4: PROPATRIA/óþekkt (AccMat03 og AccMat04.)

Vatnsmerki 5: J. H&Z undir PROPATRIA/J. HONIG&ZOONEN (saurblöð.)

Vatnsmerki 6: PROPATRIA og býkúpa (spjaldblöð.)

Blaðfjöldi
v + 232 + i blöð (210 mm x 163 mm). Auð blöð: 15v-16, 36, 72v, 84-86, 90v, 144, 182-184, 200 og 232.
Tölusetning blaða

Gömul blaðsíðumerking 1-29 (1r-15r), 1-24 (17r-28v), 1-24 (37r-48v), 1-47 (49r-72r), 1-22 (73r-83v), 1-124 (87r-148v), 1-66 (149r-181v), 67 (184r), 1-31 (185r-200r), 1-62 (201r-231v).

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er um 154-162 mm x 105-106 mm.
  • Línufjöldi er 26-30.

Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Halldór Hjálmarsson

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Fremst er eitt eldra saurblað og fjögur yngri.

Fremra saurblað 1 og aftara saurblað eru umslög um bréf til Sigurðar Stefánssonar biskups á Hólum.

Fremra saurblað 2r: Þessi bók er af sögusafni Boga Benediktssonar merkt af manuscriptis undir Littera A Nr. 2 [með annarri hendi].

Fremra saurblað 3r: Bókin hefur inni að halda efnisyfirlit með annarri hendi.

Band

Samtímaband (217 mm x 195 mm x 36 mm).

Saumað í skinnkápu á utanáliggjandi bönd.

Ástand handrits við komu: Gott.

Límmiði á fremra spjaldi.

gerði við og batt.

Fylgigögn

1 laus seðill.

3 fastir seðlar.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1776-1825?
Ferill

Handritið keypt 1959 af Brynjólfi Sigurðssyni gasstöðvarstjóra í Reykjavík um hendur Lárusar Sigurbjörnssonar skjalavarðar Reykjavíkurborgar. Brynjólfur fékk handritið eftir föður sinn, séra Sigurð Jensson í Flatey, en hann mun hafa fengið það frá tengdafólki sínu. Bogi Benediktsson ættfræðingur að Staðarfelli var langafi Guðrúnar, konu séra Sigurðar (samanber Pál Eggert Ólason).

Aðföng

Brynjólfur Sigurðsson gastöðvarstjóri í Rvík, seldi, 1959.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir lagaði skráninguna 15. ágúst 2023 ; Sigríður H. Jörundsdóttir bætti við skráningu, 15. nóvember 2012 ; Sigrún Guðjónsdóttir aðlagaði skráningu, 10. júní 2009 ; Sagnanet 2. september 1998.

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 3. aukabindi , bls. 50-52.

Viðgerðarsaga

Athugað 1998.

Myndað í desember 2012.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn