Skráningarfærsla handrits

Lbs 3077 4to

Rímnabók ; Ísland, 1913-1921

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-88v)
Rímur af Trójumönnum
Titill í handriti

Rímur af Trójumannabardaga og eyðilegging Trójuborgar, kveðnar af Guðmundi Bergþórssyni árið 1690

Upphaf

Fljóta verður ferjan Hárs / fram úr sagnar veldi …

Skrifaraklausa

Þessar rímur eru upp skrifaðar eftir rifnu og lúðu handriti skrifuðu af Gunnlaugi Guðmundssyni á Svarfhóli í Dölum (líklega Miðdölum) um 1800. Miðhúsum, Akranesi 29. janúar 1914. Kári S. Sólmundarson (88v).

Athugasemd

26 rímur.

Efnisorð
2 (89r-111v)
Rímur af Atla Ótryggssyni
Titill í handriti

Rímur af Atla Ótryggssyni, kveðnar af Þórólfi á Bjargarsteini árið 1873

Upphaf

Hátt minn gali hani Kjalars vakinn, / kæta hal og kyrtla Hrund …

Skrifaraklausa

Endað að skrifa rímurnar 21. febrúar 1914 af Kára S. Sólmundarsyni, Miðhúsum, Akranesi (111v).

Athugasemd

Sex rímur.

Efnisorð
3 (112r-138r)
Rímur af Þorgrími mikla
Titill í handriti

Rímur af Þorgrími kóngi og köppum hans, kveðnar af Pétri Ingimundarsyni, Ánanaustum, Reykjavík árið 1870

Upphaf

Horfinn meinum hyggju ranns, / harmi duldur er eg …

Skrifaraklausa

Rímurnar eru uppskrifaðar eftir eiginhandarriti höfundarins, en mansöngvarnir voru aftan við þær, og var tapað eitt blað úr mansöngunum, og vantar því í rímurnar endir á 2. mansöng, 3. mansöng og upphaf á 4. mansöng, og 8. mansöng, sem hafði ekki verið skrifaður í handritið. Miðhúsum, Akranesi 18. mars 1914. Kári S. Sólmundarson (138r).

Athugasemd

Átta rímur.

Efnisorð
4 (139r-151r)
Rímur af Jökli Búasyni
Titill í handriti

Rímur af Jökli Búasyni, ortar af Vigfúsi Gestssyni á Katanesi árið 1849 [svo]

Upphaf

Upphaf það eg sögu set, / sólir hlýði tvinna …

Skrifaraklausa

Rímurnar endað að skrifa 12. nóvember 1913 af K.S.S. í Miðhúsum á Akranesi (151r).

Athugasemd

Fimm rímur.

Efnisorð
5 (151v-156v)
Hrakningsríma
Titill í handriti

Hrakningsríma, kveðin af Magnúsi Jónssyni í Magnússkógum

Upphaf

Ása föðurs árgali / eðlið reyni forna …

Skrifaraklausa

Miðhúsum á Akranesi, 14.12.1921, Kári S. Sólmundarson (156v).

Athugasemd

112 erindi.

Efnisorð
6 (157r-160r)
Sölva ríma
Titill í handriti

Passaríma Sölva Helgasonar, kveðin af Sæmundi Þorgilssyni

Upphaf

Þagnar tjóður flýja fer, / fagni þjóðin kvæðum …

Skrifaraklausa

Endað að skrifa rímuna 27. mars 1914 af Kára S. Sólmundarsyni í Miðhúsum, Akranesi (159v).

Athugasemd

71 erindi.

Efnisorð
7 (161r-169v)
Ríma af Hjálmari og Ingibjörgu
Titill í handriti

Ríma af Hjálmari og Ingibjörgu, ort af Einari Jónssyni, Elínarhöfða 1870

Upphaf

Nú skal hefja nýjan brag, / Norðra bát eg hygg að smíða …

Skrifaraklausa

Skrifað af Kára S. S. Miðhúsum, Akranesi, endað 28.12.1916 (169v).

Athugasemd

158 erindi.

Efnisorð
8 (169v-175v)
Æviríma Sigurðar Helgasonar
Titill í handriti

Ríma um helstu æviatriði dannibrogsmanns Sigurðar Helgasonar sem var á Jörfa í Kolbeinsstaðahrepp, ort af honum sjálfum

Upphaf

Bað mig linna bóla grér, / brags í vinnu færa …

Athugasemd

135 erindi.

Efnisorð
9 (176r-176v)
Síðumúlaslagur
Titill í handriti

Síðumúlaslagur, um áflog í Síðumúla í Hvítársíðu, ortur af Símoni Bjarnarsyni Dalaskáldi

Upphaf

Vanir púli virðar tjá, / vinnu stinnir garpar …

Skrifaraklausa

Endað að skrifa vísurnar 10. febr. 1918 af Kára S. Sólmundarsyni, Miðhúsum, Akranesi (176v).

Athugasemd

18 erindi.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
176 blöð (233 mm x 182 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Kári Sólmundarson

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1913-1921.
Aðföng

Keypt 1950 af Kára Sólmundarsyni.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 2. febrúar 2017 ; Handritaskrá, 3. aukabindi, bls. 37.
Lýsigögn
×

Lýsigögn