Skráningarfærsla handrits

Lbs 2502 4to

Rímnabók ; Ísland, 1826-1827

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-39v)
Rímur af Hallfreði vandræðaskáldi
Titill í handriti

Rímur af Hallfreði vandræðaskáld. Kveðnar af sál. Árna Böðvarssyni anno 1759 og nú skrifaðar anno 1826 af SGuðmundss.

Upphaf

Kom þú lystug hingað Hlökk, / Herjans meyjan rjóða …

Skrifaraklausa

Þessar rímur eru skrifaðar eftir skáldsins eiginhandarrit en var þó illt að lesa úr þeim sumstaðar því það hefur verið uppkast.

Athugasemd

12 rímur.

Efnisorð
2 (40r-62r)
Rímur af Þorsteini uxafæti
Titill í handriti

Rímur af Þorsteini uxafæti kveðnar af sál. Árna Böðvarssyni. Skrifaðar eftir rímum sem prentaðar voru í Kaupmannahöfn árið 1771 eftir skáldsins eiginahandarriti.

Upphaf

Herjans bið ég haukarnir / hingað fljúga nái …

Athugasemd

10 rímur.

Efnisorð
3 (63r-106r)
Agnars konungs ævi Hróarssonar
Titill í handriti

Agnars konungs ævi Hróarssonar í ljóð sett af sál. Árna Böðvarsson og útgefin eftir hans eiginhandarriti. Og nú skrifaðar eftir prentuðum anno 1826.

Upphaf

Nú skal brjóta Biflinds rann / Beslu æsir glóða …

Athugasemd

16 rímur.

Efnisorð
4 (107r-138v)
Rímur af Vittalín
Titill í handriti

Rímur af Vittalín gjörðar af sál. Árna Böðvarssyni.

Upphaf

Það hefur verið venja hér / voru á Ísa storði …

Skrifaraklausa

Skrifað í flýtir af Skúla Guðmundssyni 1827 eftir hönd J. E.syni á Stóra-Vatnshorni í Haukadal.

Athugasemd

12 rímur.

Efnisorð
5 (139r-182v)
Rímur af Ragnari loðbrók og sonum hans
Titill í handriti

Rímur af Ragnari loðbrók og sonum hans

Upphaf

Sof þú aldrei Svala Týrs / sífellt þig upp vekur …

Skrifaraklausa

Þessar rímur voru í flýtir ritaðar í Brekkukoti anno 1827, eftir rímum sem skrifaðar voru eftir skáldsins eiginhandarriti af Jóni E.syni á Stóra-Vatnshorni í Haukadal anno 1773.

Athugasemd

14 rímur.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
i + 182 + i blöð (194 mm x 155 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Skúli Guðmundsson

Skreytingar

Skreyttir upphafsstafir.

Band

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1826-1827.
Aðföng

Gjöf frá sonarsyni skrifarans, Gunnlaugi Skúlasyni að Geitafelli, 21. apríl 1935.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 5. desember 2016 ; Handritaskrá, 1. aukabindi, bls. 14.
Viðgerðarsaga

Lýsigögn
×

Lýsigögn